Pyndingar á hinsegin fólki risastórt vandamál heimsins Kristinn Haukur Guðnason skrifar 26. ágúst 2019 08:15 Victor Madrigal-Borloz, sérfræðingur hjá Mannréttindaráði SÞ í málefnum hinsegin fólks. Mynd/aðsend Victor Madridgal-Borloz, sérfræðingur Mannréttindaráðs SÞ í málefnum hinsegin fólks, kemur til landsins í boði utanríkisráðuneytisins og Háskóla Íslands í byrjun september. Mun hann flytja ávarp í háskólanum og kynna sér hvernig íslenskar stofnanir og fyrirtæki hafa beitt sér fyrir því að hinsegin fólk sé velkomið á vinnustaðnum. „Ég mun tala fyrir því að fólk sé meðvitað um ofbeldi og mismunun gegn hinsegin fólki víðs vegar um heim. Þetta er eitt af stóru vandamálunum í heiminum í dag,“ segir Victor. Victor kemur frá Kosta Ríka, sem er að hans sögn lýðræðisríki með langa mannréttindahefð. En þar, líkt og annars staðar í latnesku Ameríku, hafa þeir sem standa í réttindabaráttu togast á við íhaldssöm öfl og kirkjuna sem óttast um „hefðbundin fjölskyldugildi“. Victor hefur mikla reynslu í málaflokknum og hefur meðal annars starfað í alþjóðlegu endurhæfingarstarfi fyrir fólk sem hefur verið pyndað. „Þetta er mjög viðkvæmt starf,“ segir Victor. „Ég hef kynnst fólki sem hefur upplifað ólýsanlegan sársauka og áhrifin munu fylgja því út lífið.“ Pyndingarnar eru stundaðar eða studdar af stjórnvöldum í löndum þar sem réttindi hinsegin fólks eru bágborin eða engin og notaðar til að refsa fólki fyrir að falla ekki inn í hið hefðbundna mynstur. Victor segir að huga þurfi að líkamlegu og andlegu heilbrigði þolenda, sem og berjast fyrir réttarstöðu þeirra. „Samkynhneigðum mönnum er nauðgað í fangelsum og transfólk verður fyrir miklum barsmíðum,“ segir Victor. „Sums staðar er lesbíum nauðgað til þess að „leiðrétta“ hneigðina. Það er að nauðganir eru fyrirskipaðar af leiðtogum ættar eða samfélags með það að markmiði að þær muni njóta kynlífs með karlmönnum eftir slíka reynslu.“ Victor segir að staða hinsegin fólks í heiminum fari batnandi að sumu leyti, en ekki öllu. Árið 2016 var lögð fram skýrsla fyrir Allsherjarþing SÞ og mætti töluverðri andstöðu margra ríkja. Sú skýrsla var endurnýjuð fyrir sex vikum og mætti þá minni mótspyrnu. Á undanförnum árum hafa ástir hinsegin fólks verið afglæpavæddar á Indlandi, í Angóla, Mósambík, Botsvana og fleiri ríkjum. Enn eru þó mörg ríki þar sem harðar refsingar liggja við, jafnvel dauðarefsing. „Ef við tökum Tsjetsjeníu í Rússlandi sem dæmi, þá eru þar stundaðar pyndingar og morð á hinsegin fólki. Einnig afneita stjórnmálamenn því að hinsegin fólk sé til í landinu,“ segir Victor. „Við vitum að hinsegin fólk fyrirfinnst í öllum ríkjum heims.“ Hann segir lítið land eins og Ísland geta hjálpað til í stóra samhenginu með því að styðja ályktanir Sameinuðu þjóðanna sem lúta að réttindum hinsegin fólks og fylgja þeim að fullu. Einnig að tala fyrir þessum réttindum opinberlega. Victor segir réttindabaráttuna ekki aðeins snúast um ofbeldi og dráp. Huga þurfi að öllum þáttum mannlífsins, svo sem atvinnu, heilbrigðisþjónustu og menntun. Hinsegin fólk mæti hindrunum á þessum sviðum í öllum löndum. Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Sjá meira
