Segja brottvísunina ekki í samræmi við lög um mannúð Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. nóvember 2019 14:12 Mynd sem No Borders Iceland birtu af konunni þegar hún gekkst undir skoðun á spítala í fyrrakvöld. Mynd/No borders iceland Rauði krossinn harmar framkvæmd brottvísunar albönsku konunnar sem vísað var úr landi í gær. Þá hafi brottvísunin ekki verið í samræmi við lög um mannúð í málefnum útlendinga. Mál konunnar og fjölskyldu hennar, sem komu til Albaníu seint í gærkvöldi, hefur vakið mikla athygli. Konan er gengin 36 vikur en var vísað úr landi þrátt fyrir að vera með vottorð frá heilbrigðisstarfsfólki á Landspítalanum um að hún væri með stoðkerfisverki og ætti erfitt með langt flug. Í yfirlýsingu Rauða krossins er áréttað að brottvísunin hafi verið í andstöðu við ráðleggingar heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu um að þungaðar konur í áhættuhópi fari ekki í flug eftir 32. vikna meðgöngu, en albanska konan var í slíkum hópi vegna fyrri meðgöngu „Brottvísun er þvingunarúrræði sem getur valdið mikilli streitu og kvíða. Streita á móður getur haft alvarlegar og óafturkræfar afleiðingar fyrir hana og ófætt barn hennar,“ segir í yfirlýsingu Rauða krossins. „Rauði krossinn harmar framkvæmd þessa og að ekki hafi verið staldrað við, sér í lagi þegar fyrir lá nýtt læknisvottorð sem stangaðist á við eldra vottorð. Í hinu nýja vottorði var ekki mælt með flutningi og þar segir að konan sé slæm af stoðkerfisverkjum í baki og ætti erfitt með langt flug.“ Þá er vísað í 2. grein laga um útlendinga. Þar segir að markmið laganna sé m.a. að tryggja mannúðlega meðferð stjórnvalda í málefnum útlendinga. „Meðferð á fjölskyldunni var að mati Rauða krossins ekki í samræmi við markmið laganna um mannúð, burtséð frá því hvort verklag sem þetta hafi verið viðhaft áður og Útlendingastofnun telji sig hafa farið eftir öllum reglum eins og fram kom í máli setts forstjóra stofnunarinnar í Kastljósi í gær. Með hliðsjón af aðstæðum í þessu máli hefði flutningur ekki átt að fara fram á þessum tímapunkti svo lífi og móður barns væri ekki stefnt í hættu.“ Þá þurfi verklag í þessum málum að laga. Rauði krossinn telji ekki forsvaranlegt að „túlkun Útlendingastofnunar eða ríkislögreglustjóra geti ráðið úrslitum um hvort að brottflutningur fer fram eða ekki þegar.“ „Heilbrigðisvottorð þurfa að taka af allan vafa um hvort óhætt sé að flytja fólk sem synjað hefur verið um alþjóðlega vernd eða ekki. Úr þessu verklagi verður að bæta strax, hvort um sé að ræða verklag Útlendingastofnunar, ríkislögreglustjóra eða verklag í heilbrigðiskerfinu sem varðar þennan viðkvæma hóp. Brotalöm í kerfinu varðar líf og heilsu einstaklinga. Á bakvið tölur er raunverulegt fólk eins og skýrt sást í fjölmiðlum í gær.“ Hælisleitendur Tengdar fréttir Segir VG sitja með „fallega klæddum fasistum“ við ríkisstjórnarborðið Hallgrímur Helgason, rithöfundur krefst afsagnar dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóra og forstjóra Útlendingastofnunar. 5. nóvember 2019 16:43 Komin til Albaníu eftir nítján klukkustunda ferðalag Albanska fjölskyldan sem vísað var úr landi snemma í gærmorgun er komin til Albaníu, að því er fram kemur í færslu á Facebook-síðu samtakanna No Borders Iceland. 6. nóvember 2019 08:03 Þingmenn fordæma meðferðina á albanskri konu Þingmenn Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata lýstu vanþóknun sinni á meðferð albönsku konunnar og fjölskyldu hennar á Alþingi í dag. 5. nóvember 2019 20:26 Útlendingastofnun segist ekki hafa gert mistök Útlendingastofnun segist ekki hafa gert mistök í máli barnshafandi konu sem vísað var úr landi ásamt fjölskyldu sinni í nótt. Heilbrigðisstarfsmenn hjá mæðravernd og Embætti Landlæknis telja stofnuna hafa farið gegn ráðleggingum heilbrigðisstarfsmanna. 5. nóvember 2019 19:00 Segja að kasóléttri konu hafi verið vísað fyrirvaralaust úr landi Samtökin fullyrða að konunni hafi verið vísað úr landi þrátt fyrir að ljósmóðir og læknar á Mæðravernd hafi gefið út læknisvottorð þess efnis að hún ætti ekki að fljúga. 5. nóvember 2019 11:15 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Sjá meira
