Hætta á að atvinnuleysi fari í 28 prósent á næstu fimmtán árum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 24. júlí 2019 07:00 Friðrik Boði segir að sjálfvæðingin eigi ekki aðeins við um láglaunastörf, störf lögfræðinga og lækna gætu horfið. VR stofnaði nýlega framtíðarnefnd sem mun takast á við fjórðu iðnbyltinguna. Nefndarmaður segir að aðlaga verði vinnumarkaðinn og passa upp á að launafólk njóti góðs af sjálfvæðingunni. Í vor setti VR á laggirnar framtíðarnefnd og tekur hún til starfa í ágúst. Ástæðan er fjórða iðnbyltingin og aukin sjálfvirkni í atvinnulífinu. Friðrik Boði Ólafsson, nefndarmaður og tölvunarfræðingur, segir meginhlutverk framtíðarnefndarinnar að gæta þess að fjórða iðnbyltingin verði ekki aðeins atvinnurekendum til hagsbóta. „Eftir því sem tækninni fleytir fram, á síauknum hraða, verður erfiðara að finna jafnvægi á vinnumarkaði,“ segir Friðrik. „Fjöldi starfa mun glatast og önnur skapast í staðinn. Það þarf að greina hvaða störf þetta eru og aðstoða fólk við að laga sig að því.“ Eiginleg stefnumótun nefndarinnar hefur ekki farið fram en að sögn Friðriks standa vonir til þess að hún muni hafa leiðandi áhrif á störf félagsins á komandi árum. Önnur verkalýðsfélög hafa ekki enn stigið þetta skref en þessi málefni voru þó rædd á síðasta þingi Alþýðusambandsins. Fyrir rúmu ári setti ríkisstjórnin slíka nefnd á laggirnar til að takast á við tæknibreytingar. „Það sem við munum leggja áherslu á er að sjálfvæðingin skili sér í þágu launafólks. Til dæmis í styttingu vinnuvikunnar,“ segir Friðrik. Launaþróun mun einnig horfa til verri vegar fyrir verkafólk verði ekkert að gert, það sýni sagan. „Hraðinn á sjálfvæðingunni núna er hins vegar fordæmalaus og við þurfum að grípa þá sem finna sig ekki í þessu breytta hagkerfi.“ Friðrik segir að einhæf störf séu í mestri hættu á að hverfa fyrst. Þetta eru til dæmis afgreiðslustörf og sú þróun er þegar hafin í stórverslunum, með sjálfsafgreiðslukössum. Hafa ber í huga að afgreiðslufólk hefur í áratugi verið bakbeinið í VR. „Það sem kemur kannski á óvart er að þessi störf eru alls ekki alltaf láglaunastörf,“ segir Friðrik. „Þetta á við um til dæmis fólk sem starfar í lögfræðigeiranum og lækna. Stór hluti þeirra vinnu mun verða sjálfvæddur í framtíðinni.“ Ef störf sem glatast verða mun fleiri en þau sem skapast mun verða mikið atvinnuleysi. Friðrik bendir á að svörtustu spár segi að 28 prósent íslensks vinnumarkaðar eigi verulega á hættu að verða sjálfvæddur á næstu 15 árum og önnur 60 prósent séu í nokkurri hættu. „Hér má ekki myndast samfélag þar sem yfirstéttin þarf ekki á starfsfólki að halda og aðrir verði bæði atvinnulausir og valdalausir,“ segir Friðrik. „Ég sé ekki hvernig hægt er að hafa samfélagslegan stöðugleika með svo hátt atvinnuleysi.“ Leiðir til að takast á við fjórðu iðnbyltinguna, að mati Friðriks, eru endurmenntun og að gefa starfsfólki meiri rödd á vinnustöðunum. Sjálfvæðingin verði að vera innleidd á þann hátt að starfsfólk geti aðlagast henni. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira
VR stofnaði nýlega framtíðarnefnd sem mun takast á við fjórðu iðnbyltinguna. Nefndarmaður segir að aðlaga verði vinnumarkaðinn og passa upp á að launafólk njóti góðs af sjálfvæðingunni. Í vor setti VR á laggirnar framtíðarnefnd og tekur hún til starfa í ágúst. Ástæðan er fjórða iðnbyltingin og aukin sjálfvirkni í atvinnulífinu. Friðrik Boði Ólafsson, nefndarmaður og tölvunarfræðingur, segir meginhlutverk framtíðarnefndarinnar að gæta þess að fjórða iðnbyltingin verði ekki aðeins atvinnurekendum til hagsbóta. „Eftir því sem tækninni fleytir fram, á síauknum hraða, verður erfiðara að finna jafnvægi á vinnumarkaði,“ segir Friðrik. „Fjöldi starfa mun glatast og önnur skapast í staðinn. Það þarf að greina hvaða störf þetta eru og aðstoða fólk við að laga sig að því.“ Eiginleg stefnumótun nefndarinnar hefur ekki farið fram en að sögn Friðriks standa vonir til þess að hún muni hafa leiðandi áhrif á störf félagsins á komandi árum. Önnur verkalýðsfélög hafa ekki enn stigið þetta skref en þessi málefni voru þó rædd á síðasta þingi Alþýðusambandsins. Fyrir rúmu ári setti ríkisstjórnin slíka nefnd á laggirnar til að takast á við tæknibreytingar. „Það sem við munum leggja áherslu á er að sjálfvæðingin skili sér í þágu launafólks. Til dæmis í styttingu vinnuvikunnar,“ segir Friðrik. Launaþróun mun einnig horfa til verri vegar fyrir verkafólk verði ekkert að gert, það sýni sagan. „Hraðinn á sjálfvæðingunni núna er hins vegar fordæmalaus og við þurfum að grípa þá sem finna sig ekki í þessu breytta hagkerfi.“ Friðrik segir að einhæf störf séu í mestri hættu á að hverfa fyrst. Þetta eru til dæmis afgreiðslustörf og sú þróun er þegar hafin í stórverslunum, með sjálfsafgreiðslukössum. Hafa ber í huga að afgreiðslufólk hefur í áratugi verið bakbeinið í VR. „Það sem kemur kannski á óvart er að þessi störf eru alls ekki alltaf láglaunastörf,“ segir Friðrik. „Þetta á við um til dæmis fólk sem starfar í lögfræðigeiranum og lækna. Stór hluti þeirra vinnu mun verða sjálfvæddur í framtíðinni.“ Ef störf sem glatast verða mun fleiri en þau sem skapast mun verða mikið atvinnuleysi. Friðrik bendir á að svörtustu spár segi að 28 prósent íslensks vinnumarkaðar eigi verulega á hættu að verða sjálfvæddur á næstu 15 árum og önnur 60 prósent séu í nokkurri hættu. „Hér má ekki myndast samfélag þar sem yfirstéttin þarf ekki á starfsfólki að halda og aðrir verði bæði atvinnulausir og valdalausir,“ segir Friðrik. „Ég sé ekki hvernig hægt er að hafa samfélagslegan stöðugleika með svo hátt atvinnuleysi.“ Leiðir til að takast á við fjórðu iðnbyltinguna, að mati Friðriks, eru endurmenntun og að gefa starfsfólki meiri rödd á vinnustöðunum. Sjálfvæðingin verði að vera innleidd á þann hátt að starfsfólk geti aðlagast henni.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira