Ábyrgðasjóður launa gæti orðið tómur fljótt Sigurður Mikael Jónsson skrifar 30. mars 2019 07:00 Hundruð misstu vinnuna þegar WOW air flaug í þrot og munu leita í Ábyrgðasjóðinn. Fréttablaðið/Ernir Staða Ábyrgðasjóðs launa er góð eftir góðæri síðustu ára að sögn forstjóra Vinnumálastofnunar en gjaldþrot WOW air gæti fljótt snúið þeirri góðu stöðu við. Línur Vinnumálastofnunar voru enn rauðglóandi í gær eftir tíðindi fimmtudagsins af WOW air. Í gær var stofnunin einnig með opið hús fyrir þá sem misstu vinnuna í vikunni. Líkt og fram kom í Fréttablaðinu í gær hefur aldrei í sögunni eins fjölmennur hópur orðið atvinnulaus á jafn skömmum tíma. Strax í gær tilkynntu þessu til viðbótar mörg fyrirtæki að þau hefðu þurft að grípa til hópuppsagna þar sem tugir einstaklinga hafa misst vinnuna til viðbótar. Ábyrgðasjóður launa ábyrgist hins vegar greiðslu vinnulaunakröfu launþega og kröfu lífeyrissjóðs vegna lífeyrisiðgjalda á hendur vinnuveitanda við gjaldþrotaskipti. Árið 2016 námu heildarlaunagreiðslur úr sjóðnum 482 milljónum, 605 milljónum 2017 en tölur síðasta árs liggja ekki fyrir. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar sem fer með Ábyrgðasjóð launa, segir ákveðna útreikninga hafa verið gerða vegna stöðunnar sem upp kom á fimmtudaginn en þeir séu með öllum fyrirvörum, enda sé mjög erfitt að segja til um hversu mikið þurfi til að dekka höggið nú. Ef í ljós kemur að bitinn reynist of stór þá verði leitað eftir viðbótarframlagi frá ríkissjóði. „Stærsti óvissuþátturinn er lífeyrisiðgjöldin því það er ekkert hámark á þeim og þau miðast við raunlaun einstaklinga. Það er mesti óvissuþátturinn og stærsti útgjaldaliðurinn í þessum sjóði.“ Unnur segir aðspurð að staða sjóðsins sé þó góð. „Staðan á Ábyrgðasjóðnum er ljómandi góð því það hefur auðvitað verið góðæri og safnast í hann undanfarin ár. En það gæti verið fljótt að fara núna, ég ætla ekki að draga fjöður yfir það.“ Félagsmálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, tilkynnti í gær að Vinnumálastofnun yrði veitt 80 milljóna viðbótarframlag til að mæta auknum verkefnum vegna falls WOW. Verja á 65 milljónum króna til að styrkja þjónustuver stofnunarinnar í Reykjavík og 15 milljónum til að styrkja þjónustuskrifstofuna í Reykjanesbæ. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Vinnumarkaður WOW Air Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Staða Ábyrgðasjóðs launa er góð eftir góðæri síðustu ára að sögn forstjóra Vinnumálastofnunar en gjaldþrot WOW air gæti fljótt snúið þeirri góðu stöðu við. Línur Vinnumálastofnunar voru enn rauðglóandi í gær eftir tíðindi fimmtudagsins af WOW air. Í gær var stofnunin einnig með opið hús fyrir þá sem misstu vinnuna í vikunni. Líkt og fram kom í Fréttablaðinu í gær hefur aldrei í sögunni eins fjölmennur hópur orðið atvinnulaus á jafn skömmum tíma. Strax í gær tilkynntu þessu til viðbótar mörg fyrirtæki að þau hefðu þurft að grípa til hópuppsagna þar sem tugir einstaklinga hafa misst vinnuna til viðbótar. Ábyrgðasjóður launa ábyrgist hins vegar greiðslu vinnulaunakröfu launþega og kröfu lífeyrissjóðs vegna lífeyrisiðgjalda á hendur vinnuveitanda við gjaldþrotaskipti. Árið 2016 námu heildarlaunagreiðslur úr sjóðnum 482 milljónum, 605 milljónum 2017 en tölur síðasta árs liggja ekki fyrir. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar sem fer með Ábyrgðasjóð launa, segir ákveðna útreikninga hafa verið gerða vegna stöðunnar sem upp kom á fimmtudaginn en þeir séu með öllum fyrirvörum, enda sé mjög erfitt að segja til um hversu mikið þurfi til að dekka höggið nú. Ef í ljós kemur að bitinn reynist of stór þá verði leitað eftir viðbótarframlagi frá ríkissjóði. „Stærsti óvissuþátturinn er lífeyrisiðgjöldin því það er ekkert hámark á þeim og þau miðast við raunlaun einstaklinga. Það er mesti óvissuþátturinn og stærsti útgjaldaliðurinn í þessum sjóði.“ Unnur segir aðspurð að staða sjóðsins sé þó góð. „Staðan á Ábyrgðasjóðnum er ljómandi góð því það hefur auðvitað verið góðæri og safnast í hann undanfarin ár. En það gæti verið fljótt að fara núna, ég ætla ekki að draga fjöður yfir það.“ Félagsmálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, tilkynnti í gær að Vinnumálastofnun yrði veitt 80 milljóna viðbótarframlag til að mæta auknum verkefnum vegna falls WOW. Verja á 65 milljónum króna til að styrkja þjónustuver stofnunarinnar í Reykjavík og 15 milljónum til að styrkja þjónustuskrifstofuna í Reykjanesbæ.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Vinnumarkaður WOW Air Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira