Nick Rhodes: Duran Duran aldrei í Eurovision Sighvatur Jónsson skrifar 18. maí 2019 18:30 Hljómsveitin Duran Duran, sem heldur tónleika á Íslandi eftir rúman mánuð, mun aldrei taka þátt í Eurovision. Þetta segir Nick Rhodes, hljómborðsleikari sveitarinnar. Hann segist ekki hafa fylgst með söngvakeppninni í tíu ár hið minnsta. Duran Duran var stofnuð í Birmingham á Englandi fyrir 41 ári. Nick Rhodes hljómborðsleikari og John Taylor bassaleikari stofnuðu sveitina. Síðar bættust við trommuleikarinn Roger Taylor, gítarleikarinn Andy Taylor og söngvarinn Simon LeBon. Andy er hættur en hinir fjórir hafa starfað saman undanfarin ár.Nick Rhodes hlakkar mikið til að koma til Íslands aftur en Duran Duran spilaði síðast á Íslandi 2005.Aftur til Íslands 14 árum síðar Duran Duran spilaði síðast á Íslandi 2005. Nick Rhodes hlakkar til að koma aftur til Íslands. Tónleikarnir verða í Laugardalshöll 25. júní næstkomandi. Nick segir að hljómsveitarmeðlimir hafi ákveðið að spila á stöðum sem þeir heimsóttu ekki í síðustu tónleikaferð sveitarinnar. „Mér fannst ótrúlegt þegar ég uppgötvaði að það er liðinn áratugur og rúmlega það frá síðustu Íslandsferð okkar,“ segir Nick Rhodes. Duran Duran spilar í Danmörku þremur dögum síðar svo meðlimum sveitarinnar gefst ekki mikill tími til að skoða sig um hér á landi. „Við fáum vonandi einn frídag til að skoða okkur um á ykkar frábæra landi.“ Síðasta plata Duran Duran Paper Gods kom út 2015. Nick Rhodes segir að hljómsveitin vinni að nýrri plötu. „Vinna við nýju plötuna hófst fyrir nokkrum mánuðum. Þess á milli getum við leyft okkur að koma fram á tónleikum sem er mjög skemmtilegt. Við vildum ekki fara í stóra tónleikaferð heldur velja einstaka staði sem okkur langaði að spila á.“Fylgist ekki með Eurovision Samtalið við Nick barst að Eurovision sem nær hámarki með lokakeppninni í Tel Aviv í Ísrael í kvöld. Íslenska laginu Hatrið mun sigra hefur verið spáð góðu gengi, hæst hefur það farið í 4. sætið hjá veðbönkum. Hljómsveitin Hatari hefur vakið mikla athygli hjá erlendum fjölmiðlum - en ekki hjá Nick Rhodes, hljómborðsleikara Duran Duran. Hann segist ekki hafa fylgst með keppninni í áratug. „Það er mjög leiðinlegt að segja frá því að ég hef ekki séð eða heyrt eitt einasta Eurovisionlag í að minnsta kosti tíu ár. Ég fylgist ekkert með keppninni en ég veit að hún gleður marga,“ segir Nick Rhodes, hljómborðsleikari Duran Duran.Í spilaranum að ofan geturðu heyrt viðtalið við Nick Rhodes í fullri lengd. Eurovision Tónlist Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Sjá meira
Hljómsveitin Duran Duran, sem heldur tónleika á Íslandi eftir rúman mánuð, mun aldrei taka þátt í Eurovision. Þetta segir Nick Rhodes, hljómborðsleikari sveitarinnar. Hann segist ekki hafa fylgst með söngvakeppninni í tíu ár hið minnsta. Duran Duran var stofnuð í Birmingham á Englandi fyrir 41 ári. Nick Rhodes hljómborðsleikari og John Taylor bassaleikari stofnuðu sveitina. Síðar bættust við trommuleikarinn Roger Taylor, gítarleikarinn Andy Taylor og söngvarinn Simon LeBon. Andy er hættur en hinir fjórir hafa starfað saman undanfarin ár.Nick Rhodes hlakkar mikið til að koma til Íslands aftur en Duran Duran spilaði síðast á Íslandi 2005.Aftur til Íslands 14 árum síðar Duran Duran spilaði síðast á Íslandi 2005. Nick Rhodes hlakkar til að koma aftur til Íslands. Tónleikarnir verða í Laugardalshöll 25. júní næstkomandi. Nick segir að hljómsveitarmeðlimir hafi ákveðið að spila á stöðum sem þeir heimsóttu ekki í síðustu tónleikaferð sveitarinnar. „Mér fannst ótrúlegt þegar ég uppgötvaði að það er liðinn áratugur og rúmlega það frá síðustu Íslandsferð okkar,“ segir Nick Rhodes. Duran Duran spilar í Danmörku þremur dögum síðar svo meðlimum sveitarinnar gefst ekki mikill tími til að skoða sig um hér á landi. „Við fáum vonandi einn frídag til að skoða okkur um á ykkar frábæra landi.“ Síðasta plata Duran Duran Paper Gods kom út 2015. Nick Rhodes segir að hljómsveitin vinni að nýrri plötu. „Vinna við nýju plötuna hófst fyrir nokkrum mánuðum. Þess á milli getum við leyft okkur að koma fram á tónleikum sem er mjög skemmtilegt. Við vildum ekki fara í stóra tónleikaferð heldur velja einstaka staði sem okkur langaði að spila á.“Fylgist ekki með Eurovision Samtalið við Nick barst að Eurovision sem nær hámarki með lokakeppninni í Tel Aviv í Ísrael í kvöld. Íslenska laginu Hatrið mun sigra hefur verið spáð góðu gengi, hæst hefur það farið í 4. sætið hjá veðbönkum. Hljómsveitin Hatari hefur vakið mikla athygli hjá erlendum fjölmiðlum - en ekki hjá Nick Rhodes, hljómborðsleikara Duran Duran. Hann segist ekki hafa fylgst með keppninni í áratug. „Það er mjög leiðinlegt að segja frá því að ég hef ekki séð eða heyrt eitt einasta Eurovisionlag í að minnsta kosti tíu ár. Ég fylgist ekkert með keppninni en ég veit að hún gleður marga,“ segir Nick Rhodes, hljómborðsleikari Duran Duran.Í spilaranum að ofan geturðu heyrt viðtalið við Nick Rhodes í fullri lengd.
Eurovision Tónlist Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Sjá meira