Undraáhrif svarta kattarins í NFL-deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2019 12:00 Svarti kötturinn sem birtist í miðjum NFL-leik. Getty/Emilee Chinn Svartur köttur hefur aldrei þótt boða gott og þróun mála í NFL-deildinni í ameríska fótboltanum hefur heldur betur ýtt undir þá goðsögn. Svartur köttur birtist óvænt á miðjum vellinum í Mánudagsleik NFL-deildarinnar fyrir nokkrum vikum en þar áttust við Dallas Cowboys og New York Giants á MetLife leikvanginum. Leikurinn var eini leikur kvöldsins og var á svokölluðum „Prime Time“. Innkoma svarta kattarins vakti því mikla athygli. New York Giants liðið var þá yfir í leiknum en allt gekk á afturfótunum eftir innkomu svarta kattarins og Dallas vann leikinn örugglega 37-18. Darren Rovell benti á það á Twitter að undraáhrif svarta kattarins næðu ekki aðeins til leikmanna New York Giants. Það er nefnilega magnaða að skoða gengi „kattarliðanna“ svokölluð í NFL-deildinni frá þessum atburði í byrjun nóvembermánaðar.Since the Black Cat appeared on Monday Night Football, Cat nicknamed teams are 1-14: Lions (0-4), Panthers (0-4), Jaguars (0-3) and Bengals (1-3) pic.twitter.com/Kvnf9yS6Jo — Darren Rovell (@darrenrovell) December 1, 2019New York Giants liðið tapaði ekki aðeins þessum leik á móti Dallas heldur hefur liðið tapað öllum leikjum sínum síðan. En Risarnir eru ekki þeir einu sem hafa mátt glíma við örlög svarta kattarins. Þau lið sem hafa gælunöfn úr kattarættinni hafa nefnilega verið í miklum vandræðum síðan að kötturinn birtist óvænt á MetLife leikvanginum. Fjögur lið tengja sig við kattardýr en það eru Ljónin frá Detroit, Pardusdýrin frá Carolina, Jagúararnir frá Jacksonville og Bengal-tígrisdýrin frá Cincinnati. Þessi fjögur lið hafa frá þessu örlagaríka kvöldi í New Jersey tapað fjórtán af fimmtán leikjum sínum. Cincinnati Bengals vann reyndar leik sinn í gær og varð um leið síðasta liðið til að vinna leik á þessu tímabili. Bengals menn höfðu tapað fyrstu ellefu leikjum sínum. Sigurinn í gær kom á móti New York Jets liðinu sem spilar einmitt heimaleiki sína á fyrrnefndum á MetLife leikvangi.No matter what else happens in this game, the black cat wins the night... pic.twitter.com/WYYf3WmYCe — Mike Leslie (@MikeLeslieWFAA) November 5, 2019 NFL Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Fleiri fréttir Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sjá meira
Svartur köttur hefur aldrei þótt boða gott og þróun mála í NFL-deildinni í ameríska fótboltanum hefur heldur betur ýtt undir þá goðsögn. Svartur köttur birtist óvænt á miðjum vellinum í Mánudagsleik NFL-deildarinnar fyrir nokkrum vikum en þar áttust við Dallas Cowboys og New York Giants á MetLife leikvanginum. Leikurinn var eini leikur kvöldsins og var á svokölluðum „Prime Time“. Innkoma svarta kattarins vakti því mikla athygli. New York Giants liðið var þá yfir í leiknum en allt gekk á afturfótunum eftir innkomu svarta kattarins og Dallas vann leikinn örugglega 37-18. Darren Rovell benti á það á Twitter að undraáhrif svarta kattarins næðu ekki aðeins til leikmanna New York Giants. Það er nefnilega magnaða að skoða gengi „kattarliðanna“ svokölluð í NFL-deildinni frá þessum atburði í byrjun nóvembermánaðar.Since the Black Cat appeared on Monday Night Football, Cat nicknamed teams are 1-14: Lions (0-4), Panthers (0-4), Jaguars (0-3) and Bengals (1-3) pic.twitter.com/Kvnf9yS6Jo — Darren Rovell (@darrenrovell) December 1, 2019New York Giants liðið tapaði ekki aðeins þessum leik á móti Dallas heldur hefur liðið tapað öllum leikjum sínum síðan. En Risarnir eru ekki þeir einu sem hafa mátt glíma við örlög svarta kattarins. Þau lið sem hafa gælunöfn úr kattarættinni hafa nefnilega verið í miklum vandræðum síðan að kötturinn birtist óvænt á MetLife leikvanginum. Fjögur lið tengja sig við kattardýr en það eru Ljónin frá Detroit, Pardusdýrin frá Carolina, Jagúararnir frá Jacksonville og Bengal-tígrisdýrin frá Cincinnati. Þessi fjögur lið hafa frá þessu örlagaríka kvöldi í New Jersey tapað fjórtán af fimmtán leikjum sínum. Cincinnati Bengals vann reyndar leik sinn í gær og varð um leið síðasta liðið til að vinna leik á þessu tímabili. Bengals menn höfðu tapað fyrstu ellefu leikjum sínum. Sigurinn í gær kom á móti New York Jets liðinu sem spilar einmitt heimaleiki sína á fyrrnefndum á MetLife leikvangi.No matter what else happens in this game, the black cat wins the night... pic.twitter.com/WYYf3WmYCe — Mike Leslie (@MikeLeslieWFAA) November 5, 2019
NFL Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Fleiri fréttir Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sjá meira