Enski boltinn

Jökull framlengir við Reading

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jökull kvittar undir samninginn.
Jökull kvittar undir samninginn. mynd/reading
Markvörðurinn Jökull Andrésson hefur skrifað undir tveggja ára framlengingu á samningi sínum við enska B-deildarliðið Reading.

Jökull hefur staðið í marki U19-ára landslið Íslands en hann skrifaði undir sinn fyrsta samning við Reading sumarið 2018.

Hann var með annars lánaður til Hungerford Town á síðustu leiktíð sem gerði honum gott en þar komst hann í meistaraflokksfótbolta.Hann lék svo sinn fyrsta leik fyri U23-ára lið Reading í janúar á þessu ári og hefur síðan þá meðal annars æft með aðalliði félagsins.

Hann spilaði meðal annars í æfingarleik gegn Gibraltar United og spænska úrvalsdeildarliðinu Sevilla sem og gegn Southend.

Bróður Jökuls er Axel Óskar Andrésson sem er á mála hjá Víkingi í Noregi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.