Framkvæmdir við nýja skíðalyftu komnar á fullt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. ágúst 2019 21:22 Framkvæmdir við gerð nýrrar stólalyftu á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli við Akureyri eru komnar á fullt. Allt kapp er lagt á að lyftan verði komin í gagnið í tæka tíð fyrir skíðavertíðina í vetur. Þessa dagana má heyra ýmisleg iðnaðarhljóð úr hlíðum Hlíðarfjalls á Akureyri. Iðnaðarmenn, gröfur og steypubílar hafa komið saman í rúmlega þúsund metra hæð í fjallinu þar sem unnið er að því að reisa nýja stólalyftu. Upphafspunktur nýju stólalyftunnar verður rétt fyrir neðan þar sem Fjarkinn, núverandi stólalyfta, endar. Hin nýja lyfta verður um kílómetri að lengd.„Hún er að fara upp í 1020 metra hæð og byrjar hérna í 600 og eitthvað metrum. Þetta er talsverð hækkun. Um helmingi meiri hækkun en er á Fjarkanum,“ segir Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður Hlíðarfjalls.Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins.Nýja stólalyftan mun auka afkastagetu svæðisins og gera efsta hluta þess mun aðgengilegri en áður. „Þetta stækkar svæðið mun meira og það verða fjölbreyttari skíðaleiðir, sérstaklega efst uppi,“ segir Guðmundur og bætir við að það verði allt annað að komast upp en áður. Upphaflega átti stólalyftan að komast í gagnið síðasta vetur en deilur við verktaka frestuðu verkinu. Nú er búið að leysa úr þeim en veðrið hefur tekið við sem helsti farartálminn. „Maður veit aldrei, á þessum árstíma getur komið kafaldsbylur í október og þá er þetta allt búið,“ segir forstöðumaðurinn sem er kominn í þá skrýtnu stöðu að vona að ekki snjói of mikið á skíðasvæðinu fram af vetri svo hægt sé að klára framkvæmdir í tæka tíð fyrir skíðavertíðina. „Maður er í sérstakri stöðu, maður vill fá snjó en ekki strax en svo vill maður fá mikinn snjó seinna. Þetta er smá púsluspil,“ segir Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli við Akureyri.Fjarkinn er ein af skíðalyftunum í fjallinu. Akureyri Skíðasvæði Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Sjá meira
Framkvæmdir við gerð nýrrar stólalyftu á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli við Akureyri eru komnar á fullt. Allt kapp er lagt á að lyftan verði komin í gagnið í tæka tíð fyrir skíðavertíðina í vetur. Þessa dagana má heyra ýmisleg iðnaðarhljóð úr hlíðum Hlíðarfjalls á Akureyri. Iðnaðarmenn, gröfur og steypubílar hafa komið saman í rúmlega þúsund metra hæð í fjallinu þar sem unnið er að því að reisa nýja stólalyftu. Upphafspunktur nýju stólalyftunnar verður rétt fyrir neðan þar sem Fjarkinn, núverandi stólalyfta, endar. Hin nýja lyfta verður um kílómetri að lengd.„Hún er að fara upp í 1020 metra hæð og byrjar hérna í 600 og eitthvað metrum. Þetta er talsverð hækkun. Um helmingi meiri hækkun en er á Fjarkanum,“ segir Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður Hlíðarfjalls.Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins.Nýja stólalyftan mun auka afkastagetu svæðisins og gera efsta hluta þess mun aðgengilegri en áður. „Þetta stækkar svæðið mun meira og það verða fjölbreyttari skíðaleiðir, sérstaklega efst uppi,“ segir Guðmundur og bætir við að það verði allt annað að komast upp en áður. Upphaflega átti stólalyftan að komast í gagnið síðasta vetur en deilur við verktaka frestuðu verkinu. Nú er búið að leysa úr þeim en veðrið hefur tekið við sem helsti farartálminn. „Maður veit aldrei, á þessum árstíma getur komið kafaldsbylur í október og þá er þetta allt búið,“ segir forstöðumaðurinn sem er kominn í þá skrýtnu stöðu að vona að ekki snjói of mikið á skíðasvæðinu fram af vetri svo hægt sé að klára framkvæmdir í tæka tíð fyrir skíðavertíðina. „Maður er í sérstakri stöðu, maður vill fá snjó en ekki strax en svo vill maður fá mikinn snjó seinna. Þetta er smá púsluspil,“ segir Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli við Akureyri.Fjarkinn er ein af skíðalyftunum í fjallinu.
Akureyri Skíðasvæði Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Sjá meira