Lífið

Úrslitakvöld Eurovision: Bestu tíst kvöldsins

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Eflaust verður tíst mikið um Hatara í kvöld.
Eflaust verður tíst mikið um Hatara í kvöld. Getty/Samsett
Sniðugir netverjar eru oft upp á sitt besta þegar Eurovision stendur yfir en stóra stundin, úrslitakvöld Eurovision, hefst klukkan 19 í kvöld.

Íslenska atriðið, lagið Hatrið mun sigra í flutningi Hatara, komst upp úr fyrri undanúrslitakvöldi keppninnar síðastliðinn þriðjudag, eins og flestir Euro-spekingar höfðu fastlega gert ráð fyrir.

Hatari er 17. atriðið til þess að stíga á svið í kvöld en alls eru 26 lönd sem keppa til úrslita í keppninni.

Hér að neðan má sjá samantekt áhugaverðra og skemmtilegra tísta um úrslitakvöldið. Listinn er uppfærður jafnóðum og því þurfa lesendur að endurhlaða fréttina til þess að sjá nýjustu tístin.

Uppfært klukkan 23:10. Þá er keppninni lokið, en Holland fór með sigur af hólmi að þessu sinni. Enn er hægt að sjá tíst kvöldsins í listanum hér að neðan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×