Glæpastarfsemi ein alvarlegasta ógn sem steðjar að Íslendingum Samúel Karl Ólason skrifar 28. maí 2019 15:19 Tiltækar upplýsingar lögregluembætta benda til að umsvif erlendra glæpahópa fari vaxandi á sviði fíkniefnaviðskipta. Vísir/Vilhelm Skipulögð brotastarfsemi er alvarlegasta ógn við samfélag og einstaklinga á Íslandi að frátöldum náttúruhamförum. Áhættan fer enn vaxandi en þrátt fyrir það telst Íslands enn sem fyrr afar öruggt samfélag í alþjóðlegum samanburði. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra um skipulagða glæpastarfsemi.Þar segir að skipulögð brotastarfsemi á Íslandi sé hvað greinilegust í innflutningi, framleiðslu, sölu og dreifingu fíkniefna. Ljóst sé að þessi markaður velti miklum fjármunum og að starfsemin sé þaulskipulögð hjá sumum þeirra afbrotahópa sem að honum koma. Þá benda tiltækar upplýsingar lögregluembætta að umsvif erlendra glæpahópa fari vaxandi á sviði fíkniefnaviðskipta. Einn tiltekinn hópur erlendra afbrotamanna er stórtækur á sviði kókaínsölu hér á landi og selur hópurinn sérleg hreint og öflugt efni. Hópurinn er talinn vera með fingurna í allskonar brotastarfsemi og er talið að rúmlega hundrað manns tengist honum. „Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu tengdust á annað hundrað manns fíkniefnamálum á árunum 2015-2017 sem flokkast undir skipulagða brotastarfsemi, innflutning, framleiðslu og sölu. Íslenskir karlmenn eru meirihluti gerenda en hlutur erlendra ríkisborgara er umtalsverður. Í rúmlega þriðjungi mála eru sakborningar útlendingar,“ segir í skýrslunniKókaín sterkara en áður og neysla meiri Kannabisræktun hér á landi hefur stóraukist á undanförnum árum og er kannabismarkaðurinn talinn sjálfbær. Í mörgum tilvikum er sú rækt skipulögð af hópum afbrotamanna. Þá hafa breytingar á alþjóðlegum kókaínmarkaði komið fram hér á landi. Þar sem eftirspurn í Bandaríkjunum hafi dregist saman, framleiðsla í Suður-Ameríku hafi aukist og hagnaður hafi dregist saman leggi alþjóðlegir glæpahópar áherslu á að auka framboð á kókaíni í Evrópu. Þar sé meðalstyrkur kókaíns meiri en hann hafi verið á síðustu tíu árum. Greiningardeild ríkislögreglustjóra telur þar að auki að neysla kókaíns fari vaxandi á Íslandi og fíklum fjölgi hratt hjá íslenskum meðferðaraðilum.Einn hópur með fingurna víða Aukning þessi í framboði og neyslu kókaíns er, samkvæmt skýrslunni, til marks um aukin umsvif skipulagðra brotahópa á Íslandi og alþjóðlegar tengingar þeirra. Einn þeirra hópa stendur upp úr. „Vitað er að hópur erlendra afbrotamanna er stórtækur á sviði kókaínsölu á Íslandi og að efnið sem hann selur er sérlega hreint og þar með öflugt. Aukinn hreinleiki efna á markaði felur í sér hættu þar eð neytendur fá þá sterkari efni en þeir eru vanir og taka því inn of mikið magn. Samkvæmt upplýsingum greiningardeildar ríkislögreglustjóra látast tugir manna árlega af völdum fíkniefna hér á landi og sérfræðingar segja að „lífshættulegur kókaínfaraldur“ hafa riðið yfir á undanliðnum misserum,“ segir í skýrslunni. Þar að auki segir að áðurnefndur hópur afbrotamanna komi að flestum birtingarmyndum skipulagðrar brotastarfsemi. Hann smygli inn sterkum fíkniefnum og reki öflugt net sölumanna, stundi skipulögð vinnumarkaðsbrot, komi að innflutningi á erlendum vændiskonum til landsins, fremur skattsvik og peningaþvæti. Greiningardeildin segir vísbendingar um að hópur þessi sé að eflast. „Að mati greiningardeildar ríkislögreglustjóra stendur hópur þessi fyrir þaulskipulagðri glæpastarfsemi á Íslandi og telst hann vaxandi ógn við einstaklinga og samfélag.“ Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Sjá meira
