Hættulegur vegarkafli í Öræfum ekki breikkaður fyrr en eftir nokkur ár Sighvatur Jónsson skrifar 18. maí 2019 19:30 Samgönguráðherra segir að vegarkafli í Öræfum þar sem rútuslys hafa orðið verði ekki breikkaður fyrr en eftir nokkur ár miðað við fyrirliggjandi áætlanir. Tölur Vegagerðarinnar sýna að umferð um Suðurlandið hefur aukist um tugi prósenta undanfarin ár. Rútuslysið á fimmtudaginn varð á mjög þröngum kafla á þjóðveginum nærri Fagurhólsmýri. Bæjarstjórinn í Hornafirði sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að íbúar væru á nálum yfir lélegu vegakerfi í gegnum sveitarfélagið. Úrbóta sé þörf og tímabært að breikka hringveginn á þessum slóðum. G. Pétur Matthíasson, forstöðumaður samskiptadeildar Vegagerðarinnar, segir að umræddur vegarkafli sé mjög langur. „Við gerum okkur grein fyrir því að hann er mjór og umferðin þarna hefur aukist miklu meira á undanförnum árum heldur en reiknað var með fyrir 10-15 árum,“ segir G. Pétur. Tugprósenta aukning hefur orðið á umferð um Suðurland. Tölur frá Vegagerðinni sýna að meðaltalsumferð á dag yfir árið er orðin meiri á veginum við Reynisfjall við Vík en um Holtavörðuheiði fyrir norðan. Ef eingöngu er litið til vetrarumferðar frá desember til mars hefur hún aukist enn meira á Suðurlandi. Umferð um Kvísker í Öræfum er farin að nálgast umferð um Holtavörðuheiði.Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir að vegurinn með Suðurströndinni austur að Höfn sé ekinn miklu meira en vegurinn þoli.Skilurðu áhyggjur íbúa á svæðinu? „Mjög eðlilega.“Finnst þér þetta atvik gefa til kynna að það þurfi að fara fyrr í þennan kafla? „Það er það sem er gert, það er notuð tölfræði yfir óhöpp, atvik og slys til að forgangsraða með þeim hætti að fjármunirnir fari þangað sem mest þörf er á.“Þannig að þessi kafli, hann verður eins í það minnsta nokkur ár til viðbótar? „Samkvæmt þeim forgangsverkefnum sem við erum með í dag eru einhver ár í það já,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Hornafjörður Rútuslys við Hof Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Sjá meira
Samgönguráðherra segir að vegarkafli í Öræfum þar sem rútuslys hafa orðið verði ekki breikkaður fyrr en eftir nokkur ár miðað við fyrirliggjandi áætlanir. Tölur Vegagerðarinnar sýna að umferð um Suðurlandið hefur aukist um tugi prósenta undanfarin ár. Rútuslysið á fimmtudaginn varð á mjög þröngum kafla á þjóðveginum nærri Fagurhólsmýri. Bæjarstjórinn í Hornafirði sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að íbúar væru á nálum yfir lélegu vegakerfi í gegnum sveitarfélagið. Úrbóta sé þörf og tímabært að breikka hringveginn á þessum slóðum. G. Pétur Matthíasson, forstöðumaður samskiptadeildar Vegagerðarinnar, segir að umræddur vegarkafli sé mjög langur. „Við gerum okkur grein fyrir því að hann er mjór og umferðin þarna hefur aukist miklu meira á undanförnum árum heldur en reiknað var með fyrir 10-15 árum,“ segir G. Pétur. Tugprósenta aukning hefur orðið á umferð um Suðurland. Tölur frá Vegagerðinni sýna að meðaltalsumferð á dag yfir árið er orðin meiri á veginum við Reynisfjall við Vík en um Holtavörðuheiði fyrir norðan. Ef eingöngu er litið til vetrarumferðar frá desember til mars hefur hún aukist enn meira á Suðurlandi. Umferð um Kvísker í Öræfum er farin að nálgast umferð um Holtavörðuheiði.Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir að vegurinn með Suðurströndinni austur að Höfn sé ekinn miklu meira en vegurinn þoli.Skilurðu áhyggjur íbúa á svæðinu? „Mjög eðlilega.“Finnst þér þetta atvik gefa til kynna að það þurfi að fara fyrr í þennan kafla? „Það er það sem er gert, það er notuð tölfræði yfir óhöpp, atvik og slys til að forgangsraða með þeim hætti að fjármunirnir fari þangað sem mest þörf er á.“Þannig að þessi kafli, hann verður eins í það minnsta nokkur ár til viðbótar? „Samkvæmt þeim forgangsverkefnum sem við erum með í dag eru einhver ár í það já,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson.
Hornafjörður Rútuslys við Hof Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Sjá meira