Þúsunda milljarða kostnaður af flugvelli í Vatnsmýri Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. október 2019 13:00 Air Iceland Connect áætlar að fara í miklar endurbætur á flugstöð Reykjavíkurflugvallar, sem er komin til ára sinna. Vísir/Vilhelm Samtökum um betri byggð þykir skjóta skökku við að Air Iceland Connect hyggist ráðast í kostnaðarsama uppbyggingu í Vatnsmýri, á sama tíma og innanlandsflug á í vök að verjast. Réttar væri að snúa vörn í sókn og loka Reykjavíkurflugvelli, sem hafi haft þúsunda milljarða kostnað í för með sér fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Air Iceland Connect áætlar að fara í miklar endurbætur á flugstöð Reykjavíkurflugvallar, sem er komin til ára sinna. Flugstefna Íslands gerir ráð fyrir miðstöð innanlandsflugs í Vatnsmýri, þangað til annar betri kostur finnst, og sagði framkvæmdastjóri Air Iceland Connect í samtali við fréttastofu í vikunni að hann sæi framtíð Reykjavíkurflugvallar ekki annars staðar.Sjá einnig: Nýtt útlit flugstöðvarinnar í Vatnsmýri sem verður áfram miðstöð innanlandsflugsÞessi uppbygging flugfélagsins er þó ekki skynsamleg að mati Samtaka um betri byggð í ljósi hnignunar innanlandsflugsins, sem birst hefur í fækkun farþega, flugvéla og starfsfólks Air Iceland Connect. „Að setja í þetta hundruði milljóna eða meira, það hlýtur að vera efnahagslega eitthvað bogið við það“, segir arkitektinn Örn Sigurðsson, talsmaður samtakanna.Jafn stórt og París og Manhattan „Okkur finnst að þeir ættu frekar að stuðla að því það verði undinn bráður bugur að því að hanna nýjan flugvöll fyrir innanlandsflugið ef þeir hugsa sér þá yfirhöfuð að halda þeirri starfsemi áfram, það er bara pólitísk ákvörðun.“ Örn nefnir Hvassahraun í því samhengi, þar sé tækifæri fyrir Air Iceland Connect til að snúa vörn í sókn. „Í Hvassahrauni eru bara kjöraðstæður til þess að byrja að reka innanlandsflug í samþættingu við einhverskonar millilandaflug og þá fá alveg nýjan grunn fyrir reksturinn.“ Það myndi liðka fyrir uppbyggingu nýrrar miðborgar í Vatnsmýri sem myndi fylgja mikill samfélagslegur ábati. Reykjavíkurflugvöllur hafi stuðlað að því að höfuðborgarsvæðið sé nú jafn stórt að flatarmáli og stórborgirnar Manhattan og París samanlagt, með ómældum kostnaði fyrir íbúa. „Allar ferðir, allar lagnir og götur og veitur og erindi höfuðborgarbúa í dag að minnsta kosti tvöfalt lengri en þær hefðu ella orðið og ef menn vilja byrja að reikna út kostnaðinn við það þá skiptir hann örugglega tugum þúsunda milljarða ef það er uppsafnað,“ segir Örn Sigurðsson. Fréttir af flugi Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Nýtt útlit flugstöðvarinnar í Vatnsmýri sem verður áfram miðstöð innanlandsflugs Auk þess stendur til að malbika bílastæðin og setja á þau gjaldskyldu. 21. október 2019 18:30 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Fleiri fréttir Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Sjá meira
Samtökum um betri byggð þykir skjóta skökku við að Air Iceland Connect hyggist ráðast í kostnaðarsama uppbyggingu í Vatnsmýri, á sama tíma og innanlandsflug á í vök að verjast. Réttar væri að snúa vörn í sókn og loka Reykjavíkurflugvelli, sem hafi haft þúsunda milljarða kostnað í för með sér fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Air Iceland Connect áætlar að fara í miklar endurbætur á flugstöð Reykjavíkurflugvallar, sem er komin til ára sinna. Flugstefna Íslands gerir ráð fyrir miðstöð innanlandsflugs í Vatnsmýri, þangað til annar betri kostur finnst, og sagði framkvæmdastjóri Air Iceland Connect í samtali við fréttastofu í vikunni að hann sæi framtíð Reykjavíkurflugvallar ekki annars staðar.Sjá einnig: Nýtt útlit flugstöðvarinnar í Vatnsmýri sem verður áfram miðstöð innanlandsflugsÞessi uppbygging flugfélagsins er þó ekki skynsamleg að mati Samtaka um betri byggð í ljósi hnignunar innanlandsflugsins, sem birst hefur í fækkun farþega, flugvéla og starfsfólks Air Iceland Connect. „Að setja í þetta hundruði milljóna eða meira, það hlýtur að vera efnahagslega eitthvað bogið við það“, segir arkitektinn Örn Sigurðsson, talsmaður samtakanna.Jafn stórt og París og Manhattan „Okkur finnst að þeir ættu frekar að stuðla að því það verði undinn bráður bugur að því að hanna nýjan flugvöll fyrir innanlandsflugið ef þeir hugsa sér þá yfirhöfuð að halda þeirri starfsemi áfram, það er bara pólitísk ákvörðun.“ Örn nefnir Hvassahraun í því samhengi, þar sé tækifæri fyrir Air Iceland Connect til að snúa vörn í sókn. „Í Hvassahrauni eru bara kjöraðstæður til þess að byrja að reka innanlandsflug í samþættingu við einhverskonar millilandaflug og þá fá alveg nýjan grunn fyrir reksturinn.“ Það myndi liðka fyrir uppbyggingu nýrrar miðborgar í Vatnsmýri sem myndi fylgja mikill samfélagslegur ábati. Reykjavíkurflugvöllur hafi stuðlað að því að höfuðborgarsvæðið sé nú jafn stórt að flatarmáli og stórborgirnar Manhattan og París samanlagt, með ómældum kostnaði fyrir íbúa. „Allar ferðir, allar lagnir og götur og veitur og erindi höfuðborgarbúa í dag að minnsta kosti tvöfalt lengri en þær hefðu ella orðið og ef menn vilja byrja að reikna út kostnaðinn við það þá skiptir hann örugglega tugum þúsunda milljarða ef það er uppsafnað,“ segir Örn Sigurðsson.
Fréttir af flugi Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Nýtt útlit flugstöðvarinnar í Vatnsmýri sem verður áfram miðstöð innanlandsflugs Auk þess stendur til að malbika bílastæðin og setja á þau gjaldskyldu. 21. október 2019 18:30 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Fleiri fréttir Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Sjá meira
Nýtt útlit flugstöðvarinnar í Vatnsmýri sem verður áfram miðstöð innanlandsflugs Auk þess stendur til að malbika bílastæðin og setja á þau gjaldskyldu. 21. október 2019 18:30