Glímir enn við reiði og gremju eftir að hafa verið nemandi í Landakotsskóla Birgir Olgeirsson skrifar 15. apríl 2019 07:45 Krummi Björgvinsson. Vísir/VIlhelm „Særandi orðbragð og niðurlæging var daglegt brauð,“ skrifar tónlistarmaðurinn Krummi Björgvinsson á Facebook þar sem hann greinir frá sinni upplifun eftir að verið nemi við Landakotsskóla. Hann segist hafa verið beittur andlegu og líkamlegu ofbeldi af hálfu sér Georg, fyrrverandi skólastjóra og Margréti Müller kennslukonu. Fjallað var um brot séra Georgs og Margrétar í Fréttablaðinu um liðna helgi og ákvað Krummi að greina frá sinni reynslu í pistli sem hann birti á Facebook-síðu sinni. „Það var líka mikið um refsingar og einelti. Ég slapp við kynferðislegt ofbeldi en ég get því miður ekki sagt það sama um öll hin skólasystkin mín þrátt fyrir að Séra Georg reyndi það einu sinni með því að strjúka á mér lærið mjög nálægt klofi mínu með lostafullu augnaráði. Það má segja að ég brást mjög illa við og snögg reiddist en einhverra hluta vegna brást ég ekki eins við þegar hitt ofbeldið átti sér stað. Maður bara tók því einsog maður ætti það skilið. Eins fráleitt og það er. Mig grunar að þau hafi verið smeyk við foreldra mína því pabbi var þekktur og virtur af mörgum í þjóðfélaginu. En það stoppaði ekki Margréti eða Georg að slá mann utan undir eða klípa mann mjög fast í handlegginn við minnsta tilefni. Ég tel að börnin sem minna mega sín urðu oftast fyrir barðinu á þeim,“ segir Krummi en faðir hans er tónlistarmaðurinn Björgvin Halldórsson. Hann segir sögu af smíðakennara við skólann. Krummi hafði þá glatt bekkjarfélaga sína með fyndinni sögu en kennarinn hafi brugðist við með því að læðast aftan að honum með límabandsrúllu og byrjaði að líma yfir andlitið á Krumma. „Mér brá auðvitað og byrjaði að gráta og þá skellti hann upp úr og hló hömlulaust í nokkrar mínútur. Ég reyndi af bestu getu að fjarlægja lím bandið en það reyndist mér erfitt því það reif upp húð og hár en á endanum tókst mér það. Ég var bara ellefu ára polli, sjáðu til. Svona uppákomur voru í daglegu lífi nemenda í Landakotskóla. Auðvitað sagði ég móður minni frá þessu og hún gjörsamlega sturlaðist og fór niðrí skóla og lét þau fá það óþvegið og eineltið hætti um stund en svo hófst það aftur stuttu eftir,“ skrifar Krummi. Hann segist enn kljást við reiði og gremju frá þessum árum en tónlistin, konan hans, vinir og fjölskylda hafi hjálpað honum að vinna úr þessu. Fréttablaðið sagði frá því um liðna helgi að verið væri að gera heimildarþætti um framferði Séra Georgs og Margrétar og fagnar Krummi því. Ríkið áætlar að greiða hátt í 40 þolendum tæplega 300 milljónir í sanngirnisbætur vegna málsins. Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Þetta er ekki bara reykvísk saga Gunnþórunn Jónsdóttir og Þóra Tómasdóttir blaðamenn, Margrét Örnólfsdóttir handritshöfundur og Kristín Andrea Þórðardóttir framleiðandi, vinna með Skot Productions að gerð heimildarþátta um ofbeldi séra George og Margrétar Müller í Landakotsskóla. 13. apríl 2019 08:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
„Særandi orðbragð og niðurlæging var daglegt brauð,“ skrifar tónlistarmaðurinn Krummi Björgvinsson á Facebook þar sem hann greinir frá sinni upplifun eftir að verið nemi við Landakotsskóla. Hann segist hafa verið beittur andlegu og líkamlegu ofbeldi af hálfu sér Georg, fyrrverandi skólastjóra og Margréti Müller kennslukonu. Fjallað var um brot séra Georgs og Margrétar í Fréttablaðinu um liðna helgi og ákvað Krummi að greina frá sinni reynslu í pistli sem hann birti á Facebook-síðu sinni. „Það var líka mikið um refsingar og einelti. Ég slapp við kynferðislegt ofbeldi en ég get því miður ekki sagt það sama um öll hin skólasystkin mín þrátt fyrir að Séra Georg reyndi það einu sinni með því að strjúka á mér lærið mjög nálægt klofi mínu með lostafullu augnaráði. Það má segja að ég brást mjög illa við og snögg reiddist en einhverra hluta vegna brást ég ekki eins við þegar hitt ofbeldið átti sér stað. Maður bara tók því einsog maður ætti það skilið. Eins fráleitt og það er. Mig grunar að þau hafi verið smeyk við foreldra mína því pabbi var þekktur og virtur af mörgum í þjóðfélaginu. En það stoppaði ekki Margréti eða Georg að slá mann utan undir eða klípa mann mjög fast í handlegginn við minnsta tilefni. Ég tel að börnin sem minna mega sín urðu oftast fyrir barðinu á þeim,“ segir Krummi en faðir hans er tónlistarmaðurinn Björgvin Halldórsson. Hann segir sögu af smíðakennara við skólann. Krummi hafði þá glatt bekkjarfélaga sína með fyndinni sögu en kennarinn hafi brugðist við með því að læðast aftan að honum með límabandsrúllu og byrjaði að líma yfir andlitið á Krumma. „Mér brá auðvitað og byrjaði að gráta og þá skellti hann upp úr og hló hömlulaust í nokkrar mínútur. Ég reyndi af bestu getu að fjarlægja lím bandið en það reyndist mér erfitt því það reif upp húð og hár en á endanum tókst mér það. Ég var bara ellefu ára polli, sjáðu til. Svona uppákomur voru í daglegu lífi nemenda í Landakotskóla. Auðvitað sagði ég móður minni frá þessu og hún gjörsamlega sturlaðist og fór niðrí skóla og lét þau fá það óþvegið og eineltið hætti um stund en svo hófst það aftur stuttu eftir,“ skrifar Krummi. Hann segist enn kljást við reiði og gremju frá þessum árum en tónlistin, konan hans, vinir og fjölskylda hafi hjálpað honum að vinna úr þessu. Fréttablaðið sagði frá því um liðna helgi að verið væri að gera heimildarþætti um framferði Séra Georgs og Margrétar og fagnar Krummi því. Ríkið áætlar að greiða hátt í 40 þolendum tæplega 300 milljónir í sanngirnisbætur vegna málsins.
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Þetta er ekki bara reykvísk saga Gunnþórunn Jónsdóttir og Þóra Tómasdóttir blaðamenn, Margrét Örnólfsdóttir handritshöfundur og Kristín Andrea Þórðardóttir framleiðandi, vinna með Skot Productions að gerð heimildarþátta um ofbeldi séra George og Margrétar Müller í Landakotsskóla. 13. apríl 2019 08:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
Þetta er ekki bara reykvísk saga Gunnþórunn Jónsdóttir og Þóra Tómasdóttir blaðamenn, Margrét Örnólfsdóttir handritshöfundur og Kristín Andrea Þórðardóttir framleiðandi, vinna með Skot Productions að gerð heimildarþátta um ofbeldi séra George og Margrétar Müller í Landakotsskóla. 13. apríl 2019 08:00