Alltof algengt að fólk virði ekki umferðarlokanir Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 28. maí 2019 18:34 Fólk þurfi að bera virðingu fyrir störfum lögreglu og varast að spilla vettvangi. Vísir/Vilhelm Lögreglan segir of algengt að fólk virði ekki umferðalokanir við slysstaði en eftir alvarlegt slys fyrr í vikunni, þegar ekið var á barn á reiðhjóli, áréttaði lögreglan mikilvægi þess að troðast ekki fram hjá ökutækjum þeirra. Fólk þurfi að bera virðingu fyrir störfum lögreglu og varast að spilla vettvangi. Barnið hjólaði niður Austurgerði, sem er lítil gata í smáíbúðarhverfinu, og við gatnamótin á Sogaveginum, þar fyrir neðan, ekur bíll á það. Lögreglan þurfti að loka gatnamótum við Bústaðaveginn og skilja ökutækin sín eftir til að geta sinnt fyrstu hjálp á vettvangi. Lögreglunni varð fljótt ljóst að um alvarlegt slys var að ræða. „Þegar að slys verða þá fer lögreglan á staðinn ásamt sjúkrabíl og tækjabíl frá slökkviliði. Fyrsta viðbragð hjá okkur er að loka vettvangi nokkuð vítt til að meta stöðuna á vettvangi. Oft þurfa lögreglumenn að fara frá tækjunum. Skilja þau eftir með blá blikkandi ljós. Við hreinlega erum að upplifa það að bílar, ökumenn eru að keyra fram hjá þessum lokunum,“ segir Árni Friðleifsson, varðstjóri umferðardeildar lögreglunnar. Þrátt fyrir ökutæki lögreglu á staðnum, bæði bílar og bifhjól með blikkandi ljós, tróðu ökumenn sér fram hjá og þeim sem tókst það urðu að nema staðar alveg við slysstað. Slíkt gæti haft áhrif á rannsóknahagsmuni. „Lögregla þarf sinn tíma til að skoða rannsóknahagsmuni og hvernig svona slys og umferðarslys verða. Taka myndir og leggja hald á sönnunargögn ef því er að skipta,“ segir hann og bendir á að sé ekið inn á vettvang gæti það haft áhrif á sönnunargögn á vettvangi.Einhver tilmæli sem þú hefur til fólks varðandi þetta?„Það er bara afskaplega einfalt. Það er að virða lokanir þegar lögregla og sjúkrabílar eru við störf. Ef fólk er eitthvað í vafa, þá bara hreinlega bíða þangað til lögreglumaður kemur að tækinu. Við náttúrulega erum að vinna á vettvangi og þurfum fyrst og fremst að hugsa um það. Síðan komum við að tækjunum og þá er einfaldlega hægt að fara út og spyrja. Lögreglumál Umferðaröryggi Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira
Lögreglan segir of algengt að fólk virði ekki umferðalokanir við slysstaði en eftir alvarlegt slys fyrr í vikunni, þegar ekið var á barn á reiðhjóli, áréttaði lögreglan mikilvægi þess að troðast ekki fram hjá ökutækjum þeirra. Fólk þurfi að bera virðingu fyrir störfum lögreglu og varast að spilla vettvangi. Barnið hjólaði niður Austurgerði, sem er lítil gata í smáíbúðarhverfinu, og við gatnamótin á Sogaveginum, þar fyrir neðan, ekur bíll á það. Lögreglan þurfti að loka gatnamótum við Bústaðaveginn og skilja ökutækin sín eftir til að geta sinnt fyrstu hjálp á vettvangi. Lögreglunni varð fljótt ljóst að um alvarlegt slys var að ræða. „Þegar að slys verða þá fer lögreglan á staðinn ásamt sjúkrabíl og tækjabíl frá slökkviliði. Fyrsta viðbragð hjá okkur er að loka vettvangi nokkuð vítt til að meta stöðuna á vettvangi. Oft þurfa lögreglumenn að fara frá tækjunum. Skilja þau eftir með blá blikkandi ljós. Við hreinlega erum að upplifa það að bílar, ökumenn eru að keyra fram hjá þessum lokunum,“ segir Árni Friðleifsson, varðstjóri umferðardeildar lögreglunnar. Þrátt fyrir ökutæki lögreglu á staðnum, bæði bílar og bifhjól með blikkandi ljós, tróðu ökumenn sér fram hjá og þeim sem tókst það urðu að nema staðar alveg við slysstað. Slíkt gæti haft áhrif á rannsóknahagsmuni. „Lögregla þarf sinn tíma til að skoða rannsóknahagsmuni og hvernig svona slys og umferðarslys verða. Taka myndir og leggja hald á sönnunargögn ef því er að skipta,“ segir hann og bendir á að sé ekið inn á vettvang gæti það haft áhrif á sönnunargögn á vettvangi.Einhver tilmæli sem þú hefur til fólks varðandi þetta?„Það er bara afskaplega einfalt. Það er að virða lokanir þegar lögregla og sjúkrabílar eru við störf. Ef fólk er eitthvað í vafa, þá bara hreinlega bíða þangað til lögreglumaður kemur að tækinu. Við náttúrulega erum að vinna á vettvangi og þurfum fyrst og fremst að hugsa um það. Síðan komum við að tækjunum og þá er einfaldlega hægt að fara út og spyrja.
Lögreglumál Umferðaröryggi Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira