Hóteleigandi merkir nú tugi afbókana á hverjum degi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 30. mars 2019 19:00 Formaður félags fyrirtækja í hótelþjónustu segir hótelin merkja afbókanir í talsverðum mæli eftir gjaldþrot WOW air. Tugir afbókana komi nú inn á hverjum degi. Þá sé sérstaklega erfitt að þetta komi upp á sama tíma og verkföll séu að bresta á að öllu óbreyttu. Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri Centerhotels og formaður félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu, segir að fjöldi fólks sem átti bókað með WOW air hafi sett sig í samband við hótelin.Kristófer Oliverss, formaður félags fyrirtækja í hótelþjónustu, segir hótelin merkja afbókanir í talsverðum mæli eftir gjaldþrot WOW airvísir/eyþór„Við merkjum afbókanir í talsverðum mæli. Þetta eru einhverjir tugir á dag og við finnum fyrir þessu nokkrar vikur fram í tímann. Það eru bæði afbókanir og fólk hreinlega kemur ekki sem við áttum von á,“ segir Kristófer. Það ríki mikil óvissa því hótelin viti ekki með hvaða flugfélagi fólk, sem bókar herbergi í gegnum bókunarsíður á borð við booking.com, á flug með. Staðan sé eins á öðrum hótelum. „Þetta er mjög slæmt að þetta kemur ofan í heimatilbúna vanda okkar sem eru verkföllinn. Það gerir höggið enn verra,“ segir Kristófer en að öllu óbreyttu hefjast tveggja sólarhringa verkföll um tvö þúsund félagsmanna Eflingar og VR á miðnætti á þriðjudag. Kristófer segir að það sé misjafnt hver réttur fólks sé þegar kemur að endurgreiðslu. Það fari eftir þeim skilmálum sem fólk kvittar undir þegar herbergið er bókað. Eitt algengasta bókunarformið sé að menn geti afbókað með tveggja daga fyrirvara án nokkurs kostnaðar. Í þeim tilfellum sé tjónið mikið. Í sumum tilfellum eigi fólk ekki rétt á endurgreiðslu. „Við höfum náttúrulega mikla reynslu úr eldgosinu. Við getum boðið fólki að koma síðar og svo framvegis og reynum að gera þetta eins mjúklega og hægt er en bendum náttúrulega á að menn eru með ferðatryggingu og það er hún sem menn nýta fyrst,“ segir Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri Centerhotels og formaður fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Segir ríkisstjórnina ekki hafa brugðist rétt við vandræðum WOW Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir skorta verulega á viðbrögð stjórnvalda við falli WOW air. Það vanti alveg efnahagsleg viðbrögð. 30. mars 2019 16:35 Ábyrgðasjóður launa gæti orðið tómur fljótt Eftir fordæmalausan atvinnumissi þúsund manns við gjaldþrot WOW air í vikunni gæti hinn annars vel stæði Ábyrgðasjóður launa tekið á sig nokkurt högg á næstunni. Símar Vinnumálastofnunar voru enn rauðglóandi í gær. 30. mars 2019 07:00 Reykjavíkurborg gefur strandaglópum WOW gestakort Samstarfsaðilar um gestakort Reykjavíkur hafa ákveðið að bjóða erlendum strandaglópum WOW air ókeypis gestakort fram yfir helgi. 30. mars 2019 14:10 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Formaður félags fyrirtækja í hótelþjónustu segir hótelin merkja afbókanir í talsverðum mæli eftir gjaldþrot WOW air. Tugir afbókana komi nú inn á hverjum degi. Þá sé sérstaklega erfitt að þetta komi upp á sama tíma og verkföll séu að bresta á að öllu óbreyttu. Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri Centerhotels og formaður félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu, segir að fjöldi fólks sem átti bókað með WOW air hafi sett sig í samband við hótelin.Kristófer Oliverss, formaður félags fyrirtækja í hótelþjónustu, segir hótelin merkja afbókanir í talsverðum mæli eftir gjaldþrot WOW airvísir/eyþór„Við merkjum afbókanir í talsverðum mæli. Þetta eru einhverjir tugir á dag og við finnum fyrir þessu nokkrar vikur fram í tímann. Það eru bæði afbókanir og fólk hreinlega kemur ekki sem við áttum von á,“ segir Kristófer. Það ríki mikil óvissa því hótelin viti ekki með hvaða flugfélagi fólk, sem bókar herbergi í gegnum bókunarsíður á borð við booking.com, á flug með. Staðan sé eins á öðrum hótelum. „Þetta er mjög slæmt að þetta kemur ofan í heimatilbúna vanda okkar sem eru verkföllinn. Það gerir höggið enn verra,“ segir Kristófer en að öllu óbreyttu hefjast tveggja sólarhringa verkföll um tvö þúsund félagsmanna Eflingar og VR á miðnætti á þriðjudag. Kristófer segir að það sé misjafnt hver réttur fólks sé þegar kemur að endurgreiðslu. Það fari eftir þeim skilmálum sem fólk kvittar undir þegar herbergið er bókað. Eitt algengasta bókunarformið sé að menn geti afbókað með tveggja daga fyrirvara án nokkurs kostnaðar. Í þeim tilfellum sé tjónið mikið. Í sumum tilfellum eigi fólk ekki rétt á endurgreiðslu. „Við höfum náttúrulega mikla reynslu úr eldgosinu. Við getum boðið fólki að koma síðar og svo framvegis og reynum að gera þetta eins mjúklega og hægt er en bendum náttúrulega á að menn eru með ferðatryggingu og það er hún sem menn nýta fyrst,“ segir Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri Centerhotels og formaður fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Segir ríkisstjórnina ekki hafa brugðist rétt við vandræðum WOW Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir skorta verulega á viðbrögð stjórnvalda við falli WOW air. Það vanti alveg efnahagsleg viðbrögð. 30. mars 2019 16:35 Ábyrgðasjóður launa gæti orðið tómur fljótt Eftir fordæmalausan atvinnumissi þúsund manns við gjaldþrot WOW air í vikunni gæti hinn annars vel stæði Ábyrgðasjóður launa tekið á sig nokkurt högg á næstunni. Símar Vinnumálastofnunar voru enn rauðglóandi í gær. 30. mars 2019 07:00 Reykjavíkurborg gefur strandaglópum WOW gestakort Samstarfsaðilar um gestakort Reykjavíkur hafa ákveðið að bjóða erlendum strandaglópum WOW air ókeypis gestakort fram yfir helgi. 30. mars 2019 14:10 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Segir ríkisstjórnina ekki hafa brugðist rétt við vandræðum WOW Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir skorta verulega á viðbrögð stjórnvalda við falli WOW air. Það vanti alveg efnahagsleg viðbrögð. 30. mars 2019 16:35
Ábyrgðasjóður launa gæti orðið tómur fljótt Eftir fordæmalausan atvinnumissi þúsund manns við gjaldþrot WOW air í vikunni gæti hinn annars vel stæði Ábyrgðasjóður launa tekið á sig nokkurt högg á næstunni. Símar Vinnumálastofnunar voru enn rauðglóandi í gær. 30. mars 2019 07:00
Reykjavíkurborg gefur strandaglópum WOW gestakort Samstarfsaðilar um gestakort Reykjavíkur hafa ákveðið að bjóða erlendum strandaglópum WOW air ókeypis gestakort fram yfir helgi. 30. mars 2019 14:10