Mesta áfallið í sögu brasilíska fótboltans varð á þessum degi fyrir 69 árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júlí 2019 22:30 Alcides Ghiggia þaggar niður í tvö hundruð þúsund Brössum þegar hann tryggir Úrúgvæ sigur á Brasilíu á Maracana leikvanginum. Getty/Popperfoto 16. júlí 1950 var svo slæmur dagur fyrir brasilíska fótboltann að hann fékk sitt eigið nafn. Það nafn er Maracanazo. Liðið sem átti að færa Brössum fyrsta heimsmeistaratitilinn féll á prófinu og brasilíska þjóðin fór næstum því á taugum. Í stað þess að verða heimsmeistarar í fyrsta sinn á þessum degi árið 1950 töpuðu Brasilíumenn mjög óvænt fyrir Úrúgvæ í úrslitaleiknum. Þetta var reyndar ekki formlegur úrslitaleikur því heimsmeistaratitilinn vannst þarna í fjögurra liða úrslitariðli. Brasilíumönnum nægði jafntefli í síðasta leiknum og komust í 1-0. Úrúgvæ náði að jafna metin í 1-1 og skoraði síðan sigurmarkið í lokin.#OnThisDay in the #Brazil1950#Uruguay beat the hosts 2-1 in the final game thanks to this goal from Alcides Ghiggia, the legendary #Maracanazo! Is this the greatest schock in #WorldCup history? Which other big schocks do you remember?pic.twitter.com/KgqGYrJ1Ms — FIFA WorldCup Trivia (@Trivia_WorldCup) July 16, 2019Alcides Ghiggia skoraði sigurmarkið ellefu mínútum fyrir leikslok og tryggði Úrúgvæ heimsmeistaratitilinn. Hann var enn fremur síðasti eftirlifandi leikmaðurinn úr þessum leik. Alcides Ghiggia lést fyrir nákvæmlega fjórum árum eða á sama mánaðardegi og hann skoraði sigurmarkið. Brasilíumenn troðfylltu Maracana leikvanginn í Ríó de Janeiro en talið að um tvö hundruð þúsund manns hafi mætt á leikinn. Brasilíumenn unnu tvo fyrstu leiki úrslitariðilsins á móti Spáni og Svíþjóð með markatölunni 13-2 og allir sem mættu á völlinn voru komnir til að upplifa mikla sigurveislu og sögulega stund. Þegar var flautað var til leiksloka var nánast þögn á vellinum þrátt fyrir að þar væru tvö hundruð þúsund manns. Aðeins heyrðust siguróp leikmanna Úrúgvæ. Það var búið að búa til verðlaunapeningana og semja nýtt sigurlag. Peningarnir sáust aldrei aftur og lagið var aldrei spilað. Sumir fjölmiðlar í Brasilíu neituðu hreinlega að sætta sig við að leikurinn hefði tapast og einhverjir áhorfendur eru sagðir hafa framið sjálfsmorð með því að hoppa fram af leikvanginum. Fjórir lykilmenn brasilíska landsliðsins, Augusto, Juvenal, Bigode og Chico spiluðu aldrei fyrir Brasilíu aftur og flestir leikmenn liðsins fóru í felur eftir leikinn. Brasilía vann fyrsta heimsmeistaratitilinn sinn átta árum síðar en þá var komið fram sautján ára undrabarn að nafni Pele. Brasilía vann líka heimsmeistaramótin 1962, 1970, 1994 og 2002."A #WorldCup game is more than a football match, it's part of the identity of our society" #OnThisDay, @Uruguay won the 1950 World Cup in Brazil - a game forever known as 'the Maracanazo' Get a history lesson from @DiegoLugano, who discusses his favourite World Cup pic.twitter.com/nyXSaDUVLy — FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) July 16, 2019 Brasilía Einu sinni var... HM 2018 í Rússlandi HM 2022 í Katar Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Fleiri fréttir Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Sjá meira
16. júlí 1950 var svo slæmur dagur fyrir brasilíska fótboltann að hann fékk sitt eigið nafn. Það nafn er Maracanazo. Liðið sem átti að færa Brössum fyrsta heimsmeistaratitilinn féll á prófinu og brasilíska þjóðin fór næstum því á taugum. Í stað þess að verða heimsmeistarar í fyrsta sinn á þessum degi árið 1950 töpuðu Brasilíumenn mjög óvænt fyrir Úrúgvæ í úrslitaleiknum. Þetta var reyndar ekki formlegur úrslitaleikur því heimsmeistaratitilinn vannst þarna í fjögurra liða úrslitariðli. Brasilíumönnum nægði jafntefli í síðasta leiknum og komust í 1-0. Úrúgvæ náði að jafna metin í 1-1 og skoraði síðan sigurmarkið í lokin.#OnThisDay in the #Brazil1950#Uruguay beat the hosts 2-1 in the final game thanks to this goal from Alcides Ghiggia, the legendary #Maracanazo! Is this the greatest schock in #WorldCup history? Which other big schocks do you remember?pic.twitter.com/KgqGYrJ1Ms — FIFA WorldCup Trivia (@Trivia_WorldCup) July 16, 2019Alcides Ghiggia skoraði sigurmarkið ellefu mínútum fyrir leikslok og tryggði Úrúgvæ heimsmeistaratitilinn. Hann var enn fremur síðasti eftirlifandi leikmaðurinn úr þessum leik. Alcides Ghiggia lést fyrir nákvæmlega fjórum árum eða á sama mánaðardegi og hann skoraði sigurmarkið. Brasilíumenn troðfylltu Maracana leikvanginn í Ríó de Janeiro en talið að um tvö hundruð þúsund manns hafi mætt á leikinn. Brasilíumenn unnu tvo fyrstu leiki úrslitariðilsins á móti Spáni og Svíþjóð með markatölunni 13-2 og allir sem mættu á völlinn voru komnir til að upplifa mikla sigurveislu og sögulega stund. Þegar var flautað var til leiksloka var nánast þögn á vellinum þrátt fyrir að þar væru tvö hundruð þúsund manns. Aðeins heyrðust siguróp leikmanna Úrúgvæ. Það var búið að búa til verðlaunapeningana og semja nýtt sigurlag. Peningarnir sáust aldrei aftur og lagið var aldrei spilað. Sumir fjölmiðlar í Brasilíu neituðu hreinlega að sætta sig við að leikurinn hefði tapast og einhverjir áhorfendur eru sagðir hafa framið sjálfsmorð með því að hoppa fram af leikvanginum. Fjórir lykilmenn brasilíska landsliðsins, Augusto, Juvenal, Bigode og Chico spiluðu aldrei fyrir Brasilíu aftur og flestir leikmenn liðsins fóru í felur eftir leikinn. Brasilía vann fyrsta heimsmeistaratitilinn sinn átta árum síðar en þá var komið fram sautján ára undrabarn að nafni Pele. Brasilía vann líka heimsmeistaramótin 1962, 1970, 1994 og 2002."A #WorldCup game is more than a football match, it's part of the identity of our society" #OnThisDay, @Uruguay won the 1950 World Cup in Brazil - a game forever known as 'the Maracanazo' Get a history lesson from @DiegoLugano, who discusses his favourite World Cup pic.twitter.com/nyXSaDUVLy — FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) July 16, 2019
Brasilía Einu sinni var... HM 2018 í Rússlandi HM 2022 í Katar Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Fleiri fréttir Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Sjá meira