Rafræn ökuskírteini: Jákvæð fyrir öllu sem auðveldar stjórnsýsluna Birgir Olgeirsson skrifar 6. október 2019 23:30 Jónas Birgir Jónasson, lögfræðingur hjá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Norðmenn eru fyrsta ríki Evrópu til að bjóða upp á rafræn ökuskírteini í síma. 670 þúsund Norðmenn sóttu sér ökuskírteini í síma á fyrsta deginum en hér á Íslandi fylgjast stjórnvöld með. Það er hvimleitt að vera ekki með ökuskírteini á sér þegar lögregla stöðvar mann við hefðbundið eftirlit, en sekt við slíku nemur 10 þúsund krónum. Í Noregi þurfa ökumenn ekki að hafa áhyggjur af slíku því þeir geta nú sýnt lögreglu ökuskírteinið sitt í símanum. Til að fá ökuskírteini í símann í Noregi þarf að hala niður appi og skrá sig inn með rafrænum skilríkjum. Um leið birtast allar upplýsingar um þau ökuréttindi sem viðkomandi hefur. Norðmenn geta þó bara framvísað ökuskírteini í gegnum símann í Noregi. Ekki er hægt að nota forritið sem ökuskírteini á ferðum erlendis og ráðlagt að hafa gamla ökuskírteinið með í för. Í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna hafa slík öpp verið í notkun í einhvern tíma.Jákvætt fyrir öllu sem auðveldar stjórnsýslu Jónas Birgir Jónasson, lögfræðingur hjá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, segir ekki hafa verið tekna ákvörðun um að gefa út rafræn ökuskírteini hér á landi. „En ráðuneytið er mjög jákvætt fyrir öllu sem auðveldar stjórnsýsluna og rafrænum og stafrænum lausnum í stjórnsýslunni. Við höfum kannski frekar verið að fylgjast með núna, því sem hefur verið að gerast í Noregi.“ Reglur á Íslandi eru byggðar á Evrópureglugerð þar sem kveðið er á um ökuskírteini í plastformi. Hins vegar þróar ráðuneytið nú stafræna umsókn um ökuskírteini. „Þá þarf fólk að skila inn umsóknum á pappír og það þarf að festa við ljósmynd á ljósmyndapappír við umsóknina. Verið er að kanna hvort að einfalda megi þetta ferli og gera það stafrænt.“ Noregur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Samgöngustofa fylgist spennt með notkun rafrænna ökuskírteina í Noregi Um 670 þúsund Norðmenn sóttu sér rafrænt ökuskírteini í símann sinn fyrsta sólarhringinn eftir að þjónustunni var hleypt af stokkunum síðastliðinn þriðjudag. 3. október 2019 06:00 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Fleiri fréttir Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Sjá meira
Norðmenn eru fyrsta ríki Evrópu til að bjóða upp á rafræn ökuskírteini í síma. 670 þúsund Norðmenn sóttu sér ökuskírteini í síma á fyrsta deginum en hér á Íslandi fylgjast stjórnvöld með. Það er hvimleitt að vera ekki með ökuskírteini á sér þegar lögregla stöðvar mann við hefðbundið eftirlit, en sekt við slíku nemur 10 þúsund krónum. Í Noregi þurfa ökumenn ekki að hafa áhyggjur af slíku því þeir geta nú sýnt lögreglu ökuskírteinið sitt í símanum. Til að fá ökuskírteini í símann í Noregi þarf að hala niður appi og skrá sig inn með rafrænum skilríkjum. Um leið birtast allar upplýsingar um þau ökuréttindi sem viðkomandi hefur. Norðmenn geta þó bara framvísað ökuskírteini í gegnum símann í Noregi. Ekki er hægt að nota forritið sem ökuskírteini á ferðum erlendis og ráðlagt að hafa gamla ökuskírteinið með í för. Í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna hafa slík öpp verið í notkun í einhvern tíma.Jákvætt fyrir öllu sem auðveldar stjórnsýslu Jónas Birgir Jónasson, lögfræðingur hjá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, segir ekki hafa verið tekna ákvörðun um að gefa út rafræn ökuskírteini hér á landi. „En ráðuneytið er mjög jákvætt fyrir öllu sem auðveldar stjórnsýsluna og rafrænum og stafrænum lausnum í stjórnsýslunni. Við höfum kannski frekar verið að fylgjast með núna, því sem hefur verið að gerast í Noregi.“ Reglur á Íslandi eru byggðar á Evrópureglugerð þar sem kveðið er á um ökuskírteini í plastformi. Hins vegar þróar ráðuneytið nú stafræna umsókn um ökuskírteini. „Þá þarf fólk að skila inn umsóknum á pappír og það þarf að festa við ljósmynd á ljósmyndapappír við umsóknina. Verið er að kanna hvort að einfalda megi þetta ferli og gera það stafrænt.“
Noregur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Samgöngustofa fylgist spennt með notkun rafrænna ökuskírteina í Noregi Um 670 þúsund Norðmenn sóttu sér rafrænt ökuskírteini í símann sinn fyrsta sólarhringinn eftir að þjónustunni var hleypt af stokkunum síðastliðinn þriðjudag. 3. október 2019 06:00 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Fleiri fréttir Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Sjá meira
Samgöngustofa fylgist spennt með notkun rafrænna ökuskírteina í Noregi Um 670 þúsund Norðmenn sóttu sér rafrænt ökuskírteini í símann sinn fyrsta sólarhringinn eftir að þjónustunni var hleypt af stokkunum síðastliðinn þriðjudag. 3. október 2019 06:00