Vegagerðin ekki tilbúin að hefja breikkun á Kjalarnesi Kristján Már Unnarsson skrifar 1. febrúar 2019 20:00 Frá Vesturlandsvegi um Kjalarnes í dag. Stöð 2/Einar Árnason. Breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes hefur verið frestað þar sem Vegagerðin telur sig þurfa lengri tíma til hönnunar og viðræðna við landeigendur. Vegagerðarmenn vonast þó til að framkvæmdir hefjist á næsta ári og að 2+1 vegur með þremur nýjum hringtorgum verði tilbúinn árið 2022. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Þessum vegarkafla Vesturlandsvegar um Kjalarnes lýsti vegamálastjóri í fyrra sem hættulegum og sagði brýnt að skilja að akstursstefnur. Tvö banaslys urðu á síðasta ári og háværar kröfur hafa verið um endurbætur. Það kemur því flatt upp á marga þegar samgöngunefnd Alþingis leggur það til að fjárveiting næstu tveggja ára verði skorin niður með þeirri skýringu að verkhönnun og samningum við landeigendur sé ólokið. Jónas Snæbjörnsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar, segir þetta: „Við erum bara því miður ekki komin lengra með þetta mál. Það er ekki af því að það séu komin upp nein sérstök vandamál. En við erum bara ekki komin nógu langt með þetta, það er tilfellið.“ -Er það þá hönnunin? „Það er hönnunin, endanleg hönnun. Því við fengum þarna endanlegt deiliskipulag núna síðastliðið sumar, og endaleg hönnun og þar með viðræður við landeigendur um hvernig þetta nákvæmlega verður, þær eru ekki komnar á fullt,“ svarar Jónas. Jónas Snæbjörnsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar.Stöð 2/Einar Árnason.Fjárveiting upp á einn milljarð króna næstu tvö ár lækkar niður í 400 milljónir og færist að hluta í Grindavíkurveg til að mæta hækkun kostnaðar þar úr 500 í 700 milljónir króna. Umferðin um Kjalarnes nemur að jafnaði um níu þúsund bílum á sólarhring en Vegagerðin áætlar að endurbætur þar kosti 3,2 milljarða króna. Þar verður þó ekki farið í 2+2 veg. „Við erum ennþá að tala um 2+1 veg á þessum kafla.“ Og það verða engin mislæg gatnamót. „Við gerum ráð fyrir hringtorgum við bæði Hvalfjarðarveginn og við Grundarhverfið, og jafnvel þarna við Móa eða þar um kring.“ Breytingartillaga þingnefndarinnar miðar núna við að meginþunginn í framkvæmdum á Kjalarnesi verði á árinu 2021 en þær hefjist á næsta ári. „Þetta eru níu kílómetrar sem verið er að tala um, frá Móum og að Hvalfjarðargöngum. Það á sem sagt að klárast allt saman á árinu 2022,“ segir Jónas. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Samgöngur Tengdar fréttir Segir brýnt að bæta veginn um Kjalarnes Vegamálastjóri segir þjóðveginn um Kjalarnes hættulegan og brýnt sé að skilja að akstursstefnur. Úrbætur á veginum eru meðal þeirra sem lenda í niðurskurði samgönguáætlunar. 4. janúar 2018 20:00 Þolinmæði íbúa vegna Vesturlandsvegar á þrotum Íbúar á Vesturlandi kröfðust úrbóta á Vesturlandsvegi um Kjarlarnes á íbúafundi um samgöngumál á Akranesi í kvöld. Ráðherra segist hafa skilning á kröfum íbúanna. 24. janúar 2018 22:30 Annað banaslysið á svipuðum stað á fimm mánuðum Átta látnir í umferðarslysum það sem af er ári 5. júní 2018 18:30 Öryggi Vesturlandsvegar um Kjalarnes ekki gott Viðmið um dýpt hjólfara voru hækkuð úr 35mm í 50mm í kjölfar efnahagshrunsins 2009, svo ekki þyrfti að fara í viðhaldsframkvæmdir. Þess viðmið hafa ekki verið lækkuð aftur. 6. júní 2018 18:30 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes hefur verið frestað þar sem Vegagerðin telur sig þurfa lengri tíma til hönnunar og viðræðna við landeigendur. Vegagerðarmenn vonast þó til að framkvæmdir hefjist á næsta ári og að 2+1 vegur með þremur nýjum hringtorgum verði tilbúinn árið 2022. