Krassasig brýtur heilann í nýju lagi Sylvía Hall skrifar 21. júní 2019 15:00 Lagið er það fyrsta sem Krassasig gefur út undir eigin nafni. Hlynur Helgi Tónlistarmaðurinn Kristinn Arnar Sigurðsson sendi nýverið frá sér lag en lagið er það fyrsta sem hann gefur út undir eigin nafni. Kristinn, sem notast við listamannsnafnið Krassasig, hefur áður vakið athygli sem einn forsprakka fjöllistahópsins Munstur. Lagið ber heitið Brjóta heilann og var tónlistarmyndband við lagið frumsýnt á miðvikudag sem hluti af upphitun Landsbankans fyrir Iceland Airwaves. Kristni til halds og trausts voru tónlistarmennirnir Auður og Magnús Jóhann Ragnarsson sem komu einnig að gerð lagsins. Í samtali við Vísi segir Kristinn að von sé á fleiri lögum frá honum í sumar, í það minnsta tvö til þrjú. Hann er á meðal þeirra sem koma fram á Airwaves í nóvember næstkomandi og líkt og áður hefur komið fram var tónlistarmyndband við lagið gefið út sem hluti af upphitun fyrir hátíðina. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Kristinn og Auður vinna saman en hann sá áður um leikmyndahönnun fyrir tónleika sem Auður hefur haldið. Samstarfið heldur því áfram í formi tónlistarsköpunar og því verður spennandi að sjá hvað kemur út úr því. Þá geta Instagram-notendur glaðst yfir því að í tilefni lagsins var gerður filter í samstarfi við Pétur Eggerz Pétursson og geta því fleiri prófað að brjóta heilann á meðan þeir hlusta á lagið. Skjáskot Lagið er nú aðgengilegt á Spotify og má heyra það hér að neðan. Tónlist Tengdar fréttir Bláir tónar í nýju myndbandi frá Munstur Fjöllistatvíeykið Munstur hefur sent frá sér tónlistarmyndband við lagið More & More & More & More. 29. apríl 2019 22:49 Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Kristinn Arnar Sigurðsson sendi nýverið frá sér lag en lagið er það fyrsta sem hann gefur út undir eigin nafni. Kristinn, sem notast við listamannsnafnið Krassasig, hefur áður vakið athygli sem einn forsprakka fjöllistahópsins Munstur. Lagið ber heitið Brjóta heilann og var tónlistarmyndband við lagið frumsýnt á miðvikudag sem hluti af upphitun Landsbankans fyrir Iceland Airwaves. Kristni til halds og trausts voru tónlistarmennirnir Auður og Magnús Jóhann Ragnarsson sem komu einnig að gerð lagsins. Í samtali við Vísi segir Kristinn að von sé á fleiri lögum frá honum í sumar, í það minnsta tvö til þrjú. Hann er á meðal þeirra sem koma fram á Airwaves í nóvember næstkomandi og líkt og áður hefur komið fram var tónlistarmyndband við lagið gefið út sem hluti af upphitun fyrir hátíðina. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Kristinn og Auður vinna saman en hann sá áður um leikmyndahönnun fyrir tónleika sem Auður hefur haldið. Samstarfið heldur því áfram í formi tónlistarsköpunar og því verður spennandi að sjá hvað kemur út úr því. Þá geta Instagram-notendur glaðst yfir því að í tilefni lagsins var gerður filter í samstarfi við Pétur Eggerz Pétursson og geta því fleiri prófað að brjóta heilann á meðan þeir hlusta á lagið. Skjáskot Lagið er nú aðgengilegt á Spotify og má heyra það hér að neðan.
Tónlist Tengdar fréttir Bláir tónar í nýju myndbandi frá Munstur Fjöllistatvíeykið Munstur hefur sent frá sér tónlistarmyndband við lagið More & More & More & More. 29. apríl 2019 22:49 Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Bláir tónar í nýju myndbandi frá Munstur Fjöllistatvíeykið Munstur hefur sent frá sér tónlistarmyndband við lagið More & More & More & More. 29. apríl 2019 22:49
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning