Engin niðurstaða varð af fundi formanna flokka á Alþingi sem funduðu á þriðja tímanum í dag. Til umræðu var hvernig hátta ætti þingstörfum næstu daga.
Formenn þingflokka funduðu í morgun og segir Hanna Katrín Friðriksson, formaður þingflokks Viðreisnar, að niðurstaða fundarins hafi verið sú að ekki væri hægt að halda áfram með hefðbundin þingstörf án þess að samkomulag næðist um hvernig ljúka ætti þingstörfum. Ef ekki næðist samkomulag yrði umræða um orkupakka þrjú að halda áfram.
Formenn flokkanna funduðu í hádeginu og svo aftur nú í aðdraganda þingfundar sem hefst klukkan 15. Engin niðurstaða varð af fundinum og er umræða um þriðja orkupakkann á dagskrá fundarins í dag.
Miðflokkurinn hefur staðið fyrir málþófi í umræðu um þriðja orkupakkann undanfarnar vikur. Þingstörfum á Alþingi er hvergi nærri lokið þar sem enn á eftir að afgreiða fjölmörg stór mál.
Engin niðurstaða af fundaröð formanna svo umræða um orkupakka þrjú heldur áfram

Tengdar fréttir

Vill að íhaldsöflin „drattist til að innleiða nýja stjórnarskrá“
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir að þriðji orkupakkinn sé áminning um að hlúa þurfi að grundvallaratriðunum.

Ræddu breytta fjármálastefnu inn í nóttina
Þingfundur stóð til klukkan 00:45 í nótt á Alþingi og fór mesta púðrið í að ræða breytingar á fjármálastefnunni til ársins 2022.

Tungumálið er húsbóndi hugsunar okkar en ekki þjónn hennar
Ítarlegt viðtal við Carl Baudenbacher um þróun EES-samstarfsins í víðu samhengi, Brexit, samband Sviss við Evrópusambandið og Icesave-málið.