Viðbrögð erlendra blaðamanna segja oft á tíðum mikið til um vinsældir laganna þar sem blaðamennirnir í höllinni er hörðustu Eurovision-aðdáendurnir.
Þegar Hatari steig á sviðið var mjög góð stemning í blaðamannahöllinni, en hún er smekkfull af fólki sem lifir hreinlega fyrir það að fylgjast með þessum árlega viðburði.