Öryggi þúsunda ógnað með ótryggum flóttaleiðum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. júní 2019 18:53 Öryggi þúsunda er ógnað í Skorradal þar sem flóttaleiðir eru ótryggar komi þar upp gróðureldur að mati lögreglustjóra Vesturlands. Hann segir yfirvöld þurfa að grípa til aðgerða. Óvissuástandi almannavarna hefur verið lýst yfir. Viðbragðsáætlun vegna mögulegra skógarelda hefur verið virkjuð í fyrsta sinn í Skorradal. Það er gert sökum þess að óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna eldhættu eftir langvarandi þurrka á svæðinu. „Við í sumarbústaðafélögunum í Skorradal höfum verið með töluverðar áhyggjur af þessu. Yfirvöld vita alveg af því að svæðið er varhugavert í þessum aðstæðum. En við höfum ekki orðið vör við neina viðbragðsaðila taka út stöðuna. Hvar hættan sé mest og hvort það þyrfti mögulega að gera einhverjar ráðstafanir," segir Ólafur Tryggvason, varaformaður sumarbústaðarfélags í Skorradal. Líkt og víða annars staðar hefur ekki rignt dropa í Skorradal í langan tíma. Þar er hættan talin sérlega mikil þar sem gróðurinn er afar þéttur og skraufþurr. Sina liggur meðal annars yfir nýsprottnu grasinu. Veðurstofan spáir áframhaldandi hlýindum og ekki er því útlit fyrir að ástandið breytist í bráð. Varaslökkvistjóri í Borgarbyggð bendir á að talið sé að Mýraeldar, stærsti sinubruni Íslandssögunnar hafi kviknað út frá sígarettu. Afar lítið þurfi til að illa fari. „Það ætti náttúrulega að vera stranglega bannað, eins og staðan er núna, að kveikja elda, vera með einnota kolagrill eða vera með óvarinn eld," segir Þórður Sigurðsson, varaslökkvistjóri í Borgarbyggð.Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Vesturlandi.Í ljósi þess að óvissuástandsins hefur bakvakt slökkviliðs verið komið á og til stendur að halda slökkviliðsæfingu í Skorradal á föstudagskvöld. Hann segir þó ljóst stærstu slökkibílarnir komist víða ekki að á svæðinu. „Sveitarfélagið Borgarbyggð sem við erum undir, við erum ekki með skipulagsvald í Skorradal, það er Skorradalshreppur sjálfur sem sér um það. Ég myndi nú kannski hafa þetta öðruvísi," segir Þórður. Lögreglustjórinn á Vesturlandi tekur undir það. „Flóttaleiðir eru ótryggar, burðarþol vega er ófullnægjandi, snúningssvæði fyrir slökkvilið er ekki til staðar og vatnsöflun er ófullnægjandi," segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri. Hann segir hættuna hafa verið viðvarandi í áratugi. „Ég tala sem lögreglustjóri og fyrir hönd almannavarnarnefndar Vesturlands þegar ég segi að úrbóta sé þörf. Það dugar ekki bara að tala um hlutina. Þarna geta fleiri þúsund manns verið og hættan er augljós," segir hann. Hann telur að hreppurinn hafi ekki burði til að ráðast í viðeigandi úrbætur. „Ég veit ekki nákvæmlega hvort þeir ráði við það sem þarf að gera. Þetta er ákall til stjórnvalda um að bregðast við," segir Úlfar. Almannavarnir Skorradalshreppur Slökkvilið Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira
Öryggi þúsunda er ógnað í Skorradal þar sem flóttaleiðir eru ótryggar komi þar upp gróðureldur að mati lögreglustjóra Vesturlands. Hann segir yfirvöld þurfa að grípa til aðgerða. Óvissuástandi almannavarna hefur verið lýst yfir. Viðbragðsáætlun vegna mögulegra skógarelda hefur verið virkjuð í fyrsta sinn í Skorradal. Það er gert sökum þess að óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna eldhættu eftir langvarandi þurrka á svæðinu. „Við í sumarbústaðafélögunum í Skorradal höfum verið með töluverðar áhyggjur af þessu. Yfirvöld vita alveg af því að svæðið er varhugavert í þessum aðstæðum. En við höfum ekki orðið vör við neina viðbragðsaðila taka út stöðuna. Hvar hættan sé mest og hvort það þyrfti mögulega að gera einhverjar ráðstafanir," segir Ólafur Tryggvason, varaformaður sumarbústaðarfélags í Skorradal. Líkt og víða annars staðar hefur ekki rignt dropa í Skorradal í langan tíma. Þar er hættan talin sérlega mikil þar sem gróðurinn er afar þéttur og skraufþurr. Sina liggur meðal annars yfir nýsprottnu grasinu. Veðurstofan spáir áframhaldandi hlýindum og ekki er því útlit fyrir að ástandið breytist í bráð. Varaslökkvistjóri í Borgarbyggð bendir á að talið sé að Mýraeldar, stærsti sinubruni Íslandssögunnar hafi kviknað út frá sígarettu. Afar lítið þurfi til að illa fari. „Það ætti náttúrulega að vera stranglega bannað, eins og staðan er núna, að kveikja elda, vera með einnota kolagrill eða vera með óvarinn eld," segir Þórður Sigurðsson, varaslökkvistjóri í Borgarbyggð.Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Vesturlandi.Í ljósi þess að óvissuástandsins hefur bakvakt slökkviliðs verið komið á og til stendur að halda slökkviliðsæfingu í Skorradal á föstudagskvöld. Hann segir þó ljóst stærstu slökkibílarnir komist víða ekki að á svæðinu. „Sveitarfélagið Borgarbyggð sem við erum undir, við erum ekki með skipulagsvald í Skorradal, það er Skorradalshreppur sjálfur sem sér um það. Ég myndi nú kannski hafa þetta öðruvísi," segir Þórður. Lögreglustjórinn á Vesturlandi tekur undir það. „Flóttaleiðir eru ótryggar, burðarþol vega er ófullnægjandi, snúningssvæði fyrir slökkvilið er ekki til staðar og vatnsöflun er ófullnægjandi," segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri. Hann segir hættuna hafa verið viðvarandi í áratugi. „Ég tala sem lögreglustjóri og fyrir hönd almannavarnarnefndar Vesturlands þegar ég segi að úrbóta sé þörf. Það dugar ekki bara að tala um hlutina. Þarna geta fleiri þúsund manns verið og hættan er augljós," segir hann. Hann telur að hreppurinn hafi ekki burði til að ráðast í viðeigandi úrbætur. „Ég veit ekki nákvæmlega hvort þeir ráði við það sem þarf að gera. Þetta er ákall til stjórnvalda um að bregðast við," segir Úlfar.
Almannavarnir Skorradalshreppur Slökkvilið Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira