Litla föndurhornið: Harry Potter sprotageymsla Kristbjörg Ólafsdóttir skrifar 25. nóvember 2019 13:30 Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. Mynd/Vísir Jæja, best að viðurkenna það strax, vera hreinskilin, hætta feluleiknum. Ég elska Harry Potter. Þessi töfra heimur hefur allt. Smá rómantík, spennu, ótrúlega fyndin og auðvitað sigrar það góða. Og það sakar ekki að höfundurinn er eiginlega að upplifa drauminn, þegar hún byrjaði að skrifa var hún það fátæk að hún sat á kaffihúsum til að hafa ljós og núna er hún önnur ríkasta kona Bretlands. Jæja, að föndrinu. Ég á nokkra Harry Potter sprota og eins og allir stoltir sprotaeigendur þá vill maður sýna þá. Ég flakkaði dálítið um netið, fann þessa hugmynd og hugsaði „Ég get gert þetta, og án þess að það þurfa að eyða krónu.“ Ég átti spónaplötu, rautt flauelefni og nokkrar spýtur sem eru venjulega notaðar til að hræra upp í málingu.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirMálningarspýturnar voru með smá texta sem ég pússaði af. Tvær af þeim pössuðu á hliðarnar en ég varð að skeyta saman fjórum spýtum að ofan og neðan og fyrir spýtuna sem liggur lárétt.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirÞegar ég var búin að mæla og saga til þær spýtur sem ég þurfti að saga til þá bæsaði ég þær. Ég límdi efnið á spónarplötuna með Jötungripi. Ég vildi hafa smá skilti fyrir miðju á þverspýtunni og ég átti þessi litlu viðarskilti. Ég málaði ytri brúnina með gyltri málingu. Fór svo á Google, fann Hogwarts táknið og prentaði það út í nokkrum stærðum þar sem ég var ekki viss hvaða stærð myndi passa.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg braut stöngina af litla skiltinu, fann réttu stærðina af Hogwarts merkinu, klippti það út og notaði Mod podge til að festa Hogwarts táknið á skiltið. Svo sótti ég trélímið og festi Hogwarts skiltið á þverspýtuna.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirTil að koma í veg fyrir að sprotarnir myndu falla (fyrir mér) þá límdi ég nokkra litla trékubba aftan á þverspýtuna.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirNúna var komið að því að setja allt saman. Ég boraði hliðarnar á spónaplötuna, og festi hanka aftan á. Þessir hankar koma með mjög litlum nöglum, og þá meina ég mjög litlum, en til að koma í veg fyrir að ég myndi lemja á puttana á mér þá notaði ég flísatöng til að halda með á meðan þeir voru að festast. Svo festi ég þverspýtuna með trélími.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg var ekki alveg viss um hvernig ég gæti falið samskeytin en ég ákvað að nota þunnt reipi sem ég festi á brúnirnar með límbyssunni.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirSvo var bara að hengja upp, dást að þeim sprotum sem ég á og ákveða hvaða sproti verður næst fyrir valinu. Lokaútkomuna má sjá hér fyrir neðan. Mynd/Kristbjörg Ólafsdóttir Föndur Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Að færa texta yfir á við Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 13. nóvember 2019 16:15 Litla föndurhornið: Vetrarútlit Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 18. nóvember 2019 08:00 Litla föndurhornið: Niðurtalning Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 4. nóvember 2019 09:30 Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira
Jæja, best að viðurkenna það strax, vera hreinskilin, hætta feluleiknum. Ég elska Harry Potter. Þessi töfra heimur hefur allt. Smá rómantík, spennu, ótrúlega fyndin og auðvitað sigrar það góða. Og það sakar ekki að höfundurinn er eiginlega að upplifa drauminn, þegar hún byrjaði að skrifa var hún það fátæk að hún sat á kaffihúsum til að hafa ljós og núna er hún önnur ríkasta kona Bretlands. Jæja, að föndrinu. Ég á nokkra Harry Potter sprota og eins og allir stoltir sprotaeigendur þá vill maður sýna þá. Ég flakkaði dálítið um netið, fann þessa hugmynd og hugsaði „Ég get gert þetta, og án þess að það þurfa að eyða krónu.“ Ég átti spónaplötu, rautt flauelefni og nokkrar spýtur sem eru venjulega notaðar til að hræra upp í málingu.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirMálningarspýturnar voru með smá texta sem ég pússaði af. Tvær af þeim pössuðu á hliðarnar en ég varð að skeyta saman fjórum spýtum að ofan og neðan og fyrir spýtuna sem liggur lárétt.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirÞegar ég var búin að mæla og saga til þær spýtur sem ég þurfti að saga til þá bæsaði ég þær. Ég límdi efnið á spónarplötuna með Jötungripi. Ég vildi hafa smá skilti fyrir miðju á þverspýtunni og ég átti þessi litlu viðarskilti. Ég málaði ytri brúnina með gyltri málingu. Fór svo á Google, fann Hogwarts táknið og prentaði það út í nokkrum stærðum þar sem ég var ekki viss hvaða stærð myndi passa.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg braut stöngina af litla skiltinu, fann réttu stærðina af Hogwarts merkinu, klippti það út og notaði Mod podge til að festa Hogwarts táknið á skiltið. Svo sótti ég trélímið og festi Hogwarts skiltið á þverspýtuna.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirTil að koma í veg fyrir að sprotarnir myndu falla (fyrir mér) þá límdi ég nokkra litla trékubba aftan á þverspýtuna.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirNúna var komið að því að setja allt saman. Ég boraði hliðarnar á spónaplötuna, og festi hanka aftan á. Þessir hankar koma með mjög litlum nöglum, og þá meina ég mjög litlum, en til að koma í veg fyrir að ég myndi lemja á puttana á mér þá notaði ég flísatöng til að halda með á meðan þeir voru að festast. Svo festi ég þverspýtuna með trélími.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg var ekki alveg viss um hvernig ég gæti falið samskeytin en ég ákvað að nota þunnt reipi sem ég festi á brúnirnar með límbyssunni.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirSvo var bara að hengja upp, dást að þeim sprotum sem ég á og ákveða hvaða sproti verður næst fyrir valinu. Lokaútkomuna má sjá hér fyrir neðan. Mynd/Kristbjörg Ólafsdóttir
Föndur Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Að færa texta yfir á við Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 13. nóvember 2019 16:15 Litla föndurhornið: Vetrarútlit Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 18. nóvember 2019 08:00 Litla föndurhornið: Niðurtalning Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 4. nóvember 2019 09:30 Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira
Litla föndurhornið: Að færa texta yfir á við Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 13. nóvember 2019 16:15
Litla föndurhornið: Vetrarútlit Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 18. nóvember 2019 08:00
Litla föndurhornið: Niðurtalning Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 4. nóvember 2019 09:30