Lífið

Listamenn fjölmenna á listamessu TORG

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Myndlistarkonan Laufey Johansen til vinstri á myndinni ræðir verk sín.
Myndlistarkonan Laufey Johansen til vinstri á myndinni ræðir verk sín. aðsend
Listamessan TORG hefur staðið yfir á Korpúlfsstöðum nú um helgina og hafa yfir hundrað listamenn sýnt verk sín þar. Listamessan er stærsti sýningar- og söluvettvangur íslenskrar myndlistar til þessa og mættu rúmlega fjögur þúsund manns á viðburðinn um helgina.

Opið verður til klukkan 19 í kvöld en listamennirnir sem taka þátt í messunni eru á staðnum og því kjörið tækifæri að kynnast listamönnum og verkum þeirra.

List rædd af áhuga.aðsend
Jelena Antic (t.v.) ræðir verk sínaðsend
Ungur myndlistarunnandi virðir fyrir sér verk Helga Þórssonaraðsend
Arnþrúður Karlsdóttir, Lilý Erla Adamsdóttir og Þorgerður Hlöðversdóttir listamennaðsend





Fleiri fréttir

Sjá meira


×