Segir sveitarfélögin láta kjaradeiluna bitna á þeim sem hafa lægstu launin Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 17. júlí 2019 13:00 Björn Snæbjörnsson er formaður Starfsgreinasambands Íslands. Vísir/vilhelm Formaður Starfsgreinasambands Íslands segir ótækt að samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga láti þá kjaradeilu sem er í gangi á milli sambandanna bitna á þeim félagsmönnum sem hafa lægstu launin. Samband íslenskra sveitarfélaga sendi í gær ítrekun í tölvupósti til sveitarfélaga landsins að þeim sé með öllu óheimilt að greiða starfsmönnum sem tilheyra Starfsgreinasambandinu, Eflingu og Verkalýðsfélagi Akraness eingreiðslu upp á 106 þúsund krónur nú í ágúst, eins og starfsmönnum annarra stéttarfélaga. Hörð kjaradeila hefur verið á milli SGS og Sambands Íslenskra sveitarfélaga vegna jöfnunar á lífeyrisréttindum. SGS telur að sveitarfélögin, að undanskilinni Reykjavíkurborg, hafi ekki staðið við loforð um jöfnun lífeyrisréttinda félagsmanna sinna. Frá því í mars hafa kjarasamningar Sveitarfélaganna verið lausir og viðræður í gangi. SGS vísaði deilu sinni til sáttasemjara í vor vegna pattstöðu um lífeyrismálin. Vegna þess hvað samningar hafa dregist á langinn gerði samninganefnd sveitarfélaganna samning við þau stéttarfélög sem enn eru í viðræðum um eingreiðsluna en af því að SGS vísaði deilu sinni áfram þá fá þeirra félagsmenn ekki slíka greiðslu. „Þeir bera því við að við séum búin að vísa til sáttasemjara og á þeirri forsendu geta þeir ekki samið við okkur um þetta,“ segir Björn Snæbjörnsson formaður SGS.En er ekki hægt að semja um í samráði við ríkissáttasemjara? „Jú, við létum kanna það hvort þeir væru tilbúnir til þess að gera það en svarið var nei.“ Eingreiðslan sé í raun sárabót fyrir biðlund vegna þess að kjarasamningar hafi verið lausir lengi. SGS hafi verið settir afarkostir. „Að draga til baka frá sáttasemjara og hætta að tala um þessi lífeyrismál sem er ein af okkar aðalkröfum í okkar samningum þannig að það var algjörlega óaðgengilegt. Þeir voru bara að setja deiluna í enn meiri hnút,“ segir Björn. Sveitarfélögin séu að láta deiluna bitna á þeim sem síst skyldi. „Ég lít á þetta sem þannig að það sé verið að láta okkur finna fyrir því að við skyldum vísa til sáttasemjara. Þetta fólk er lægst launaðasta fólki hjá sveitarfélögunum sem er verið að draga að borga. Auðvitað veit ég að þetta mun koma þegar við náum samningunum en þeir fá þetta ekki núna,“ segir Björn. Sambands íslenskra sveitarfélaga gaf út yfirlýsingu þess efnis að þau muni ekki tjá sig um deiluna á meðan hún er á borði ríkissáttasemjara. Kjaramál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Sjá meira
Formaður Starfsgreinasambands Íslands segir ótækt að samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga láti þá kjaradeilu sem er í gangi á milli sambandanna bitna á þeim félagsmönnum sem hafa lægstu launin. Samband íslenskra sveitarfélaga sendi í gær ítrekun í tölvupósti til sveitarfélaga landsins að þeim sé með öllu óheimilt að greiða starfsmönnum sem tilheyra Starfsgreinasambandinu, Eflingu og Verkalýðsfélagi Akraness eingreiðslu upp á 106 þúsund krónur nú í ágúst, eins og starfsmönnum annarra stéttarfélaga. Hörð kjaradeila hefur verið á milli SGS og Sambands Íslenskra sveitarfélaga vegna jöfnunar á lífeyrisréttindum. SGS telur að sveitarfélögin, að undanskilinni Reykjavíkurborg, hafi ekki staðið við loforð um jöfnun lífeyrisréttinda félagsmanna sinna. Frá því í mars hafa kjarasamningar Sveitarfélaganna verið lausir og viðræður í gangi. SGS vísaði deilu sinni til sáttasemjara í vor vegna pattstöðu um lífeyrismálin. Vegna þess hvað samningar hafa dregist á langinn gerði samninganefnd sveitarfélaganna samning við þau stéttarfélög sem enn eru í viðræðum um eingreiðsluna en af því að SGS vísaði deilu sinni áfram þá fá þeirra félagsmenn ekki slíka greiðslu. „Þeir bera því við að við séum búin að vísa til sáttasemjara og á þeirri forsendu geta þeir ekki samið við okkur um þetta,“ segir Björn Snæbjörnsson formaður SGS.En er ekki hægt að semja um í samráði við ríkissáttasemjara? „Jú, við létum kanna það hvort þeir væru tilbúnir til þess að gera það en svarið var nei.“ Eingreiðslan sé í raun sárabót fyrir biðlund vegna þess að kjarasamningar hafi verið lausir lengi. SGS hafi verið settir afarkostir. „Að draga til baka frá sáttasemjara og hætta að tala um þessi lífeyrismál sem er ein af okkar aðalkröfum í okkar samningum þannig að það var algjörlega óaðgengilegt. Þeir voru bara að setja deiluna í enn meiri hnút,“ segir Björn. Sveitarfélögin séu að láta deiluna bitna á þeim sem síst skyldi. „Ég lít á þetta sem þannig að það sé verið að láta okkur finna fyrir því að við skyldum vísa til sáttasemjara. Þetta fólk er lægst launaðasta fólki hjá sveitarfélögunum sem er verið að draga að borga. Auðvitað veit ég að þetta mun koma þegar við náum samningunum en þeir fá þetta ekki núna,“ segir Björn. Sambands íslenskra sveitarfélaga gaf út yfirlýsingu þess efnis að þau muni ekki tjá sig um deiluna á meðan hún er á borði ríkissáttasemjara.
Kjaramál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Sjá meira