Sparkað í heimilislausa Benedikt Bóas skrifar 18. maí 2019 15:00 Góðgerðarleikur, Eurovision 2019. Allir samankomnir eftir leik með bros á vör og góða skapið að vopni. Settur var upp góðgerðarleikur milli heimsmeistaraliðs heimilislausra í Ísrael og íslenskra fjölmiðlamanna. Fréttablaðið og Svikamylla mættu fyrir hönd Íslands og tóku hlutverkið alvarlega. Felix Bergsson, fararstjóri hópsins, var tengiliður við leikinn og boðaði menn og konur til leiks. Ekki voru allir klárir að koma en Fréttablaðið og Svikamylla mættu til leiks. Morgunblaðið, RÚV og Vísir boðuðu forföll af mismunandi ástæðum. Orri Dror, Íslandsvinur með meiru, boðaði til leiksins og hélt einnig íslenskt partí í leiðinni. Sá kann nokkur orð í íslensku en hann og eiginkona hans, Yaël Bar Cohen, giftu sig heima á Fróni. Í liði Íslands var einnig Ori Garmizo sem lék körfubolta með Haukum í vetur. Sýndi hann nokkuð lipra takta. Íslenska liðið var ekki mætt til að vera með eitthvert grínatriði. Keyrt var á pressu og áttu heimilislausir engin svör við sóknarleik íslenska liðsins. Varnarleikurinn var einnig sterkur og ekkert gefið eftir. Meira að segja fór einn heimilislaus lóðbeint í malbikið eftir tæklingu. Lá hann óvígur eftir en stóð svo upp aftur með bros á vör. Það er einstakt við ísraelska þjóð – hvort sem það eru almennir borgarar, lögreglumenn eða heimilislausir, að allir eru með bros á vör. Jafnvel þótt þeir séu að tapa stórt í fótboltaleik og íslenskur brimbrjótur sé búinn að strauja þá. Brosið er alltaf til staðar. Leiknir voru tveir leikir í Cherner House sem er í gamla hverfinu í Jaffa. Var leikurinn liður í undirbúningi liðsins fyrir Heimsmeistaramót heimilislausra. Jordi Cruyff, sem spilaði eitt sinn með Barcelona og Manchester United og þjálfaði lengi Maccabi Tel Aviv, byggði Cherner House og þarna koma arabar, gyðingar og heimilislausir saman að spila fótbolta. Þjálfari liðsins er fyrrverandi markvörður ísraelska landsliðsins og þótt lið hans hafi barist hetjulega þá höfðu þeir ekki roð við íslensku víkingunum. Þegar leikurinn var flautaður af var íslenska liðið krýnt sigurvegari en heimilislausu drengirnir vonuðust eftir því að koma einhvern tímann til Íslands. Íslensku fjölmiðlamennirnir vonast einnig til að hitta sína nýju vini sem fyrst aftur. Eurovision Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Kanónur í jólakósí Menning Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Fleiri fréttir Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Sjá meira
Settur var upp góðgerðarleikur milli heimsmeistaraliðs heimilislausra í Ísrael og íslenskra fjölmiðlamanna. Fréttablaðið og Svikamylla mættu fyrir hönd Íslands og tóku hlutverkið alvarlega. Felix Bergsson, fararstjóri hópsins, var tengiliður við leikinn og boðaði menn og konur til leiks. Ekki voru allir klárir að koma en Fréttablaðið og Svikamylla mættu til leiks. Morgunblaðið, RÚV og Vísir boðuðu forföll af mismunandi ástæðum. Orri Dror, Íslandsvinur með meiru, boðaði til leiksins og hélt einnig íslenskt partí í leiðinni. Sá kann nokkur orð í íslensku en hann og eiginkona hans, Yaël Bar Cohen, giftu sig heima á Fróni. Í liði Íslands var einnig Ori Garmizo sem lék körfubolta með Haukum í vetur. Sýndi hann nokkuð lipra takta. Íslenska liðið var ekki mætt til að vera með eitthvert grínatriði. Keyrt var á pressu og áttu heimilislausir engin svör við sóknarleik íslenska liðsins. Varnarleikurinn var einnig sterkur og ekkert gefið eftir. Meira að segja fór einn heimilislaus lóðbeint í malbikið eftir tæklingu. Lá hann óvígur eftir en stóð svo upp aftur með bros á vör. Það er einstakt við ísraelska þjóð – hvort sem það eru almennir borgarar, lögreglumenn eða heimilislausir, að allir eru með bros á vör. Jafnvel þótt þeir séu að tapa stórt í fótboltaleik og íslenskur brimbrjótur sé búinn að strauja þá. Brosið er alltaf til staðar. Leiknir voru tveir leikir í Cherner House sem er í gamla hverfinu í Jaffa. Var leikurinn liður í undirbúningi liðsins fyrir Heimsmeistaramót heimilislausra. Jordi Cruyff, sem spilaði eitt sinn með Barcelona og Manchester United og þjálfaði lengi Maccabi Tel Aviv, byggði Cherner House og þarna koma arabar, gyðingar og heimilislausir saman að spila fótbolta. Þjálfari liðsins er fyrrverandi markvörður ísraelska landsliðsins og þótt lið hans hafi barist hetjulega þá höfðu þeir ekki roð við íslensku víkingunum. Þegar leikurinn var flautaður af var íslenska liðið krýnt sigurvegari en heimilislausu drengirnir vonuðust eftir því að koma einhvern tímann til Íslands. Íslensku fjölmiðlamennirnir vonast einnig til að hitta sína nýju vini sem fyrst aftur.
Eurovision Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Kanónur í jólakósí Menning Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Fleiri fréttir Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Sjá meira