Skipulögð brotastarfsemi er alvarlegasta ógn við samfélag og einstaklinga á Íslandi að frátöldum náttúruhamförum. Áhættan fer enn vaxandi en þrátt fyrir það telst Íslands enn sem fyrr afar öruggt samfélag í alþjóðlegum samanburði. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra um skipulagða glæpastarfsemi.Þar segir að skipulögð brotastarfsemi á Íslandi sé hvað greinilegust í innflutningi, framleiðslu, sölu og dreifingu fíkniefna. Ljóst sé að þessi markaður velti miklum fjármunum og að starfsemin sé þaulskipulögð hjá sumum þeirra afbrotahópa sem að honum koma. Þá benda tiltækar upplýsingar lögregluembætta að umsvif erlendra glæpahópa fari vaxandi á sviði fíkniefnaviðskipta. Einn tiltekinn hópur erlendra afbrotamanna er stórtækur á sviði kókaínsölu hér á landi og selur hópurinn sérleg hreint og öflugt efni. Hópurinn er talinn vera með fingurna í allskonar brotastarfsemi og er talið að rúmlega hundrað manns tengist honum. „Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu tengdust á annað hundrað manns fíkniefnamálum á árunum 2015-2017 sem flokkast undir skipulagða brotastarfsemi, innflutning, framleiðslu og sölu. Íslenskir karlmenn eru meirihluti gerenda en hlutur erlendra ríkisborgara er umtalsverður. Í rúmlega þriðjungi mála eru sakborningar útlendingar,“ segir í skýrslunniKókaín sterkara en áður og neysla meiri Kannabisræktun hér á landi hefur stóraukist á undanförnum árum og er kannabismarkaðurinn talinn sjálfbær. Í mörgum tilvikum er sú rækt skipulögð af hópum afbrotamanna. Þá hafa breytingar á alþjóðlegum kókaínmarkaði komið fram hér á landi. Þar sem eftirspurn í Bandaríkjunum hafi dregist saman, framleiðsla í Suður-Ameríku hafi aukist og hagnaður hafi dregist saman leggi alþjóðlegir glæpahópar áherslu á að auka framboð á kókaíni í Evrópu. Þar sé meðalstyrkur kókaíns meiri en hann hafi verið á síðustu tíu árum. Greiningardeild ríkislögreglustjóra telur þar að auki að neysla kókaíns fari vaxandi á Íslandi og fíklum fjölgi hratt hjá íslenskum meðferðaraðilum.Einn hópur með fingurna víða Aukning þessi í framboði og neyslu kókaíns er, samkvæmt skýrslunni, til marks um aukin umsvif skipulagðra brotahópa á Íslandi og alþjóðlegar tengingar þeirra. Einn þeirra hópa stendur upp úr. „Vitað er að hópur erlendra afbrotamanna er stórtækur á sviði kókaínsölu á Íslandi og að efnið sem hann selur er sérlega hreint og þar með öflugt. Aukinn hreinleiki efna á markaði felur í sér hættu þar eð neytendur fá þá sterkari efni en þeir eru vanir og taka því inn of mikið magn. Samkvæmt upplýsingum greiningardeildar ríkislögreglustjóra látast tugir manna árlega af völdum fíkniefna hér á landi og sérfræðingar segja að „lífshættulegur kókaínfaraldur“ hafa riðið yfir á undanliðnum misserum,“ segir í skýrslunni. Þar að auki segir að áðurnefndur hópur afbrotamanna komi að flestum birtingarmyndum skipulagðrar brotastarfsemi. Hann smygli inn sterkum fíkniefnum og reki öflugt net sölumanna, stundi skipulögð vinnumarkaðsbrot, komi að innflutningi á erlendum vændiskonum til landsins, fremur skattsvik og peningaþvæti. Greiningardeildin segir vísbendingar um að hópur þessi sé að eflast. „Að mati greiningardeildar ríkislögreglustjóra stendur hópur þessi fyrir þaulskipulagðri glæpastarfsemi á Íslandi og telst hann vaxandi ógn við einstaklinga og samfélag.“
Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Sjá meira