Útlendingastofnun tekur athugasemdum mjög alvarlega Samúel Karl Ólason skrifar 6. nóvember 2019 17:40 Í yfirlýsingunni kemur fram að hvorki Útlendingastofnun né stoðdeild Ríkislögreglustjóra hafi aðgang að sjúkraskrám eða öðrum upplýsingum heilbrigðiskerfisins. Því þurfi starfsmenn þeirra að reiða sig á útgefin vottorð lækna til að byggja ákvarðanir á. Vísir/Vilhelm Útlendingastofnun tekur athugasemdir aðstoðarmanns landlæknis og starfsfólks heilbrigðiskerfisins um að með flutningi konu til Albaníu í gær úr landi hafi verið farið gegn ráðleggingum sérfræðinga og heilbrigðisstarfsmanna mjög alvarlega. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni þar sem einnig kemur fram að búið sé að óska eftir fundi með embætti landlæknis svo hægt verði að fara yfir málið og kanna með hvaða hætti skuli standa að öflun læknisvottorða vegna slíkra mála. Í yfirlýsingunni kemur fram að hvorki Útlendingastofnun né stoðdeild Ríkislögreglustjóra hafi aðgang að sjúkraskrám eða öðrum upplýsingum heilbrigðiskerfisins. Því þurfi starfsmenn þeirra að reiða sig á útgefin vottorð lækna til að byggja ákvarðanir á. „Það er reynsla stofnunarinnar hingað til að þegar læknar telji óráðlegt af heilbrigðisástæðum að einstaklingur sé fluttur úr landi með flugi þá sé kveðið á um það með skýrum hætti í vottorði og er framkvæmd flutnings frestað í slíkum tilvikum,“ segir í yfirlýsingunni. Konan kom hingað til lands ásamt manni sínum og barni og sótti um alþjóðlega vernd í byrjun október.Sjá einnig: Tók afrit af vottorðinu því flóttafólk þurfi alltaf að bera sönnunarbyrðina „Málið var afgreitt af Útlendingastofnun með ákvörðun um synjun í forgangsmeðferð þann 11. október. Í framhaldinu var málinu vísað til stoðdeildar Ríkislögreglustjóra sem ber ábyrgð á því að framkvæma ákvarðanir um flutning umsækjenda til síns heima. Undirbúningur stoðdeildar varðandi tilhögun á lögreglufylgd tekur sinn tíma en hann felst meðal annars í vali á ferðaleið og öflun samþykkis erlendra stjórnvalda fyrir gegnumför lögreglumanna í fylgd sem og stjórnvalda í móttökuríki. Þar að auki er það hlutverk starfsmanna stoðdeildar að ganga úr skugga um að ekki séu til staðar ástæður sem koma í veg fyrir framkvæmd flutningsins.“ Starfsmenn stoðdeildar höfðu samband við heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu, sem annast þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd, og fékk vottorð frá lækni um að konan væri gengin rúmar 35 vikur og ferðafær. Það vottorð var gefið út þann 4. nóvember, eða degi fyrir brottvísun fjölskyldunnar. Það er í samræmi við reglur flugfélaga um aldur slíkra vottorða. Seinna þann sama dag fór konan á kvennadeild Landspítala og var útskrifuð eftir miðnætti. Lögregluþjónar fengu tilkynningu um það þegar konan var aftur komin í búsetuúrræðið þar sem hún hefur haldið til og fóru þangað og ræddu við hana. Samkvæmt áðurnefndri yfirlýsingu fengu þeir að sjá vottorðið og kom þar hvergi fram að fyrirhugaður flutningur væri óráðlegur né að hann myndi stefna öryggi hennar í hættu. Því hafi verið ákveðið að hætta ekki við brottvísunina. „Eins og settur forstjóri Útlendingastofnunar fór yfir í samtölum við fjölmiðla í gær var framkvæmdin í þessu tiltekna máli í samræmi við stefnu stjórnvalda um mannúðlega og skjóta afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd og í samræmi við verklag Útlendingastofnunar og stoðdeildar ríkislögreglustjóra í slíkum málum,“ segir í yfirlýsingunni. Hælisleitendur Lögreglumál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Segja brottvísunina ekki í samræmi við lög um mannúð Rauði krossinn harmar framkvæmd brottvísunar albönsku konunnar sem vísað var úr landi í gær. 6. nóvember 2019 14:12 Komin til Albaníu eftir nítján klukkustunda ferðalag Albanska fjölskyldan sem vísað var úr landi snemma í gærmorgun er komin til Albaníu, að því er fram kemur í færslu á Facebook-síðu samtakanna No Borders Iceland. 6. nóvember 2019 08:03 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Fleiri fréttir „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Sjá meira