Rauði krossinn harmar framkvæmd brottvísunar albönsku konunnar sem vísað var úr landi í gær. Þá hafi brottvísunin ekki verið í samræmi við lög um mannúð í málefnum útlendinga. Mál konunnar og fjölskyldu hennar, sem komu til Albaníu seint í gærkvöldi, hefur vakið mikla athygli. Konan er gengin 36 vikur en var vísað úr landi þrátt fyrir að vera með vottorð frá heilbrigðisstarfsfólki á Landspítalanum um að hún væri með stoðkerfisverki og ætti erfitt með langt flug. Í yfirlýsingu Rauða krossins er áréttað að brottvísunin hafi verið í andstöðu við ráðleggingar heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu um að þungaðar konur í áhættuhópi fari ekki í flug eftir 32. vikna meðgöngu, en albanska konan var í slíkum hópi vegna fyrri meðgöngu „Brottvísun er þvingunarúrræði sem getur valdið mikilli streitu og kvíða. Streita á móður getur haft alvarlegar og óafturkræfar afleiðingar fyrir hana og ófætt barn hennar,“ segir í yfirlýsingu Rauða krossins. „Rauði krossinn harmar framkvæmd þessa og að ekki hafi verið staldrað við, sér í lagi þegar fyrir lá nýtt læknisvottorð sem stangaðist á við eldra vottorð. Í hinu nýja vottorði var ekki mælt með flutningi og þar segir að konan sé slæm af stoðkerfisverkjum í baki og ætti erfitt með langt flug.“ Þá er vísað í 2. grein laga um útlendinga. Þar segir að markmið laganna sé m.a. að tryggja mannúðlega meðferð stjórnvalda í málefnum útlendinga. „Meðferð á fjölskyldunni var að mati Rauða krossins ekki í samræmi við markmið laganna um mannúð, burtséð frá því hvort verklag sem þetta hafi verið viðhaft áður og Útlendingastofnun telji sig hafa farið eftir öllum reglum eins og fram kom í máli setts forstjóra stofnunarinnar í Kastljósi í gær. Með hliðsjón af aðstæðum í þessu máli hefði flutningur ekki átt að fara fram á þessum tímapunkti svo lífi og móður barns væri ekki stefnt í hættu.“ Þá þurfi verklag í þessum málum að laga. Rauði krossinn telji ekki forsvaranlegt að „túlkun Útlendingastofnunar eða ríkislögreglustjóra geti ráðið úrslitum um hvort að brottflutningur fer fram eða ekki þegar.“ „Heilbrigðisvottorð þurfa að taka af allan vafa um hvort óhætt sé að flytja fólk sem synjað hefur verið um alþjóðlega vernd eða ekki. Úr þessu verklagi verður að bæta strax, hvort um sé að ræða verklag Útlendingastofnunar, ríkislögreglustjóra eða verklag í heilbrigðiskerfinu sem varðar þennan viðkvæma hóp. Brotalöm í kerfinu varðar líf og heilsu einstaklinga. Á bakvið tölur er raunverulegt fólk eins og skýrt sást í fjölmiðlum í gær.“
Hælisleitendur Tengdar fréttir Segir VG sitja með „fallega klæddum fasistum“ við ríkisstjórnarborðið Hallgrímur Helgason, rithöfundur krefst afsagnar dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóra og forstjóra Útlendingastofnunar. 5. nóvember 2019 16:43 Komin til Albaníu eftir nítján klukkustunda ferðalag Albanska fjölskyldan sem vísað var úr landi snemma í gærmorgun er komin til Albaníu, að því er fram kemur í færslu á Facebook-síðu samtakanna No Borders Iceland. 6. nóvember 2019 08:03 Þingmenn fordæma meðferðina á albanskri konu Þingmenn Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata lýstu vanþóknun sinni á meðferð albönsku konunnar og fjölskyldu hennar á Alþingi í dag. 5. nóvember 2019 20:26 Útlendingastofnun segist ekki hafa gert mistök Útlendingastofnun segist ekki hafa gert mistök í máli barnshafandi konu sem vísað var úr landi ásamt fjölskyldu sinni í nótt. Heilbrigðisstarfsmenn hjá mæðravernd og Embætti Landlæknis telja stofnuna hafa farið gegn ráðleggingum heilbrigðisstarfsmanna. 5. nóvember 2019 19:00 Segja að kasóléttri konu hafi verið vísað fyrirvaralaust úr landi Samtökin fullyrða að konunni hafi verið vísað úr landi þrátt fyrir að ljósmóðir og læknar á Mæðravernd hafi gefið út læknisvottorð þess efnis að hún ætti ekki að fljúga. 5. nóvember 2019 11:15 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Sjá meira
Segir VG sitja með „fallega klæddum fasistum“ við ríkisstjórnarborðið Hallgrímur Helgason, rithöfundur krefst afsagnar dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóra og forstjóra Útlendingastofnunar. 5. nóvember 2019 16:43
Komin til Albaníu eftir nítján klukkustunda ferðalag Albanska fjölskyldan sem vísað var úr landi snemma í gærmorgun er komin til Albaníu, að því er fram kemur í færslu á Facebook-síðu samtakanna No Borders Iceland. 6. nóvember 2019 08:03
Þingmenn fordæma meðferðina á albanskri konu Þingmenn Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata lýstu vanþóknun sinni á meðferð albönsku konunnar og fjölskyldu hennar á Alþingi í dag. 5. nóvember 2019 20:26
Útlendingastofnun segist ekki hafa gert mistök Útlendingastofnun segist ekki hafa gert mistök í máli barnshafandi konu sem vísað var úr landi ásamt fjölskyldu sinni í nótt. Heilbrigðisstarfsmenn hjá mæðravernd og Embætti Landlæknis telja stofnuna hafa farið gegn ráðleggingum heilbrigðisstarfsmanna. 5. nóvember 2019 19:00
Segja að kasóléttri konu hafi verið vísað fyrirvaralaust úr landi Samtökin fullyrða að konunni hafi verið vísað úr landi þrátt fyrir að ljósmóðir og læknar á Mæðravernd hafi gefið út læknisvottorð þess efnis að hún ætti ekki að fljúga. 5. nóvember 2019 11:15