Glæpastarfsemi ein alvarlegasta ógn sem steðjar að Íslendingum Samúel Karl Ólason skrifar 28. maí 2019 15:19 Tiltækar upplýsingar lögregluembætta benda til að umsvif erlendra glæpahópa fari vaxandi á sviði fíkniefnaviðskipta. Vísir/Vilhelm Skipulögð brotastarfsemi er alvarlegasta ógn við samfélag og einstaklinga á Íslandi að frátöldum náttúruhamförum. Áhættan fer enn vaxandi en þrátt fyrir það telst Íslands enn sem fyrr afar öruggt samfélag í alþjóðlegum samanburði. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra um skipulagða glæpastarfsemi.Þar segir að skipulögð brotastarfsemi á Íslandi sé hvað greinilegust í innflutningi, framleiðslu, sölu og dreifingu fíkniefna. Ljóst sé að þessi markaður velti miklum fjármunum og að starfsemin sé þaulskipulögð hjá sumum þeirra afbrotahópa sem að honum koma. Þá benda tiltækar upplýsingar lögregluembætta að umsvif erlendra glæpahópa fari vaxandi á sviði fíkniefnaviðskipta. Einn tiltekinn hópur erlendra afbrotamanna er stórtækur á sviði kókaínsölu hér á landi og selur hópurinn sérleg hreint og öflugt efni. Hópurinn er talinn vera með fingurna í allskonar brotastarfsemi og er talið að rúmlega hundrað manns tengist honum. „Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu tengdust á annað hundrað manns fíkniefnamálum á árunum 2015-2017 sem flokkast undir skipulagða brotastarfsemi, innflutning, framleiðslu og sölu. Íslenskir karlmenn eru meirihluti gerenda en hlutur erlendra ríkisborgara er umtalsverður. Í rúmlega þriðjungi mála eru sakborningar útlendingar,“ segir í skýrslunniKókaín sterkara en áður og neysla meiri Kannabisræktun hér á landi hefur stóraukist á undanförnum árum og er kannabismarkaðurinn talinn sjálfbær. Í mörgum tilvikum er sú rækt skipulögð af hópum afbrotamanna. Þá hafa breytingar á alþjóðlegum kókaínmarkaði komið fram hér á landi. Þar sem eftirspurn í Bandaríkjunum hafi dregist saman, framleiðsla í Suður-Ameríku hafi aukist og hagnaður hafi dregist saman leggi alþjóðlegir glæpahópar áherslu á að auka framboð á kókaíni í Evrópu. Þar sé meðalstyrkur kókaíns meiri en hann hafi verið á síðustu tíu árum. Greiningardeild ríkislögreglustjóra telur þar að auki að neysla kókaíns fari vaxandi á Íslandi og fíklum fjölgi hratt hjá íslenskum meðferðaraðilum.Einn hópur með fingurna víða Aukning þessi í framboði og neyslu kókaíns er, samkvæmt skýrslunni, til marks um aukin umsvif skipulagðra brotahópa á Íslandi og alþjóðlegar tengingar þeirra. Einn þeirra hópa stendur upp úr. „Vitað er að hópur erlendra afbrotamanna er stórtækur á sviði kókaínsölu á Íslandi og að efnið sem hann selur er sérlega hreint og þar með öflugt. Aukinn hreinleiki efna á markaði felur í sér hættu þar eð neytendur fá þá sterkari efni en þeir eru vanir og taka því inn of mikið magn. Samkvæmt upplýsingum greiningardeildar ríkislögreglustjóra látast tugir manna árlega af völdum fíkniefna hér á landi og sérfræðingar segja að „lífshættulegur kókaínfaraldur“ hafa riðið yfir á undanliðnum misserum,“ segir í skýrslunni. Þar að auki segir að áðurnefndur hópur afbrotamanna komi að flestum birtingarmyndum skipulagðrar brotastarfsemi. Hann smygli inn sterkum fíkniefnum og reki öflugt net sölumanna, stundi skipulögð vinnumarkaðsbrot, komi að innflutningi á erlendum vændiskonum til landsins, fremur skattsvik og peningaþvæti. Greiningardeildin segir vísbendingar um að hópur þessi sé að eflast. „Að mati greiningardeildar ríkislögreglustjóra stendur hópur þessi fyrir þaulskipulagðri glæpastarfsemi á Íslandi og telst hann vaxandi ógn við einstaklinga og samfélag.“ Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Skipulögð brotastarfsemi er alvarlegasta ógn við samfélag og einstaklinga á Íslandi að frátöldum náttúruhamförum. Áhættan fer enn vaxandi en þrátt fyrir það telst Íslands enn sem fyrr afar öruggt samfélag í alþjóðlegum samanburði. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra um skipulagða glæpastarfsemi.Þar segir að skipulögð brotastarfsemi á Íslandi sé hvað greinilegust í innflutningi, framleiðslu, sölu og dreifingu fíkniefna. Ljóst sé að þessi markaður velti miklum fjármunum og að starfsemin sé þaulskipulögð hjá sumum þeirra afbrotahópa sem að honum koma. Þá benda tiltækar upplýsingar lögregluembætta að umsvif erlendra glæpahópa fari vaxandi á sviði fíkniefnaviðskipta. Einn tiltekinn hópur erlendra afbrotamanna er stórtækur á sviði kókaínsölu hér á landi og selur hópurinn sérleg hreint og öflugt efni. Hópurinn er talinn vera með fingurna í allskonar brotastarfsemi og er talið að rúmlega hundrað manns tengist honum. „Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu tengdust á annað hundrað manns fíkniefnamálum á árunum 2015-2017 sem flokkast undir skipulagða brotastarfsemi, innflutning, framleiðslu og sölu. Íslenskir karlmenn eru meirihluti gerenda en hlutur erlendra ríkisborgara er umtalsverður. Í rúmlega þriðjungi mála eru sakborningar útlendingar,“ segir í skýrslunniKókaín sterkara en áður og neysla meiri Kannabisræktun hér á landi hefur stóraukist á undanförnum árum og er kannabismarkaðurinn talinn sjálfbær. Í mörgum tilvikum er sú rækt skipulögð af hópum afbrotamanna. Þá hafa breytingar á alþjóðlegum kókaínmarkaði komið fram hér á landi. Þar sem eftirspurn í Bandaríkjunum hafi dregist saman, framleiðsla í Suður-Ameríku hafi aukist og hagnaður hafi dregist saman leggi alþjóðlegir glæpahópar áherslu á að auka framboð á kókaíni í Evrópu. Þar sé meðalstyrkur kókaíns meiri en hann hafi verið á síðustu tíu árum. Greiningardeild ríkislögreglustjóra telur þar að auki að neysla kókaíns fari vaxandi á Íslandi og fíklum fjölgi hratt hjá íslenskum meðferðaraðilum.Einn hópur með fingurna víða Aukning þessi í framboði og neyslu kókaíns er, samkvæmt skýrslunni, til marks um aukin umsvif skipulagðra brotahópa á Íslandi og alþjóðlegar tengingar þeirra. Einn þeirra hópa stendur upp úr. „Vitað er að hópur erlendra afbrotamanna er stórtækur á sviði kókaínsölu á Íslandi og að efnið sem hann selur er sérlega hreint og þar með öflugt. Aukinn hreinleiki efna á markaði felur í sér hættu þar eð neytendur fá þá sterkari efni en þeir eru vanir og taka því inn of mikið magn. Samkvæmt upplýsingum greiningardeildar ríkislögreglustjóra látast tugir manna árlega af völdum fíkniefna hér á landi og sérfræðingar segja að „lífshættulegur kókaínfaraldur“ hafa riðið yfir á undanliðnum misserum,“ segir í skýrslunni. Þar að auki segir að áðurnefndur hópur afbrotamanna komi að flestum birtingarmyndum skipulagðrar brotastarfsemi. Hann smygli inn sterkum fíkniefnum og reki öflugt net sölumanna, stundi skipulögð vinnumarkaðsbrot, komi að innflutningi á erlendum vændiskonum til landsins, fremur skattsvik og peningaþvæti. Greiningardeildin segir vísbendingar um að hópur þessi sé að eflast. „Að mati greiningardeildar ríkislögreglustjóra stendur hópur þessi fyrir þaulskipulagðri glæpastarfsemi á Íslandi og telst hann vaxandi ógn við einstaklinga og samfélag.“
Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira