Hæsti skýjakljúfur landsins Tómas Guðbjartsson og Ólafur Már Björnsson skrifar 6. júní 2019 07:45 Hæsti skýjakljúfur á Íslandi, Hvannadalshnjúkur. Fjallaskíðahópur frá Ferðafélagi Íslands er mættur á toppinn. Í Reykjavík eru fáir skýjakljúfar en á Öræfajökli, hæsta og stærsta eldfjalli landsins, eru nokkrir slíkir. Þar ber fyrst að nefna hæsta tind landsins, Hvannadalshnjúk, og bróður hans Sveinstind (2.044 m) en líka Vestari Hnapp (1.849 m), Rótarfellshnjúk (1.820 m) og Efri Dyrhamar (1.917 m). Þessi risar eiga allir til að stinga sér í gegnum ský sem oft vilja leggjast að Öræfajökli. Það gerðist einmitt á uppstigningardag, göngu- og fjallaskíðafólki á jöklinum til mikillar ánægju. Framan af degi sást varla ský á himni en þegar kom að öskjubrúninni færðist yfir þéttur skýjabakki sem gengið var upp úr í 2.060 m hæð, rétt neðan við hátindinn. Það var ótrúlegt sjónarspil að fylgjast með tindunum kljúfa sig hver af öðrum í gegnum skýjateppi sem smám saman þynntist og lét undan. Hvannadalshnjúkur er nefndur eftir Hvannadal, afar fáförnu dalverpi upp af Svínafellsheiði. Þaðan er frábært útsýni upp á Hnjúkinn en einnig sést vel í Hvannadalshrygg og þverhníptan Dyrhamar. Fyrstur til að ganga á Hvannadalshnjúk var Norðmaðurinn Hans Frisak í júlí 1813 og var Jón Árnason, bóndi á Fagurhólsmýri, með í ferðinni sem þótti mikið afrek. Tæpum tveimur áratugum áður hafði Sveinn Pálsson, læknir og náttúrufræðingur, gert atlögu að Öræfajökli en náði ekki tindi sem síðar var nefndur eftir honum, Sveinstindi, en hann var þá talinn hæsti tindur landsins. Það var síðan 1904 að danskir landmælingamenn mældu út Hvannadalshnjúk, og fengu töluna 2.119 m, sem var 66 m betur en Sveinstindur sem varð að sætta sig við annað sætið. Rúmri öld síðar tilkynnti Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, með viðhöfn að jökulkollurinn efst hefði lækkað um 9 m frá fyrri mælingu og síðan hefur opinber hæð Hnjúksins verið 2.010 m. Austurhlíð Hvannadalshnjúks er tilkomumest en sjálfur tindurinn er ávalur. Algengasta gönguleiðin á Hvannadalshnjúk liggur upp Sandfell og þaðan áfram svokallaða Dauðabrekku uns komið er að rótum Hnjúksins suðvestanmegin. Hnappaleið upp af Fagurhólsmýri er einnig vinsæl, enda hægt að stytta gönguna með því að aka á vel búnum jeppa upp í 700 m hæð. Þaðan er haldið í norðurátt á Hnjúkinn, meðfram hrímuðum Vestari Hnapp. Brattari leið og sprungnari liggur upp Virkisjökul, austan við Dyrhamar, og þaðan að suðurhlíðum Hnjúksins. Þessar gönguleiðir eru jafnframt frábærar fjallaskíðaleiðir, ekki síst Sandfellsleið. Til þess að ganga á Hvannadalshnjúk eða hina skýjakljúfana þarf að vera í góðu formi en Sandfellsleið er 22 km báðar leiðir og tekur gangan 14-16 tíma. Birtist í Fréttablaðinu Hornafjörður Hvannadalshnjúkur Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Sjá meira
Í Reykjavík eru fáir skýjakljúfar en á Öræfajökli, hæsta og stærsta eldfjalli landsins, eru nokkrir slíkir. Þar ber fyrst að nefna hæsta tind landsins, Hvannadalshnjúk, og bróður hans Sveinstind (2.044 m) en líka Vestari Hnapp (1.849 m), Rótarfellshnjúk (1.820 m) og Efri Dyrhamar (1.917 m). Þessi risar eiga allir til að stinga sér í gegnum ský sem oft vilja leggjast að Öræfajökli. Það gerðist einmitt á uppstigningardag, göngu- og fjallaskíðafólki á jöklinum til mikillar ánægju. Framan af degi sást varla ský á himni en þegar kom að öskjubrúninni færðist yfir þéttur skýjabakki sem gengið var upp úr í 2.060 m hæð, rétt neðan við hátindinn. Það var ótrúlegt sjónarspil að fylgjast með tindunum kljúfa sig hver af öðrum í gegnum skýjateppi sem smám saman þynntist og lét undan. Hvannadalshnjúkur er nefndur eftir Hvannadal, afar fáförnu dalverpi upp af Svínafellsheiði. Þaðan er frábært útsýni upp á Hnjúkinn en einnig sést vel í Hvannadalshrygg og þverhníptan Dyrhamar. Fyrstur til að ganga á Hvannadalshnjúk var Norðmaðurinn Hans Frisak í júlí 1813 og var Jón Árnason, bóndi á Fagurhólsmýri, með í ferðinni sem þótti mikið afrek. Tæpum tveimur áratugum áður hafði Sveinn Pálsson, læknir og náttúrufræðingur, gert atlögu að Öræfajökli en náði ekki tindi sem síðar var nefndur eftir honum, Sveinstindi, en hann var þá talinn hæsti tindur landsins. Það var síðan 1904 að danskir landmælingamenn mældu út Hvannadalshnjúk, og fengu töluna 2.119 m, sem var 66 m betur en Sveinstindur sem varð að sætta sig við annað sætið. Rúmri öld síðar tilkynnti Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, með viðhöfn að jökulkollurinn efst hefði lækkað um 9 m frá fyrri mælingu og síðan hefur opinber hæð Hnjúksins verið 2.010 m. Austurhlíð Hvannadalshnjúks er tilkomumest en sjálfur tindurinn er ávalur. Algengasta gönguleiðin á Hvannadalshnjúk liggur upp Sandfell og þaðan áfram svokallaða Dauðabrekku uns komið er að rótum Hnjúksins suðvestanmegin. Hnappaleið upp af Fagurhólsmýri er einnig vinsæl, enda hægt að stytta gönguna með því að aka á vel búnum jeppa upp í 700 m hæð. Þaðan er haldið í norðurátt á Hnjúkinn, meðfram hrímuðum Vestari Hnapp. Brattari leið og sprungnari liggur upp Virkisjökul, austan við Dyrhamar, og þaðan að suðurhlíðum Hnjúksins. Þessar gönguleiðir eru jafnframt frábærar fjallaskíðaleiðir, ekki síst Sandfellsleið. Til þess að ganga á Hvannadalshnjúk eða hina skýjakljúfana þarf að vera í góðu formi en Sandfellsleið er 22 km báðar leiðir og tekur gangan 14-16 tíma.
Birtist í Fréttablaðinu Hornafjörður Hvannadalshnjúkur Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Sjá meira