Útlendingastofnun tekur athugasemdir aðstoðarmanns landlæknis og starfsfólks heilbrigðiskerfisins um að með flutningi konu til Albaníu í gær úr landi hafi verið farið gegn ráðleggingum sérfræðinga og heilbrigðisstarfsmanna mjög alvarlega. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni þar sem einnig kemur fram að búið sé að óska eftir fundi með embætti landlæknis svo hægt verði að fara yfir málið og kanna með hvaða hætti skuli standa að öflun læknisvottorða vegna slíkra mála. Í yfirlýsingunni kemur fram að hvorki Útlendingastofnun né stoðdeild Ríkislögreglustjóra hafi aðgang að sjúkraskrám eða öðrum upplýsingum heilbrigðiskerfisins. Því þurfi starfsmenn þeirra að reiða sig á útgefin vottorð lækna til að byggja ákvarðanir á. „Það er reynsla stofnunarinnar hingað til að þegar læknar telji óráðlegt af heilbrigðisástæðum að einstaklingur sé fluttur úr landi með flugi þá sé kveðið á um það með skýrum hætti í vottorði og er framkvæmd flutnings frestað í slíkum tilvikum,“ segir í yfirlýsingunni. Konan kom hingað til lands ásamt manni sínum og barni og sótti um alþjóðlega vernd í byrjun október.Sjá einnig: Tók afrit af vottorðinu því flóttafólk þurfi alltaf að bera sönnunarbyrðina „Málið var afgreitt af Útlendingastofnun með ákvörðun um synjun í forgangsmeðferð þann 11. október. Í framhaldinu var málinu vísað til stoðdeildar Ríkislögreglustjóra sem ber ábyrgð á því að framkvæma ákvarðanir um flutning umsækjenda til síns heima. Undirbúningur stoðdeildar varðandi tilhögun á lögreglufylgd tekur sinn tíma en hann felst meðal annars í vali á ferðaleið og öflun samþykkis erlendra stjórnvalda fyrir gegnumför lögreglumanna í fylgd sem og stjórnvalda í móttökuríki. Þar að auki er það hlutverk starfsmanna stoðdeildar að ganga úr skugga um að ekki séu til staðar ástæður sem koma í veg fyrir framkvæmd flutningsins.“ Starfsmenn stoðdeildar höfðu samband við heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu, sem annast þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd, og fékk vottorð frá lækni um að konan væri gengin rúmar 35 vikur og ferðafær. Það vottorð var gefið út þann 4. nóvember, eða degi fyrir brottvísun fjölskyldunnar. Það er í samræmi við reglur flugfélaga um aldur slíkra vottorða. Seinna þann sama dag fór konan á kvennadeild Landspítala og var útskrifuð eftir miðnætti. Lögregluþjónar fengu tilkynningu um það þegar konan var aftur komin í búsetuúrræðið þar sem hún hefur haldið til og fóru þangað og ræddu við hana. Samkvæmt áðurnefndri yfirlýsingu fengu þeir að sjá vottorðið og kom þar hvergi fram að fyrirhugaður flutningur væri óráðlegur né að hann myndi stefna öryggi hennar í hættu. Því hafi verið ákveðið að hætta ekki við brottvísunina. „Eins og settur forstjóri Útlendingastofnunar fór yfir í samtölum við fjölmiðla í gær var framkvæmdin í þessu tiltekna máli í samræmi við stefnu stjórnvalda um mannúðlega og skjóta afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd og í samræmi við verklag Útlendingastofnunar og stoðdeildar ríkislögreglustjóra í slíkum málum,“ segir í yfirlýsingunni.
Hælisleitendur Lögreglumál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Segja brottvísunina ekki í samræmi við lög um mannúð Rauði krossinn harmar framkvæmd brottvísunar albönsku konunnar sem vísað var úr landi í gær. 6. nóvember 2019 14:12 Komin til Albaníu eftir nítján klukkustunda ferðalag Albanska fjölskyldan sem vísað var úr landi snemma í gærmorgun er komin til Albaníu, að því er fram kemur í færslu á Facebook-síðu samtakanna No Borders Iceland. 6. nóvember 2019 08:03 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Fleiri fréttir „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Sjá meira
Segja brottvísunina ekki í samræmi við lög um mannúð Rauði krossinn harmar framkvæmd brottvísunar albönsku konunnar sem vísað var úr landi í gær. 6. nóvember 2019 14:12
Komin til Albaníu eftir nítján klukkustunda ferðalag Albanska fjölskyldan sem vísað var úr landi snemma í gærmorgun er komin til Albaníu, að því er fram kemur í færslu á Facebook-síðu samtakanna No Borders Iceland. 6. nóvember 2019 08:03