Heimilin bæta flokkun og endurvinnslu sorps Sighvatur Arnmundsson skrifar 25. janúar 2019 06:45 Magn óflokkaðs sorps sem hent er í gráar tunnur og í gáma á endurvinnslustöðvum á síðasta ári var 187 kíló á hvern íbúa samanborið við 189,6 kíló árið áður. FRÉTTABLAÐIÐ/Anton Brink „Þetta eru auðvitað stórtíðindi. Heimilin eru að standa sig vel með því að minnka magnið af sorpi sem fer í gráu tunnurnar. En þau eru líka að flokka meira og betur og við sjáum það sérstaklega í plastinu. Það er ástæða til að hrósa íbúum,“ segir Bjarni Gnýr Hjarðar, yfirverkfræðingur hjá Sorpu, um niðurstöður nýrrar húsasorpsrannsóknar. Rannsóknin hefur verið gerð árlega frá 1991 og hefur Bjarni yfirumsjón með verkefninu en þar er innihald óflokkaðs sorps sem er hent frá heimilum á höfuðborgarsvæðinu greint. Tekin eru 100 kílóa sýni úr öllum sorphirðuhverfum höfuðborgarsvæðisins sem eru 26 talsins.Nýjasta könnunin var gerð í nóvember á síðasta ári en niðurstöðurnar voru kynntar fyrir stjórn Sorpu í síðustu viku. Magn óflokkaðs sorps sem hent er í gráar tunnur og í gáma á endurvinnslustöðvum á síðasta ári var 187 kíló á hvern íbúa samanborið við 189,6 kíló árið áður. Þá jókst plast sem skilað var til endurvinnslu í gegnum grænar tunnur, grenndargáma og endurvinnslustöðvar úr 5,3 kílóum á íbúa í sjö kíló. Miklum meirihluta plasts er enn hent með óflokkuðu rusli eða 23,6 kílóum á íbúa sem er þó minna en árið áður þegar það var 26,1 kíló. Þannig skiluðu tæp 23 prósent plasts frá heimilum sér til endurvinnslu á síðasta ári samanborið við tæp 17 prósent árið áður. Heildarmagn plasts minnkaði einnig lítillega eða úr 31,4 kílóum á íbúa í 30,6 kíló. Bjarni segist telja að aukin umræða um plast og endurvinnslu sé að skila sér þótt það sé auðvitað hægt að gera betur.„Þetta sýnir okkur líka að það er til farvegur fyrir plastið sem er mjög mikilvægt. Það hefur verið svolítið í umræðunni að plastið fari í brennslu en ég held að það sé ástæða til að vera jákvæður gagnvart söfnun á plasti,“ segir Bjarni. Heildarmagn pappírs sem fellur til frá heimilum dregst saman milli ára, bæði það sem fer í bláar tunnur, grenndargáma og endurvinnslustöðvar og það sem fer í óflokkað sorp. Þannig skiluðu sér 43,5 kíló á íbúa sér til endurvinnslu á síðasta ári sem var kílói minna en árið áður. Pappír sem endaði í óflokkuðu rusli reyndist 14,7 kíló á íbúa en var 15,9 kíló árið áður. Hlutfall pappírs sem kemur til endurvinnslu frá heimilum jókst því úr 73,7 prósentum í 74,7 prósent. Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
„Þetta eru auðvitað stórtíðindi. Heimilin eru að standa sig vel með því að minnka magnið af sorpi sem fer í gráu tunnurnar. En þau eru líka að flokka meira og betur og við sjáum það sérstaklega í plastinu. Það er ástæða til að hrósa íbúum,“ segir Bjarni Gnýr Hjarðar, yfirverkfræðingur hjá Sorpu, um niðurstöður nýrrar húsasorpsrannsóknar. Rannsóknin hefur verið gerð árlega frá 1991 og hefur Bjarni yfirumsjón með verkefninu en þar er innihald óflokkaðs sorps sem er hent frá heimilum á höfuðborgarsvæðinu greint. Tekin eru 100 kílóa sýni úr öllum sorphirðuhverfum höfuðborgarsvæðisins sem eru 26 talsins.Nýjasta könnunin var gerð í nóvember á síðasta ári en niðurstöðurnar voru kynntar fyrir stjórn Sorpu í síðustu viku. Magn óflokkaðs sorps sem hent er í gráar tunnur og í gáma á endurvinnslustöðvum á síðasta ári var 187 kíló á hvern íbúa samanborið við 189,6 kíló árið áður. Þá jókst plast sem skilað var til endurvinnslu í gegnum grænar tunnur, grenndargáma og endurvinnslustöðvar úr 5,3 kílóum á íbúa í sjö kíló. Miklum meirihluta plasts er enn hent með óflokkuðu rusli eða 23,6 kílóum á íbúa sem er þó minna en árið áður þegar það var 26,1 kíló. Þannig skiluðu tæp 23 prósent plasts frá heimilum sér til endurvinnslu á síðasta ári samanborið við tæp 17 prósent árið áður. Heildarmagn plasts minnkaði einnig lítillega eða úr 31,4 kílóum á íbúa í 30,6 kíló. Bjarni segist telja að aukin umræða um plast og endurvinnslu sé að skila sér þótt það sé auðvitað hægt að gera betur.„Þetta sýnir okkur líka að það er til farvegur fyrir plastið sem er mjög mikilvægt. Það hefur verið svolítið í umræðunni að plastið fari í brennslu en ég held að það sé ástæða til að vera jákvæður gagnvart söfnun á plasti,“ segir Bjarni. Heildarmagn pappírs sem fellur til frá heimilum dregst saman milli ára, bæði það sem fer í bláar tunnur, grenndargáma og endurvinnslustöðvar og það sem fer í óflokkað sorp. Þannig skiluðu sér 43,5 kíló á íbúa sér til endurvinnslu á síðasta ári sem var kílói minna en árið áður. Pappír sem endaði í óflokkuðu rusli reyndist 14,7 kíló á íbúa en var 15,9 kíló árið áður. Hlutfall pappírs sem kemur til endurvinnslu frá heimilum jókst því úr 73,7 prósentum í 74,7 prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira