Byggt í kringum Valhöll Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. nóvember 2019 16:46 Á horni Kringlumýrar og Háaleitisbrautar verður heimilt að reisa 5 hæða skrifstofubyggingu. thg arkitektar Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í dag að heimila uppbyggingu íbúða- og skrifstofuhúsnæðis við Háaleitisbraut 1 í Reykjavík. Alls er gert ráð fyrir 47 nýjum íbúðum og nýrri 5 hæða skrifstofubyggingu á lóðinni. Þar að auki mun bíla- og hjólastæðum fjölga. Lóðin við Háaleitisbraut 1 er alfarið í eigu Reykjavíkurborgar, alls 5677 fermetrar að stærð og er heildarlóðarmatið tæplega 137 milljónir króna. Aðeins ein eign er á lóðinni, Valhöll, þar sem skrifstofur Sjálfstæðisflokksins auk tannlæknastofu og Heyrna- og Talmeinastöð Íslands er að finna. Deiliskipulagstillagan felur í sér breytingu á notkun svæðisins þannig að bætt verði við tveimur nýjum byggingarreitum á lóðina. Næst Kringlumýrarbraut má reisa skrifstofuhús á fimm hæðum ásamt bílakjallara. Á horni Skipholts og Bolholts er heimilt að reisa fimm til sex hæða íbúðarhús með á bilinu 40 til 47 íbúðum, ásamt þjónustu- og verslunarrými.Horft eftir Bolholti til norðurs og Háaleitisbraut til austurs. Á horninu má rísa 47 íbúða fjölbýlishús.thg arkitektarGerð er krafa um að íbúðirnar verði fjölbreyttar að stærð og gerð, „með áherslu á gæðasvæði og gott umhverfi og varðveislu staðaranda og yfirbragðs byggðar,“ eins og það er orðað í tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir svæðið. Eins til tveggja herbergja íbúðir megi ekki vera meira en 50 prósent af heildaríbúðafjölda og engin ein íbúðargerð má fara yfir 30 prósent. Á bilinu 20 til 25 prósent íbúðanna skulu auk þess vera leiguíbúðir, þar af 5 prósent á verði sem kveðið er á um í lögum um almennar íbúðir. Þar að auki er gerð krafa um þakgarða á fjórðu hæð íbúðarhússins og skulu þeir hafa grænt yfirbragð. Með því er átt við gras, runna, tré eða annan gróður sem fær að vaxa á þakinu. Jafnframt er opnað á möguleika á sameiginlega þakgarð fyrir íbúa hússins á fimmtu hæð. Við Valhöll eru 88 bílastæði í dag en áætlað er að þau verði 125 eftir uppbygginguna. Ætlast er til þess að um 70 prósent þeirra verði neðanjarðar. Með framkvæmdunum mun hjólastæðum jafnframt fjölga úr reitnum. Þau eru engin í dag en verða 115 að framkvæmdum loknum.Skrifstofu- og fjölbýlishúsin sjást bæði frá botni Bolholts.thg arkitektarValhöll var reist á árunum 1973-1975 og er hönnuð af arkitektunum Halldóri H. Jónssyni og Garðari Halldórssyni. Þrátt fyrir að Valhöll sé ekki friðlýst lagði Borgarsögusafn til að húsið yrði sett í svokallaðan rauðan verndarflokk, sem ætlað er húsum sem æskilægt væri að vernda vegna sérstöðu þeirra. Valhöll sé kennileiti fyrir hverfið og „þarfnast umhverfislegs andrýmis til að njóta sín sem slíkt,“ eins og segir í umsögn Borgarsögusafns. Minjastofnun Íslands tók undir tillögu Borgarsögusafns, en gerði að öðru leyti ekki athugasemdir við fyrirhugaða uppbyggingu á reitnum. Engar fornleifar eru skráðar á skipulagsreitnum. Samþykkta deiliskipulagstillagan kveður á um að íbúðarhúsið á reitnum verði „hannað í manneskjulegum skala og í takt við nærumhverfið.“ Hæð og lengd íbúðarhússins skal brotin upp, líklega til að skyggja ekki um of á Valhöll. Aukinheldur er gerð krafa um að fimmta hæð skrifstofubyggingarinnar verði inndregin. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs, greindi frá samþykktinni í dag og birti myndir af fyrirhugaðari uppbyggingu með færslu sinni á Twitter.Þétting byggðar er alltaf góð. Líka í kringum Valhöll.47 nýjar íbúðir &5 hæða ný skrifstofubygging= Aukning um 7.500 fm288 bílastæði verða 125 bílastæði0 hjólastæði verða 115pic.twitter.com/hWlobFmXRD— Sigurborg Ósk Haraldsdóttir (@SigurborgOsk) November 6, 2019 Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Skipulag Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Fleiri fréttir Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Sjá meira
Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í dag að heimila uppbyggingu íbúða- og skrifstofuhúsnæðis við Háaleitisbraut 1 í Reykjavík. Alls er gert ráð fyrir 47 nýjum íbúðum og nýrri 5 hæða skrifstofubyggingu á lóðinni. Þar að auki mun bíla- og hjólastæðum fjölga. Lóðin við Háaleitisbraut 1 er alfarið í eigu Reykjavíkurborgar, alls 5677 fermetrar að stærð og er heildarlóðarmatið tæplega 137 milljónir króna. Aðeins ein eign er á lóðinni, Valhöll, þar sem skrifstofur Sjálfstæðisflokksins auk tannlæknastofu og Heyrna- og Talmeinastöð Íslands er að finna. Deiliskipulagstillagan felur í sér breytingu á notkun svæðisins þannig að bætt verði við tveimur nýjum byggingarreitum á lóðina. Næst Kringlumýrarbraut má reisa skrifstofuhús á fimm hæðum ásamt bílakjallara. Á horni Skipholts og Bolholts er heimilt að reisa fimm til sex hæða íbúðarhús með á bilinu 40 til 47 íbúðum, ásamt þjónustu- og verslunarrými.Horft eftir Bolholti til norðurs og Háaleitisbraut til austurs. Á horninu má rísa 47 íbúða fjölbýlishús.thg arkitektarGerð er krafa um að íbúðirnar verði fjölbreyttar að stærð og gerð, „með áherslu á gæðasvæði og gott umhverfi og varðveislu staðaranda og yfirbragðs byggðar,“ eins og það er orðað í tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir svæðið. Eins til tveggja herbergja íbúðir megi ekki vera meira en 50 prósent af heildaríbúðafjölda og engin ein íbúðargerð má fara yfir 30 prósent. Á bilinu 20 til 25 prósent íbúðanna skulu auk þess vera leiguíbúðir, þar af 5 prósent á verði sem kveðið er á um í lögum um almennar íbúðir. Þar að auki er gerð krafa um þakgarða á fjórðu hæð íbúðarhússins og skulu þeir hafa grænt yfirbragð. Með því er átt við gras, runna, tré eða annan gróður sem fær að vaxa á þakinu. Jafnframt er opnað á möguleika á sameiginlega þakgarð fyrir íbúa hússins á fimmtu hæð. Við Valhöll eru 88 bílastæði í dag en áætlað er að þau verði 125 eftir uppbygginguna. Ætlast er til þess að um 70 prósent þeirra verði neðanjarðar. Með framkvæmdunum mun hjólastæðum jafnframt fjölga úr reitnum. Þau eru engin í dag en verða 115 að framkvæmdum loknum.Skrifstofu- og fjölbýlishúsin sjást bæði frá botni Bolholts.thg arkitektarValhöll var reist á árunum 1973-1975 og er hönnuð af arkitektunum Halldóri H. Jónssyni og Garðari Halldórssyni. Þrátt fyrir að Valhöll sé ekki friðlýst lagði Borgarsögusafn til að húsið yrði sett í svokallaðan rauðan verndarflokk, sem ætlað er húsum sem æskilægt væri að vernda vegna sérstöðu þeirra. Valhöll sé kennileiti fyrir hverfið og „þarfnast umhverfislegs andrýmis til að njóta sín sem slíkt,“ eins og segir í umsögn Borgarsögusafns. Minjastofnun Íslands tók undir tillögu Borgarsögusafns, en gerði að öðru leyti ekki athugasemdir við fyrirhugaða uppbyggingu á reitnum. Engar fornleifar eru skráðar á skipulagsreitnum. Samþykkta deiliskipulagstillagan kveður á um að íbúðarhúsið á reitnum verði „hannað í manneskjulegum skala og í takt við nærumhverfið.“ Hæð og lengd íbúðarhússins skal brotin upp, líklega til að skyggja ekki um of á Valhöll. Aukinheldur er gerð krafa um að fimmta hæð skrifstofubyggingarinnar verði inndregin. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs, greindi frá samþykktinni í dag og birti myndir af fyrirhugaðari uppbyggingu með færslu sinni á Twitter.Þétting byggðar er alltaf góð. Líka í kringum Valhöll.47 nýjar íbúðir &5 hæða ný skrifstofubygging= Aukning um 7.500 fm288 bílastæði verða 125 bílastæði0 hjólastæði verða 115pic.twitter.com/hWlobFmXRD— Sigurborg Ósk Haraldsdóttir (@SigurborgOsk) November 6, 2019
Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Skipulag Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Fleiri fréttir Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Sjá meira