Varnir verða settar upp gegn camfilobakter og salmonellu í kjöti Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. mars 2019 19:30 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir að settar verði upp varnir í landinu gegn camfilobakter og salmonellu í kjöti vegna nýs frumvarps sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra, sem gerir ráð fyrir innflutningi á ófrosnu kjöti til landsins. Guðrún Tryggvadóttir, nýr formaður Bændasamtakanna óttast að innflutningurinn valdi minnkandi eftirspurn eftir íslenskum landbúnaðarafurðum og færri störfum í landbúnaði. Fjölmenni sat ársfund Bændasamtaka Íslands sem fór fram á Hótel Örk í dag , bændur alls staðar af landinu og aðrir gestir. Aðalfundarstörf fóru fram fyrir hádegi en eftir hádegi var ráðstefnudagskrá um sérstöðu íslensks landbúnaðar. Nýr formaður Bændasamtakanna kom víða við í sínu erindi og lýsti miklum áhyggjum af innflutningi á kjöti til landsins. „Líklegt er að aukin innflutningur valdi minnkandi eftirspurn eftir íslenskum landbúnaðarafurðum, það leiðir af sér færri störf í landbúnaði og færri býli í rekstri. Með því er ekki einungis vegið að bændum heldur minnkar fæðuöryggi Íslendinga. Það þarf ekki annað að landið einangrist vegna náttúruhamfara eða ófriðar. Læknar hafa bent á að tíðni matarsýkinga í mönnum aukast með auknu magni á innfluttum vörum. Það á við um fleira en ferskt kjöt því mælingar hafa sýnt að grænmeti getur líka borið mér sér margvísleg smit“, sagði Guðrún.Katrín fór ekki tómhent heim af fundinum því hún var leyst út með fallegum íslenskum blómvendi. Hún er hér með Guðrúnu Tryggvadóttur, formanni Bændasamtaka Íslands.Forsætisráðherra, sem ávarpaði fundinn sagði að sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra og heilbrigðisráðherra hefðu sammælst um aðgerðaráætlun um sýklalyfjaofnæmi vegna hugsanlegs innflutnings á ófrosnu kjöti til landsins en málið snýst um dóm Efta dómstólsins, sem féll um frystiskyldu á kjöti og á rætur að rekja til skuldbindinga, sem íslensk stjórnvöld gengust undir árin 2005 til 2009. „Hugsunin er sú að settar og reistar verði varnir við camfilobakter og salmonellu í nýju frumvarpi ráðherrans, sem ætlað er að bregðast við dómnum. Þetta er auðvitað ný nálgun í þessu máli en ég hef ekki trú á öðru en að sú nálgun standist EES samninginn, samhliða því að geta reist raunverulegar varnir fyrir okkar stöðu, okkar einstöku stöðu þegar kemur að matvælaheilbrigði“, sagði Katrín. Heilbrigðismál Hveragerði Landbúnaður Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir að settar verði upp varnir í landinu gegn camfilobakter og salmonellu í kjöti vegna nýs frumvarps sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra, sem gerir ráð fyrir innflutningi á ófrosnu kjöti til landsins. Guðrún Tryggvadóttir, nýr formaður Bændasamtakanna óttast að innflutningurinn valdi minnkandi eftirspurn eftir íslenskum landbúnaðarafurðum og færri störfum í landbúnaði. Fjölmenni sat ársfund Bændasamtaka Íslands sem fór fram á Hótel Örk í dag , bændur alls staðar af landinu og aðrir gestir. Aðalfundarstörf fóru fram fyrir hádegi en eftir hádegi var ráðstefnudagskrá um sérstöðu íslensks landbúnaðar. Nýr formaður Bændasamtakanna kom víða við í sínu erindi og lýsti miklum áhyggjum af innflutningi á kjöti til landsins. „Líklegt er að aukin innflutningur valdi minnkandi eftirspurn eftir íslenskum landbúnaðarafurðum, það leiðir af sér færri störf í landbúnaði og færri býli í rekstri. Með því er ekki einungis vegið að bændum heldur minnkar fæðuöryggi Íslendinga. Það þarf ekki annað að landið einangrist vegna náttúruhamfara eða ófriðar. Læknar hafa bent á að tíðni matarsýkinga í mönnum aukast með auknu magni á innfluttum vörum. Það á við um fleira en ferskt kjöt því mælingar hafa sýnt að grænmeti getur líka borið mér sér margvísleg smit“, sagði Guðrún.Katrín fór ekki tómhent heim af fundinum því hún var leyst út með fallegum íslenskum blómvendi. Hún er hér með Guðrúnu Tryggvadóttur, formanni Bændasamtaka Íslands.Forsætisráðherra, sem ávarpaði fundinn sagði að sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra og heilbrigðisráðherra hefðu sammælst um aðgerðaráætlun um sýklalyfjaofnæmi vegna hugsanlegs innflutnings á ófrosnu kjöti til landsins en málið snýst um dóm Efta dómstólsins, sem féll um frystiskyldu á kjöti og á rætur að rekja til skuldbindinga, sem íslensk stjórnvöld gengust undir árin 2005 til 2009. „Hugsunin er sú að settar og reistar verði varnir við camfilobakter og salmonellu í nýju frumvarpi ráðherrans, sem ætlað er að bregðast við dómnum. Þetta er auðvitað ný nálgun í þessu máli en ég hef ekki trú á öðru en að sú nálgun standist EES samninginn, samhliða því að geta reist raunverulegar varnir fyrir okkar stöðu, okkar einstöku stöðu þegar kemur að matvælaheilbrigði“, sagði Katrín.
Heilbrigðismál Hveragerði Landbúnaður Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira