Útlendingastofnun tekur athugasemdum mjög alvarlega Samúel Karl Ólason skrifar 6. nóvember 2019 17:40 Í yfirlýsingunni kemur fram að hvorki Útlendingastofnun né stoðdeild Ríkislögreglustjóra hafi aðgang að sjúkraskrám eða öðrum upplýsingum heilbrigðiskerfisins. Því þurfi starfsmenn þeirra að reiða sig á útgefin vottorð lækna til að byggja ákvarðanir á. Vísir/Vilhelm Útlendingastofnun tekur athugasemdir aðstoðarmanns landlæknis og starfsfólks heilbrigðiskerfisins um að með flutningi konu til Albaníu í gær úr landi hafi verið farið gegn ráðleggingum sérfræðinga og heilbrigðisstarfsmanna mjög alvarlega. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni þar sem einnig kemur fram að búið sé að óska eftir fundi með embætti landlæknis svo hægt verði að fara yfir málið og kanna með hvaða hætti skuli standa að öflun læknisvottorða vegna slíkra mála. Í yfirlýsingunni kemur fram að hvorki Útlendingastofnun né stoðdeild Ríkislögreglustjóra hafi aðgang að sjúkraskrám eða öðrum upplýsingum heilbrigðiskerfisins. Því þurfi starfsmenn þeirra að reiða sig á útgefin vottorð lækna til að byggja ákvarðanir á. „Það er reynsla stofnunarinnar hingað til að þegar læknar telji óráðlegt af heilbrigðisástæðum að einstaklingur sé fluttur úr landi með flugi þá sé kveðið á um það með skýrum hætti í vottorði og er framkvæmd flutnings frestað í slíkum tilvikum,“ segir í yfirlýsingunni. Konan kom hingað til lands ásamt manni sínum og barni og sótti um alþjóðlega vernd í byrjun október.Sjá einnig: Tók afrit af vottorðinu því flóttafólk þurfi alltaf að bera sönnunarbyrðina „Málið var afgreitt af Útlendingastofnun með ákvörðun um synjun í forgangsmeðferð þann 11. október. Í framhaldinu var málinu vísað til stoðdeildar Ríkislögreglustjóra sem ber ábyrgð á því að framkvæma ákvarðanir um flutning umsækjenda til síns heima. Undirbúningur stoðdeildar varðandi tilhögun á lögreglufylgd tekur sinn tíma en hann felst meðal annars í vali á ferðaleið og öflun samþykkis erlendra stjórnvalda fyrir gegnumför lögreglumanna í fylgd sem og stjórnvalda í móttökuríki. Þar að auki er það hlutverk starfsmanna stoðdeildar að ganga úr skugga um að ekki séu til staðar ástæður sem koma í veg fyrir framkvæmd flutningsins.“ Starfsmenn stoðdeildar höfðu samband við heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu, sem annast þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd, og fékk vottorð frá lækni um að konan væri gengin rúmar 35 vikur og ferðafær. Það vottorð var gefið út þann 4. nóvember, eða degi fyrir brottvísun fjölskyldunnar. Það er í samræmi við reglur flugfélaga um aldur slíkra vottorða. Seinna þann sama dag fór konan á kvennadeild Landspítala og var útskrifuð eftir miðnætti. Lögregluþjónar fengu tilkynningu um það þegar konan var aftur komin í búsetuúrræðið þar sem hún hefur haldið til og fóru þangað og ræddu við hana. Samkvæmt áðurnefndri yfirlýsingu fengu þeir að sjá vottorðið og kom þar hvergi fram að fyrirhugaður flutningur væri óráðlegur né að hann myndi stefna öryggi hennar í hættu. Því hafi verið ákveðið að hætta ekki við brottvísunina. „Eins og settur forstjóri Útlendingastofnunar fór yfir í samtölum við fjölmiðla í gær var framkvæmdin í þessu tiltekna máli í samræmi við stefnu stjórnvalda um mannúðlega og skjóta afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd og í samræmi við verklag Útlendingastofnunar og stoðdeildar ríkislögreglustjóra í slíkum málum,“ segir í yfirlýsingunni. Hælisleitendur Lögreglumál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Segja brottvísunina ekki í samræmi við lög um mannúð Rauði krossinn harmar framkvæmd brottvísunar albönsku konunnar sem vísað var úr landi í gær. 6. nóvember 2019 14:12 Komin til Albaníu eftir nítján klukkustunda ferðalag Albanska fjölskyldan sem vísað var úr landi snemma í gærmorgun er komin til Albaníu, að því er fram kemur í færslu á Facebook-síðu samtakanna No Borders Iceland. 6. nóvember 2019 08:03 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira
Útlendingastofnun tekur athugasemdir aðstoðarmanns landlæknis og starfsfólks heilbrigðiskerfisins um að með flutningi konu til Albaníu í gær úr landi hafi verið farið gegn ráðleggingum sérfræðinga og heilbrigðisstarfsmanna mjög alvarlega. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni þar sem einnig kemur fram að búið sé að óska eftir fundi með embætti landlæknis svo hægt verði að fara yfir málið og kanna með hvaða hætti skuli standa að öflun læknisvottorða vegna slíkra mála. Í yfirlýsingunni kemur fram að hvorki Útlendingastofnun né stoðdeild Ríkislögreglustjóra hafi aðgang að sjúkraskrám eða öðrum upplýsingum heilbrigðiskerfisins. Því þurfi starfsmenn þeirra að reiða sig á útgefin vottorð lækna til að byggja ákvarðanir á. „Það er reynsla stofnunarinnar hingað til að þegar læknar telji óráðlegt af heilbrigðisástæðum að einstaklingur sé fluttur úr landi með flugi þá sé kveðið á um það með skýrum hætti í vottorði og er framkvæmd flutnings frestað í slíkum tilvikum,“ segir í yfirlýsingunni. Konan kom hingað til lands ásamt manni sínum og barni og sótti um alþjóðlega vernd í byrjun október.Sjá einnig: Tók afrit af vottorðinu því flóttafólk þurfi alltaf að bera sönnunarbyrðina „Málið var afgreitt af Útlendingastofnun með ákvörðun um synjun í forgangsmeðferð þann 11. október. Í framhaldinu var málinu vísað til stoðdeildar Ríkislögreglustjóra sem ber ábyrgð á því að framkvæma ákvarðanir um flutning umsækjenda til síns heima. Undirbúningur stoðdeildar varðandi tilhögun á lögreglufylgd tekur sinn tíma en hann felst meðal annars í vali á ferðaleið og öflun samþykkis erlendra stjórnvalda fyrir gegnumför lögreglumanna í fylgd sem og stjórnvalda í móttökuríki. Þar að auki er það hlutverk starfsmanna stoðdeildar að ganga úr skugga um að ekki séu til staðar ástæður sem koma í veg fyrir framkvæmd flutningsins.“ Starfsmenn stoðdeildar höfðu samband við heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu, sem annast þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd, og fékk vottorð frá lækni um að konan væri gengin rúmar 35 vikur og ferðafær. Það vottorð var gefið út þann 4. nóvember, eða degi fyrir brottvísun fjölskyldunnar. Það er í samræmi við reglur flugfélaga um aldur slíkra vottorða. Seinna þann sama dag fór konan á kvennadeild Landspítala og var útskrifuð eftir miðnætti. Lögregluþjónar fengu tilkynningu um það þegar konan var aftur komin í búsetuúrræðið þar sem hún hefur haldið til og fóru þangað og ræddu við hana. Samkvæmt áðurnefndri yfirlýsingu fengu þeir að sjá vottorðið og kom þar hvergi fram að fyrirhugaður flutningur væri óráðlegur né að hann myndi stefna öryggi hennar í hættu. Því hafi verið ákveðið að hætta ekki við brottvísunina. „Eins og settur forstjóri Útlendingastofnunar fór yfir í samtölum við fjölmiðla í gær var framkvæmdin í þessu tiltekna máli í samræmi við stefnu stjórnvalda um mannúðlega og skjóta afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd og í samræmi við verklag Útlendingastofnunar og stoðdeildar ríkislögreglustjóra í slíkum málum,“ segir í yfirlýsingunni.
Hælisleitendur Lögreglumál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Segja brottvísunina ekki í samræmi við lög um mannúð Rauði krossinn harmar framkvæmd brottvísunar albönsku konunnar sem vísað var úr landi í gær. 6. nóvember 2019 14:12 Komin til Albaníu eftir nítján klukkustunda ferðalag Albanska fjölskyldan sem vísað var úr landi snemma í gærmorgun er komin til Albaníu, að því er fram kemur í færslu á Facebook-síðu samtakanna No Borders Iceland. 6. nóvember 2019 08:03 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira
Segja brottvísunina ekki í samræmi við lög um mannúð Rauði krossinn harmar framkvæmd brottvísunar albönsku konunnar sem vísað var úr landi í gær. 6. nóvember 2019 14:12
Komin til Albaníu eftir nítján klukkustunda ferðalag Albanska fjölskyldan sem vísað var úr landi snemma í gærmorgun er komin til Albaníu, að því er fram kemur í færslu á Facebook-síðu samtakanna No Borders Iceland. 6. nóvember 2019 08:03