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Þessum vegarkafla Vesturlandsvegar um Kjalarnes lýsti vegamálastjóri í fyrra sem hættulegum og sagði brýnt að skilja að akstursstefnur. Tvö banaslys urðu á síðasta ári og háværar kröfur hafa verið um endurbætur. Það kemur því flatt upp á marga þegar samgöngunefnd Alþingis leggur það til að fjárveiting næstu tveggja ára verði skorin niður með þeirri skýringu að verkhönnun og samningum við landeigendur sé ólokið. Jónas Snæbjörnsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar, segir þetta: „Við erum bara því miður ekki komin lengra með þetta mál. Það er ekki af því að það séu komin upp nein sérstök vandamál. En við erum bara ekki komin nógu langt með þetta, það er tilfellið.“ -Er það þá hönnunin? „Það er hönnunin, endanleg hönnun. Því við fengum þarna endanlegt deiliskipulag núna síðastliðið sumar, og endaleg hönnun og þar með viðræður við landeigendur um hvernig þetta nákvæmlega verður, þær eru ekki komnar á fullt,“ svarar Jónas. Jónas Snæbjörnsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar.Stöð 2/Einar Árnason.Fjárveiting upp á einn milljarð króna næstu tvö ár lækkar niður í 400 milljónir og færist að hluta í Grindavíkurveg til að mæta hækkun kostnaðar þar úr 500 í 700 milljónir króna. Umferðin um Kjalarnes nemur að jafnaði um níu þúsund bílum á sólarhring en Vegagerðin áætlar að endurbætur þar kosti 3,2 milljarða króna. Þar verður þó ekki farið í 2+2 veg. „Við erum ennþá að tala um 2+1 veg á þessum kafla.“ Og það verða engin mislæg gatnamót. „Við gerum ráð fyrir hringtorgum við bæði Hvalfjarðarveginn og við Grundarhverfið, og jafnvel þarna við Móa eða þar um kring.“ Breytingartillaga þingnefndarinnar miðar núna við að meginþunginn í framkvæmdum á Kjalarnesi verði á árinu 2021 en þær hefjist á næsta ári. „Þetta eru níu kílómetrar sem verið er að tala um, frá Móum og að Hvalfjarðargöngum. Það á sem sagt að klárast allt saman á árinu 2022,“ segir Jónas. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Samgöngur Tengdar fréttir Segir brýnt að bæta veginn um Kjalarnes Vegamálastjóri segir þjóðveginn um Kjalarnes hættulegan og brýnt sé að skilja að akstursstefnur. Úrbætur á veginum eru meðal þeirra sem lenda í niðurskurði samgönguáætlunar. 4. janúar 2018 20:00 Þolinmæði íbúa vegna Vesturlandsvegar á þrotum Íbúar á Vesturlandi kröfðust úrbóta á Vesturlandsvegi um Kjarlarnes á íbúafundi um samgöngumál á Akranesi í kvöld. Ráðherra segist hafa skilning á kröfum íbúanna. 24. janúar 2018 22:30 Annað banaslysið á svipuðum stað á fimm mánuðum Átta látnir í umferðarslysum það sem af er ári 5. júní 2018 18:30 Öryggi Vesturlandsvegar um Kjalarnes ekki gott Viðmið um dýpt hjólfara voru hækkuð úr 35mm í 50mm í kjölfar efnahagshrunsins 2009, svo ekki þyrfti að fara í viðhaldsframkvæmdir. Þess viðmið hafa ekki verið lækkuð aftur. 6. júní 2018 18:30 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Segir brýnt að bæta veginn um Kjalarnes Vegamálastjóri segir þjóðveginn um Kjalarnes hættulegan og brýnt sé að skilja að akstursstefnur. Úrbætur á veginum eru meðal þeirra sem lenda í niðurskurði samgönguáætlunar. 4. janúar 2018 20:00
Þolinmæði íbúa vegna Vesturlandsvegar á þrotum Íbúar á Vesturlandi kröfðust úrbóta á Vesturlandsvegi um Kjarlarnes á íbúafundi um samgöngumál á Akranesi í kvöld. Ráðherra segist hafa skilning á kröfum íbúanna. 24. janúar 2018 22:30
Annað banaslysið á svipuðum stað á fimm mánuðum Átta látnir í umferðarslysum það sem af er ári 5. júní 2018 18:30
Öryggi Vesturlandsvegar um Kjalarnes ekki gott Viðmið um dýpt hjólfara voru hækkuð úr 35mm í 50mm í kjölfar efnahagshrunsins 2009, svo ekki þyrfti að fara í viðhaldsframkvæmdir. Þess viðmið hafa ekki verið lækkuð aftur. 6. júní 2018 18:30