„Þessu næ ég fram með nótnaskrift sem hreyfist á tölvuskjá“ Stefán Árni Pálsson skrifar 7. mars 2019 16:30 Hér má sjá sveitina undirbúa verkið. „Tónlistin myndar ævintýraheim og íhugult andrúmsloft. Ákefð og ofsi mæta yfirvegun og ró. Þetta er tónlist sem flæðir eins og lífið - óreglulegt en samt í samhengi. Eins og náttúran er, flæðandi, engir kassar og ekkert rúðustrikað,“ segir tónlistarmaðurinn Guðmundur Steinn Gunnarsson en Fengjastrútur frumflytur Sinfóníu nr. 1 eftir Guðmund Stein í Mengi annað kvöld.„Þessu næ ég fram með nótnaskrift sem hreyfist á tölvuskjá og þarf ekki að styðjast við hefðbundnar nótur alfarið, sérstaklega ekki hvað varðar takt,“ segir Guðmundur en hann lærði tónsmíðar í Listaháskólanum og í Mills College í Bandaríkjunum. „Ég kom aftur heim beint í hrunið, en eftirhrunsárin reyndust vera mjög gjöful í listalífinu og samtökin S.L.Á.T.U.R. fóru t.d. á mikið flug. Sama er að segja umtónlistarhópinn Fengjastrút sem leikur á þessum tónleikum og margt fleira. Ég smám saman þróaði tónmál sem byggir á lífrænni hrynjandi. Þetta leiddi mig út í svokallaða hreyfinótnaskrift, þar sem nótur hreyfast á tölvuskjá en þetta voru líka margir aðrir í slátrinu að fást við.“ Sinfónían er fyrir 9 hljóðfæraleikara sem leika á blásturshljóðfæri, breytt strengjahljóðfæri, breyttar munnhörpur og fundna hluti. Tónlistin vinnur með flest það sem bæði tónlistarhópurinn og höfundurinn hafa verið að vinna að undanfarin ár. Könnun á stillingu, hljóðum og hrynjandi þar sem engar línur eru beinar og engin bil eru jöfn. Sinfónían er tileinkuð minningu rúmenska tónskáldsins Ana-Maria Avram.Guðmundur Steinn samdi sinfóníuna með sinni aðferð.Hann segist eiga það sameiginlegt með mörgum í kringum sig að vinna með einhvers konar takmarkanir, þ.e. tónlist með fá hljóð og fáa hluti og umfram allt fáa. Aðeins komast níu gestir á tónleikana sjálfa og Guðmundur segir að þá myndist mikil nánd milli tónlistarfólks og gesta. „Ekki síst af því að rýmið í Mengi bíður upp á það. Það er engin uppmögnun og fólk heyrir hljóðfærin eins og þau eru. Flest eru hljóðin líka frekar lágvær, flautur, gítarar, munnhörpur, flöskur og annað lítið smádót úr endurvinnslunni.“ Guðmundur segir að gestir megi búast við miklu þegar þeir ganga inn í salinn. „Þetta er kannski einhvers konar seiður sem þú gengur inn í - eitthvað sem málar myndir í hugann, eitthvað sem orð ná ekki til. Tónlistarflutningurinn er eins og einhvers konar látlaust eftir heimsenda ritúal þar sem allir verða í raun þáttakenndur. Hlutir úr endurvinnslunni fá nýtt líf innan í sjaldgæfri hljóðfærasamsetningu.“ Guðmundur segir að bráðlega komi út tvöfaldur geisladiskur með óperunni sem heitir Einvaldsóður. „Hún var tekin upp í gömlu sveitakirkjunni á Árbæjarsafni og byggir á gleymdu 17. aldar kvæði sem var samt mjög vinsælt hér áður fyrr. Ég er að hefja söfnun á Karolinafund með von um að gengið frá öllu því síðasta í því samhengi.“ Tónlist Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira
„Tónlistin myndar ævintýraheim og íhugult andrúmsloft. Ákefð og ofsi mæta yfirvegun og ró. Þetta er tónlist sem flæðir eins og lífið - óreglulegt en samt í samhengi. Eins og náttúran er, flæðandi, engir kassar og ekkert rúðustrikað,“ segir tónlistarmaðurinn Guðmundur Steinn Gunnarsson en Fengjastrútur frumflytur Sinfóníu nr. 1 eftir Guðmund Stein í Mengi annað kvöld.„Þessu næ ég fram með nótnaskrift sem hreyfist á tölvuskjá og þarf ekki að styðjast við hefðbundnar nótur alfarið, sérstaklega ekki hvað varðar takt,“ segir Guðmundur en hann lærði tónsmíðar í Listaháskólanum og í Mills College í Bandaríkjunum. „Ég kom aftur heim beint í hrunið, en eftirhrunsárin reyndust vera mjög gjöful í listalífinu og samtökin S.L.Á.T.U.R. fóru t.d. á mikið flug. Sama er að segja umtónlistarhópinn Fengjastrút sem leikur á þessum tónleikum og margt fleira. Ég smám saman þróaði tónmál sem byggir á lífrænni hrynjandi. Þetta leiddi mig út í svokallaða hreyfinótnaskrift, þar sem nótur hreyfast á tölvuskjá en þetta voru líka margir aðrir í slátrinu að fást við.“ Sinfónían er fyrir 9 hljóðfæraleikara sem leika á blásturshljóðfæri, breytt strengjahljóðfæri, breyttar munnhörpur og fundna hluti. Tónlistin vinnur með flest það sem bæði tónlistarhópurinn og höfundurinn hafa verið að vinna að undanfarin ár. Könnun á stillingu, hljóðum og hrynjandi þar sem engar línur eru beinar og engin bil eru jöfn. Sinfónían er tileinkuð minningu rúmenska tónskáldsins Ana-Maria Avram.Guðmundur Steinn samdi sinfóníuna með sinni aðferð.Hann segist eiga það sameiginlegt með mörgum í kringum sig að vinna með einhvers konar takmarkanir, þ.e. tónlist með fá hljóð og fáa hluti og umfram allt fáa. Aðeins komast níu gestir á tónleikana sjálfa og Guðmundur segir að þá myndist mikil nánd milli tónlistarfólks og gesta. „Ekki síst af því að rýmið í Mengi bíður upp á það. Það er engin uppmögnun og fólk heyrir hljóðfærin eins og þau eru. Flest eru hljóðin líka frekar lágvær, flautur, gítarar, munnhörpur, flöskur og annað lítið smádót úr endurvinnslunni.“ Guðmundur segir að gestir megi búast við miklu þegar þeir ganga inn í salinn. „Þetta er kannski einhvers konar seiður sem þú gengur inn í - eitthvað sem málar myndir í hugann, eitthvað sem orð ná ekki til. Tónlistarflutningurinn er eins og einhvers konar látlaust eftir heimsenda ritúal þar sem allir verða í raun þáttakenndur. Hlutir úr endurvinnslunni fá nýtt líf innan í sjaldgæfri hljóðfærasamsetningu.“ Guðmundur segir að bráðlega komi út tvöfaldur geisladiskur með óperunni sem heitir Einvaldsóður. „Hún var tekin upp í gömlu sveitakirkjunni á Árbæjarsafni og byggir á gleymdu 17. aldar kvæði sem var samt mjög vinsælt hér áður fyrr. Ég er að hefja söfnun á Karolinafund með von um að gengið frá öllu því síðasta í því samhengi.“
Tónlist Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira