Lítur eineltismál hjá embætti ríkislögreglustjóra alvarlegum augum Nadine Guðrún Yaghi og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 25. september 2019 10:36 Dómsmálaráðherra ræðir við fjölmiðla að loknum fundi í morgun. vísir/einar árnason Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, ræddi þá stöðu sem upp er komin innan lögreglunnar í landinu á fundi með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun. Mikil ólga er innan lögreglunnar vegna stöðu Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, en átta af níu lögreglustjórum landsins hafa lýst yfir vantrausti á hann auk Landssambands lögreglumanna. Dómsmálaráðherra ræddi við fréttastofu eftir nefndarfundinn í morgun. Fram kom í Fréttablaðinu í morgun að að minnsta kosti tveir sérsveitarmenn hafi kvartað undan einelti af hálfu Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra. Hafa kvartanirnar borist alla leið inn í dómsmálaráðuneytið þar sem málin eru nú til skoðunar. Spurð út í þetta og hvort eineltismál væru til skoðunar hjá ráðuneytinu sagði Áslaug að það hefðu komið upp mál sem væru á borði ráðuneytisins. En svona eineltismál, eru þau litin alvarlegum augum? „Að sjálfsögðu og þau fara í ákveðið ferli,“ sagði ráðherra. Á fundinum með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun ræddi Áslaug um hugmyndir sínar um skipulagsbreytingar á löggæslumálum í landinu. Meðal þess sem ráðherra hefur rætt að komi til greina er að sameina embætti ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Sagði Áslaug það vel raunhæft að sameina þau embætti þar sem gjarnan væru til dæmis tvíverknaðir í kerfinu. Þá sér Áslaug fyrir sér að færa verkefni frá ríkislögreglustjóra til annarra embætta lögreglunnar og sér tækifæri í því að gera breytingarnar í skrefum. Sumar breytingarnar þurfi að gera hratt en aðrar þurfi meiri vinnu fram á næsta ár. Til að mynda taki lagabreytingar alltaf sinn tíma en aðspurð hvort hún treysti Haraldi Johannessen, ríkislögreglustjóra, í embætti á meðan verið sé að vinna að breytingum sagði Áslaug að hún treysti ríkislögreglustjóraembættinu og ekkert benti til þess að þar væri ekki verið að sinna löggæslumálum vel. Þá sagði hún að embættismenn njóti réttarverndar og mál Haraldar séu í skoðun eftir það sem hefur komið upp síðustu daga.Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Haraldur fer ekki fet Haraldur Johannessen mun ekki stíga til hliðar úr embætti ríkislögreglustjóra þrátt fyrir vantraust átta af níu lögreglustjóra á landinu. 24. september 2019 10:19 Skoðar sameiningu Ríkislögreglustjóra og LRH og gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn Meðal þess sem er til skoðunar innan dómsmálaráðuneytisins til þess að leysa úr þeim deilum sem geysa á milli ríkislögreglustjóra og lögreglunnar í landinu er að hvort sameina ætti embætti Ríkislögreglustjóra og embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Dómsmálaráðherra gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn á málinu. 24. september 2019 19:27 Tvær kvartanir vegna eineltis af hálfu ríkislögreglustjórans Tvö mál er varða einelti ríkislögreglustjóra í garð sérsveitarmanna hafa borist dómsmálaráðuneyti. Fréttablaðið hefur bréf sem dómsmálaráðherra sendi lögreglustjórum undir höndum þar sem hún segir rétt að lögreglan verðirekin sem ein heild. Ríkislögreglustjóra boðin starfslok í sumar, sem ekki varð af. 25. september 2019 06:00 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, ræddi þá stöðu sem upp er komin innan lögreglunnar í landinu á fundi með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun. Mikil ólga er innan lögreglunnar vegna stöðu Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, en átta af níu lögreglustjórum landsins hafa lýst yfir vantrausti á hann auk Landssambands lögreglumanna. Dómsmálaráðherra ræddi við fréttastofu eftir nefndarfundinn í morgun. Fram kom í Fréttablaðinu í morgun að að minnsta kosti tveir sérsveitarmenn hafi kvartað undan einelti af hálfu Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra. Hafa kvartanirnar borist alla leið inn í dómsmálaráðuneytið þar sem málin eru nú til skoðunar. Spurð út í þetta og hvort eineltismál væru til skoðunar hjá ráðuneytinu sagði Áslaug að það hefðu komið upp mál sem væru á borði ráðuneytisins. En svona eineltismál, eru þau litin alvarlegum augum? „Að sjálfsögðu og þau fara í ákveðið ferli,“ sagði ráðherra. Á fundinum með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun ræddi Áslaug um hugmyndir sínar um skipulagsbreytingar á löggæslumálum í landinu. Meðal þess sem ráðherra hefur rætt að komi til greina er að sameina embætti ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Sagði Áslaug það vel raunhæft að sameina þau embætti þar sem gjarnan væru til dæmis tvíverknaðir í kerfinu. Þá sér Áslaug fyrir sér að færa verkefni frá ríkislögreglustjóra til annarra embætta lögreglunnar og sér tækifæri í því að gera breytingarnar í skrefum. Sumar breytingarnar þurfi að gera hratt en aðrar þurfi meiri vinnu fram á næsta ár. Til að mynda taki lagabreytingar alltaf sinn tíma en aðspurð hvort hún treysti Haraldi Johannessen, ríkislögreglustjóra, í embætti á meðan verið sé að vinna að breytingum sagði Áslaug að hún treysti ríkislögreglustjóraembættinu og ekkert benti til þess að þar væri ekki verið að sinna löggæslumálum vel. Þá sagði hún að embættismenn njóti réttarverndar og mál Haraldar séu í skoðun eftir það sem hefur komið upp síðustu daga.Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Haraldur fer ekki fet Haraldur Johannessen mun ekki stíga til hliðar úr embætti ríkislögreglustjóra þrátt fyrir vantraust átta af níu lögreglustjóra á landinu. 24. september 2019 10:19 Skoðar sameiningu Ríkislögreglustjóra og LRH og gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn Meðal þess sem er til skoðunar innan dómsmálaráðuneytisins til þess að leysa úr þeim deilum sem geysa á milli ríkislögreglustjóra og lögreglunnar í landinu er að hvort sameina ætti embætti Ríkislögreglustjóra og embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Dómsmálaráðherra gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn á málinu. 24. september 2019 19:27 Tvær kvartanir vegna eineltis af hálfu ríkislögreglustjórans Tvö mál er varða einelti ríkislögreglustjóra í garð sérsveitarmanna hafa borist dómsmálaráðuneyti. Fréttablaðið hefur bréf sem dómsmálaráðherra sendi lögreglustjórum undir höndum þar sem hún segir rétt að lögreglan verðirekin sem ein heild. Ríkislögreglustjóra boðin starfslok í sumar, sem ekki varð af. 25. september 2019 06:00 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Sjá meira
Haraldur fer ekki fet Haraldur Johannessen mun ekki stíga til hliðar úr embætti ríkislögreglustjóra þrátt fyrir vantraust átta af níu lögreglustjóra á landinu. 24. september 2019 10:19
Skoðar sameiningu Ríkislögreglustjóra og LRH og gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn Meðal þess sem er til skoðunar innan dómsmálaráðuneytisins til þess að leysa úr þeim deilum sem geysa á milli ríkislögreglustjóra og lögreglunnar í landinu er að hvort sameina ætti embætti Ríkislögreglustjóra og embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Dómsmálaráðherra gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn á málinu. 24. september 2019 19:27
Tvær kvartanir vegna eineltis af hálfu ríkislögreglustjórans Tvö mál er varða einelti ríkislögreglustjóra í garð sérsveitarmanna hafa borist dómsmálaráðuneyti. Fréttablaðið hefur bréf sem dómsmálaráðherra sendi lögreglustjórum undir höndum þar sem hún segir rétt að lögreglan verðirekin sem ein heild. Ríkislögreglustjóra boðin starfslok í sumar, sem ekki varð af. 25. september 2019 06:00