Victor Madridgal-Borloz, sérfræðingur Mannréttindaráðs SÞ í málefnum hinsegin fólks, kemur til landsins í boði utanríkisráðuneytisins og Háskóla Íslands í byrjun september. Mun hann flytja ávarp í háskólanum og kynna sér hvernig íslenskar stofnanir og fyrirtæki hafa beitt sér fyrir því að hinsegin fólk sé velkomið á vinnustaðnum. „Ég mun tala fyrir því að fólk sé meðvitað um ofbeldi og mismunun gegn hinsegin fólki víðs vegar um heim. Þetta er eitt af stóru vandamálunum í heiminum í dag,“ segir Victor. Victor kemur frá Kosta Ríka, sem er að hans sögn lýðræðisríki með langa mannréttindahefð. En þar, líkt og annars staðar í latnesku Ameríku, hafa þeir sem standa í réttindabaráttu togast á við íhaldssöm öfl og kirkjuna sem óttast um „hefðbundin fjölskyldugildi“. Victor hefur mikla reynslu í málaflokknum og hefur meðal annars starfað í alþjóðlegu endurhæfingarstarfi fyrir fólk sem hefur verið pyndað. „Þetta er mjög viðkvæmt starf,“ segir Victor. „Ég hef kynnst fólki sem hefur upplifað ólýsanlegan sársauka og áhrifin munu fylgja því út lífið.“ Pyndingarnar eru stundaðar eða studdar af stjórnvöldum í löndum þar sem réttindi hinsegin fólks eru bágborin eða engin og notaðar til að refsa fólki fyrir að falla ekki inn í hið hefðbundna mynstur. Victor segir að huga þurfi að líkamlegu og andlegu heilbrigði þolenda, sem og berjast fyrir réttarstöðu þeirra. „Samkynhneigðum mönnum er nauðgað í fangelsum og transfólk verður fyrir miklum barsmíðum,“ segir Victor. „Sums staðar er lesbíum nauðgað til þess að „leiðrétta“ hneigðina. Það er að nauðganir eru fyrirskipaðar af leiðtogum ættar eða samfélags með það að markmiði að þær muni njóta kynlífs með karlmönnum eftir slíka reynslu.“ Victor segir að staða hinsegin fólks í heiminum fari batnandi að sumu leyti, en ekki öllu. Árið 2016 var lögð fram skýrsla fyrir Allsherjarþing SÞ og mætti töluverðri andstöðu margra ríkja. Sú skýrsla var endurnýjuð fyrir sex vikum og mætti þá minni mótspyrnu. Á undanförnum árum hafa ástir hinsegin fólks verið afglæpavæddar á Indlandi, í Angóla, Mósambík, Botsvana og fleiri ríkjum. Enn eru þó mörg ríki þar sem harðar refsingar liggja við, jafnvel dauðarefsing. „Ef við tökum Tsjetsjeníu í Rússlandi sem dæmi, þá eru þar stundaðar pyndingar og morð á hinsegin fólki. Einnig afneita stjórnmálamenn því að hinsegin fólk sé til í landinu,“ segir Victor. „Við vitum að hinsegin fólk fyrirfinnst í öllum ríkjum heims.“ Hann segir lítið land eins og Ísland geta hjálpað til í stóra samhenginu með því að styðja ályktanir Sameinuðu þjóðanna sem lúta að réttindum hinsegin fólks og fylgja þeim að fullu. Einnig að tala fyrir þessum réttindum opinberlega. Victor segir réttindabaráttuna ekki aðeins snúast um ofbeldi og dráp. Huga þurfi að öllum þáttum mannlífsins, svo sem atvinnu, heilbrigðisþjónustu og menntun. Hinsegin fólk mæti hindrunum á þessum sviðum í öllum löndum.
Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu