Hætta á að atvinnuleysi fari í 28 prósent á næstu fimmtán árum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 24. júlí 2019 07:00 Friðrik Boði segir að sjálfvæðingin eigi ekki aðeins við um láglaunastörf, störf lögfræðinga og lækna gætu horfið. VR stofnaði nýlega framtíðarnefnd sem mun takast á við fjórðu iðnbyltinguna. Nefndarmaður segir að aðlaga verði vinnumarkaðinn og passa upp á að launafólk njóti góðs af sjálfvæðingunni. Í vor setti VR á laggirnar framtíðarnefnd og tekur hún til starfa í ágúst. Ástæðan er fjórða iðnbyltingin og aukin sjálfvirkni í atvinnulífinu. Friðrik Boði Ólafsson, nefndarmaður og tölvunarfræðingur, segir meginhlutverk framtíðarnefndarinnar að gæta þess að fjórða iðnbyltingin verði ekki aðeins atvinnurekendum til hagsbóta. „Eftir því sem tækninni fleytir fram, á síauknum hraða, verður erfiðara að finna jafnvægi á vinnumarkaði,“ segir Friðrik. „Fjöldi starfa mun glatast og önnur skapast í staðinn. Það þarf að greina hvaða störf þetta eru og aðstoða fólk við að laga sig að því.“ Eiginleg stefnumótun nefndarinnar hefur ekki farið fram en að sögn Friðriks standa vonir til þess að hún muni hafa leiðandi áhrif á störf félagsins á komandi árum. Önnur verkalýðsfélög hafa ekki enn stigið þetta skref en þessi málefni voru þó rædd á síðasta þingi Alþýðusambandsins. Fyrir rúmu ári setti ríkisstjórnin slíka nefnd á laggirnar til að takast á við tæknibreytingar. „Það sem við munum leggja áherslu á er að sjálfvæðingin skili sér í þágu launafólks. Til dæmis í styttingu vinnuvikunnar,“ segir Friðrik. Launaþróun mun einnig horfa til verri vegar fyrir verkafólk verði ekkert að gert, það sýni sagan. „Hraðinn á sjálfvæðingunni núna er hins vegar fordæmalaus og við þurfum að grípa þá sem finna sig ekki í þessu breytta hagkerfi.“ Friðrik segir að einhæf störf séu í mestri hættu á að hverfa fyrst. Þetta eru til dæmis afgreiðslustörf og sú þróun er þegar hafin í stórverslunum, með sjálfsafgreiðslukössum. Hafa ber í huga að afgreiðslufólk hefur í áratugi verið bakbeinið í VR. „Það sem kemur kannski á óvart er að þessi störf eru alls ekki alltaf láglaunastörf,“ segir Friðrik. „Þetta á við um til dæmis fólk sem starfar í lögfræðigeiranum og lækna. Stór hluti þeirra vinnu mun verða sjálfvæddur í framtíðinni.“ Ef störf sem glatast verða mun fleiri en þau sem skapast mun verða mikið atvinnuleysi. Friðrik bendir á að svörtustu spár segi að 28 prósent íslensks vinnumarkaðar eigi verulega á hættu að verða sjálfvæddur á næstu 15 árum og önnur 60 prósent séu í nokkurri hættu. „Hér má ekki myndast samfélag þar sem yfirstéttin þarf ekki á starfsfólki að halda og aðrir verði bæði atvinnulausir og valdalausir,“ segir Friðrik. „Ég sé ekki hvernig hægt er að hafa samfélagslegan stöðugleika með svo hátt atvinnuleysi.“ Leiðir til að takast á við fjórðu iðnbyltinguna, að mati Friðriks, eru endurmenntun og að gefa starfsfólki meiri rödd á vinnustöðunum. Sjálfvæðingin verði að vera innleidd á þann hátt að starfsfólk geti aðlagast henni. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
VR stofnaði nýlega framtíðarnefnd sem mun takast á við fjórðu iðnbyltinguna. Nefndarmaður segir að aðlaga verði vinnumarkaðinn og passa upp á að launafólk njóti góðs af sjálfvæðingunni. Í vor setti VR á laggirnar framtíðarnefnd og tekur hún til starfa í ágúst. Ástæðan er fjórða iðnbyltingin og aukin sjálfvirkni í atvinnulífinu. Friðrik Boði Ólafsson, nefndarmaður og tölvunarfræðingur, segir meginhlutverk framtíðarnefndarinnar að gæta þess að fjórða iðnbyltingin verði ekki aðeins atvinnurekendum til hagsbóta. „Eftir því sem tækninni fleytir fram, á síauknum hraða, verður erfiðara að finna jafnvægi á vinnumarkaði,“ segir Friðrik. „Fjöldi starfa mun glatast og önnur skapast í staðinn. Það þarf að greina hvaða störf þetta eru og aðstoða fólk við að laga sig að því.“ Eiginleg stefnumótun nefndarinnar hefur ekki farið fram en að sögn Friðriks standa vonir til þess að hún muni hafa leiðandi áhrif á störf félagsins á komandi árum. Önnur verkalýðsfélög hafa ekki enn stigið þetta skref en þessi málefni voru þó rædd á síðasta þingi Alþýðusambandsins. Fyrir rúmu ári setti ríkisstjórnin slíka nefnd á laggirnar til að takast á við tæknibreytingar. „Það sem við munum leggja áherslu á er að sjálfvæðingin skili sér í þágu launafólks. Til dæmis í styttingu vinnuvikunnar,“ segir Friðrik. Launaþróun mun einnig horfa til verri vegar fyrir verkafólk verði ekkert að gert, það sýni sagan. „Hraðinn á sjálfvæðingunni núna er hins vegar fordæmalaus og við þurfum að grípa þá sem finna sig ekki í þessu breytta hagkerfi.“ Friðrik segir að einhæf störf séu í mestri hættu á að hverfa fyrst. Þetta eru til dæmis afgreiðslustörf og sú þróun er þegar hafin í stórverslunum, með sjálfsafgreiðslukössum. Hafa ber í huga að afgreiðslufólk hefur í áratugi verið bakbeinið í VR. „Það sem kemur kannski á óvart er að þessi störf eru alls ekki alltaf láglaunastörf,“ segir Friðrik. „Þetta á við um til dæmis fólk sem starfar í lögfræðigeiranum og lækna. Stór hluti þeirra vinnu mun verða sjálfvæddur í framtíðinni.“ Ef störf sem glatast verða mun fleiri en þau sem skapast mun verða mikið atvinnuleysi. Friðrik bendir á að svörtustu spár segi að 28 prósent íslensks vinnumarkaðar eigi verulega á hættu að verða sjálfvæddur á næstu 15 árum og önnur 60 prósent séu í nokkurri hættu. „Hér má ekki myndast samfélag þar sem yfirstéttin þarf ekki á starfsfólki að halda og aðrir verði bæði atvinnulausir og valdalausir,“ segir Friðrik. „Ég sé ekki hvernig hægt er að hafa samfélagslegan stöðugleika með svo hátt atvinnuleysi.“ Leiðir til að takast á við fjórðu iðnbyltinguna, að mati Friðriks, eru endurmenntun og að gefa starfsfólki meiri rödd á vinnustöðunum. Sjálfvæðingin verði að vera innleidd á þann hátt að starfsfólk geti aðlagast henni.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira