Handrit nýjustu Stjörnustríðsmyndarinnar endaði á eBay vegna kæruleysis leikara Birgir Olgeirsson skrifar 25. nóvember 2019 18:44 J.J. Abrams er leikstjóri myndarinnar. Vísir/Getty Nýjasta Stjörnustríðs-myndin er ekki væntanleg í kvikmyndahús fyrr en 20. desember en nú þegar hafa nokkrir aðdáendur fengið að vita hvernig myndin endar. Eða svo vill leikstjóri myndarinnar meina. Myndin er framleidd af fyrirtækinu Lucasfilm sem er í eigu afþreyingarrisans Disney. Þar á bæ er komið fram við kvikmyndahandrit líkt og hernaðarleyndarmál. Ýmsum kúnstum er beitt, starfsmenn á tökustað skrifa undir allskonar trúnaðaryfirlýsingar og þá fá leikarar í mörgum tilfellum aðeins að lesa þær blaðsíður handrita sem varða þeirra karaktera. Næsta Stjörnustríðsmynd er sú níunda í röðinni en hún ber heitið Star Wars: The Rise of Skywalker. Leikstjóri hennar er J.J. Abrams en hann leikstýrði sjöundu Stjörnustríðsmyndinni sem heitir Force Awakens. Hún var sú fyrsta í þríleiknum sem endar með þeirri mynd sem er væntanleg í kvikmyndahús. Abrams upplýsti í þættinum Good Morning America að handrit The Rise of Skywalker hefði verið boðið upp á vefnum eBay. Árvökull starfsmaður Disney kom auga á handritið þegar það var til sölu og náði að komast yfir það áður en það var selt. Sagði leikstjórinn að einn af leikurum myndarinnar, sem hann vildi ekki nefna á nafn, hefði komið handritinu fyrir undir rúmi og gleymt því þar. Sá sem sá um að þrífa hótelherbergið fann handritið og þannig hafi það endað á eBay. Abrams upplýsti einnig að kalla þurfti leikara myndarinnar út til að taka nokkur atriði upp aftur. Var síðasti tökudagur á sunnudag. Disney Star Wars Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Nýjasta Stjörnustríðs-myndin er ekki væntanleg í kvikmyndahús fyrr en 20. desember en nú þegar hafa nokkrir aðdáendur fengið að vita hvernig myndin endar. Eða svo vill leikstjóri myndarinnar meina. Myndin er framleidd af fyrirtækinu Lucasfilm sem er í eigu afþreyingarrisans Disney. Þar á bæ er komið fram við kvikmyndahandrit líkt og hernaðarleyndarmál. Ýmsum kúnstum er beitt, starfsmenn á tökustað skrifa undir allskonar trúnaðaryfirlýsingar og þá fá leikarar í mörgum tilfellum aðeins að lesa þær blaðsíður handrita sem varða þeirra karaktera. Næsta Stjörnustríðsmynd er sú níunda í röðinni en hún ber heitið Star Wars: The Rise of Skywalker. Leikstjóri hennar er J.J. Abrams en hann leikstýrði sjöundu Stjörnustríðsmyndinni sem heitir Force Awakens. Hún var sú fyrsta í þríleiknum sem endar með þeirri mynd sem er væntanleg í kvikmyndahús. Abrams upplýsti í þættinum Good Morning America að handrit The Rise of Skywalker hefði verið boðið upp á vefnum eBay. Árvökull starfsmaður Disney kom auga á handritið þegar það var til sölu og náði að komast yfir það áður en það var selt. Sagði leikstjórinn að einn af leikurum myndarinnar, sem hann vildi ekki nefna á nafn, hefði komið handritinu fyrir undir rúmi og gleymt því þar. Sá sem sá um að þrífa hótelherbergið fann handritið og þannig hafi það endað á eBay. Abrams upplýsti einnig að kalla þurfti leikara myndarinnar út til að taka nokkur atriði upp aftur. Var síðasti tökudagur á sunnudag.
Disney Star Wars Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira