Lífið

Hugrún Birta valin Miss Supra Model of Europe

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Hugrún Birta Egilsdóttir keppir nú í Miss Supranational sem fer fram í Póllandi.
Hugrún Birta Egilsdóttir keppir nú í Miss Supranational sem fer fram í Póllandi. Myndir/Facebook
Hugrún Birta Egilsdóttir var um helgina valin Miss Supra Model of Europe. Þessi titill er hluti af undankeppninni fyrir Miss Supranational sem Hugrún keppir í fyrir Íslands hönd. Hugrún vann titilinn Miss Supranational Iceland í keppninni Miss Universe Iceland og fór því áfram í þessa alþjóðlegu keppni. Aðalkvöld keppninnar fer svo fram í Katowice í Póllandi á föstudaginn, 6. desember.

„Leitast er eftir heilbrigðum einstakling sem kemur vel fram og getur sinnt störfum titilhafa. Störfin felast meðal annars í ýmis konar góðgerðarmálum. Ég er mjög þakklát framkvæmdastjórum keppninnar hér heima þeim Jorge og Manúelu fyrir tækifærið sem ég hlaut með titlinum. Ég sé þátttöku mína í keppni sem þessari sem þroskandi ferli, möguleika á að efla tengslanet mitt og sem dýrmæta lífsreynslu,“ sagði Hugrún Birta í samtali við Vísi daginn eftir að hún flaug til Póllands.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.