Pyndingar á hinsegin fólki risastórt vandamál heimsins Kristinn Haukur Guðnason skrifar 26. ágúst 2019 08:15 Victor Madrigal-Borloz, sérfræðingur hjá Mannréttindaráði SÞ í málefnum hinsegin fólks. Mynd/aðsend Victor Madridgal-Borloz, sérfræðingur Mannréttindaráðs SÞ í málefnum hinsegin fólks, kemur til landsins í boði utanríkisráðuneytisins og Háskóla Íslands í byrjun september. Mun hann flytja ávarp í háskólanum og kynna sér hvernig íslenskar stofnanir og fyrirtæki hafa beitt sér fyrir því að hinsegin fólk sé velkomið á vinnustaðnum. „Ég mun tala fyrir því að fólk sé meðvitað um ofbeldi og mismunun gegn hinsegin fólki víðs vegar um heim. Þetta er eitt af stóru vandamálunum í heiminum í dag,“ segir Victor. Victor kemur frá Kosta Ríka, sem er að hans sögn lýðræðisríki með langa mannréttindahefð. En þar, líkt og annars staðar í latnesku Ameríku, hafa þeir sem standa í réttindabaráttu togast á við íhaldssöm öfl og kirkjuna sem óttast um „hefðbundin fjölskyldugildi“. Victor hefur mikla reynslu í málaflokknum og hefur meðal annars starfað í alþjóðlegu endurhæfingarstarfi fyrir fólk sem hefur verið pyndað. „Þetta er mjög viðkvæmt starf,“ segir Victor. „Ég hef kynnst fólki sem hefur upplifað ólýsanlegan sársauka og áhrifin munu fylgja því út lífið.“ Pyndingarnar eru stundaðar eða studdar af stjórnvöldum í löndum þar sem réttindi hinsegin fólks eru bágborin eða engin og notaðar til að refsa fólki fyrir að falla ekki inn í hið hefðbundna mynstur. Victor segir að huga þurfi að líkamlegu og andlegu heilbrigði þolenda, sem og berjast fyrir réttarstöðu þeirra. „Samkynhneigðum mönnum er nauðgað í fangelsum og transfólk verður fyrir miklum barsmíðum,“ segir Victor. „Sums staðar er lesbíum nauðgað til þess að „leiðrétta“ hneigðina. Það er að nauðganir eru fyrirskipaðar af leiðtogum ættar eða samfélags með það að markmiði að þær muni njóta kynlífs með karlmönnum eftir slíka reynslu.“ Victor segir að staða hinsegin fólks í heiminum fari batnandi að sumu leyti, en ekki öllu. Árið 2016 var lögð fram skýrsla fyrir Allsherjarþing SÞ og mætti töluverðri andstöðu margra ríkja. Sú skýrsla var endurnýjuð fyrir sex vikum og mætti þá minni mótspyrnu. Á undanförnum árum hafa ástir hinsegin fólks verið afglæpavæddar á Indlandi, í Angóla, Mósambík, Botsvana og fleiri ríkjum. Enn eru þó mörg ríki þar sem harðar refsingar liggja við, jafnvel dauðarefsing. „Ef við tökum Tsjetsjeníu í Rússlandi sem dæmi, þá eru þar stundaðar pyndingar og morð á hinsegin fólki. Einnig afneita stjórnmálamenn því að hinsegin fólk sé til í landinu,“ segir Victor. „Við vitum að hinsegin fólk fyrirfinnst í öllum ríkjum heims.“ Hann segir lítið land eins og Ísland geta hjálpað til í stóra samhenginu með því að styðja ályktanir Sameinuðu þjóðanna sem lúta að réttindum hinsegin fólks og fylgja þeim að fullu. Einnig að tala fyrir þessum réttindum opinberlega. Victor segir réttindabaráttuna ekki aðeins snúast um ofbeldi og dráp. Huga þurfi að öllum þáttum mannlífsins, svo sem atvinnu, heilbrigðisþjónustu og menntun. Hinsegin fólk mæti hindrunum á þessum sviðum í öllum löndum. Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn Sjá meira
Victor Madridgal-Borloz, sérfræðingur Mannréttindaráðs SÞ í málefnum hinsegin fólks, kemur til landsins í boði utanríkisráðuneytisins og Háskóla Íslands í byrjun september. Mun hann flytja ávarp í háskólanum og kynna sér hvernig íslenskar stofnanir og fyrirtæki hafa beitt sér fyrir því að hinsegin fólk sé velkomið á vinnustaðnum. „Ég mun tala fyrir því að fólk sé meðvitað um ofbeldi og mismunun gegn hinsegin fólki víðs vegar um heim. Þetta er eitt af stóru vandamálunum í heiminum í dag,“ segir Victor. Victor kemur frá Kosta Ríka, sem er að hans sögn lýðræðisríki með langa mannréttindahefð. En þar, líkt og annars staðar í latnesku Ameríku, hafa þeir sem standa í réttindabaráttu togast á við íhaldssöm öfl og kirkjuna sem óttast um „hefðbundin fjölskyldugildi“. Victor hefur mikla reynslu í málaflokknum og hefur meðal annars starfað í alþjóðlegu endurhæfingarstarfi fyrir fólk sem hefur verið pyndað. „Þetta er mjög viðkvæmt starf,“ segir Victor. „Ég hef kynnst fólki sem hefur upplifað ólýsanlegan sársauka og áhrifin munu fylgja því út lífið.“ Pyndingarnar eru stundaðar eða studdar af stjórnvöldum í löndum þar sem réttindi hinsegin fólks eru bágborin eða engin og notaðar til að refsa fólki fyrir að falla ekki inn í hið hefðbundna mynstur. Victor segir að huga þurfi að líkamlegu og andlegu heilbrigði þolenda, sem og berjast fyrir réttarstöðu þeirra. „Samkynhneigðum mönnum er nauðgað í fangelsum og transfólk verður fyrir miklum barsmíðum,“ segir Victor. „Sums staðar er lesbíum nauðgað til þess að „leiðrétta“ hneigðina. Það er að nauðganir eru fyrirskipaðar af leiðtogum ættar eða samfélags með það að markmiði að þær muni njóta kynlífs með karlmönnum eftir slíka reynslu.“ Victor segir að staða hinsegin fólks í heiminum fari batnandi að sumu leyti, en ekki öllu. Árið 2016 var lögð fram skýrsla fyrir Allsherjarþing SÞ og mætti töluverðri andstöðu margra ríkja. Sú skýrsla var endurnýjuð fyrir sex vikum og mætti þá minni mótspyrnu. Á undanförnum árum hafa ástir hinsegin fólks verið afglæpavæddar á Indlandi, í Angóla, Mósambík, Botsvana og fleiri ríkjum. Enn eru þó mörg ríki þar sem harðar refsingar liggja við, jafnvel dauðarefsing. „Ef við tökum Tsjetsjeníu í Rússlandi sem dæmi, þá eru þar stundaðar pyndingar og morð á hinsegin fólki. Einnig afneita stjórnmálamenn því að hinsegin fólk sé til í landinu,“ segir Victor. „Við vitum að hinsegin fólk fyrirfinnst í öllum ríkjum heims.“ Hann segir lítið land eins og Ísland geta hjálpað til í stóra samhenginu með því að styðja ályktanir Sameinuðu þjóðanna sem lúta að réttindum hinsegin fólks og fylgja þeim að fullu. Einnig að tala fyrir þessum réttindum opinberlega. Victor segir réttindabaráttuna ekki aðeins snúast um ofbeldi og dráp. Huga þurfi að öllum þáttum mannlífsins, svo sem atvinnu, heilbrigðisþjónustu og menntun. Hinsegin fólk mæti hindrunum á þessum sviðum í öllum löndum.
Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn Sjá meira