Segir ákveðna starfsmenn hafa beitt sér gegn öðrum frambjóðandanum um formannssæti Eflingar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. september 2019 12:00 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR segir að tiltekinn hópur starfsmanna Eflingar hafi beitt sér gegn öðrum frambjóðandanum í kosningabaráttunni um formannsætið hjá Eflingu. Formaður VR segir að ákveðinn hópur starfsfólks stéttarfélaga hafi ekki verið sáttur við þá miklu endurnýjun sem hafi orðið á forystu félaganna síðustu misseri. Þannig hafi tiltekinn hópur starfsmanna Eflingar beitt sér gegn öðrum frambjóðandanum í kosningabaráttunni um formannsembættið í fyrra vor. Lögmaður VR hefur reynt að ná sáttum við Eflingu vegna starfsmanns stéttarfélagsins sem hefur verið í veikindafríi í tæpt ár. Tveir fyrrverandi starfsmenn Eflingar og tveir í veikindafríi hafa leitað til Láru V. Júlíusdóttur hæstaréttarlögmanns og telja að stéttarfélagið hafi brotið gegn réttindum sínum. Lára sagði í fréttum í gær að engin sáttavilji hefði komið fram hjá Eflingu að leysa málið. Þá væru þrír starfsmannanna félagsmenn í Eflingu en hafi ekki geta leitað eftir stuðningi þar. „Hvert á fólk að leita ef það getur ekki leitað til stéttarfélagsins síns? Þetta er vandi og spurning hvernig er hægt að bregðast við og aðstoða fólkið því það virðist ekki fá hjálp frá Eflingu sem ætti að aðstoða það, því miður,“ segir Lára.VR aðstoðar einn starfsmannanna í máli gegn Eflingu Einn starfsmannanna fjögurra er í VR stéttarfélagi og hefur leitað liðsinnis VR í deilunni við Eflingu. Ragnar Þór Ingólfsson segir að þegar slík mál komi upp fari þau í hefðbundið ferli innan félagsins og lögmaður fari yfir málið með viðkomandi. „Það er leitað sátta eins og gerist í flest öllum málum og sem betur fer þá ná stéttarfélögin í 95% tilvika sáttum þegar svona mál koma upp gagnvart vinnuveitendum. Ég get staðfest að lögmaður VR er með málið á sínu borði og er að vinna það fyrir okkur. Ég get ekki svarað því hvort málið endi fyrir dómstólum. Svona mál geta verið mjög viðkvæm og miklar tilfinningar í spilinu. Ég reikna að það fara að koma niðurstaða í þessu máli. Ástæðan fyrir því að þetta hefur tekið svona langan tíma er að svona mál geta almennt tekið langan tíma,“ segir Ragnar. Starfsmenn stéttarfélaga hafa ekki alltaf verið sáttir við endurnýjun forystunnar Ragnar segir afar sjaldgæft að starfsmaður stéttarfélags fari í mál við sitt eigið félag. „Það hefur komið til tals að Alþýðusambandið setji upp einhvers konar ferla þegar slík mál koma upp og fengnir séu utanaðkomandi lögmenn til að aðstoða viðkomandi starfsmanna“ segir Ragnar. Ragnar segir ennfremur að sú mikla endurnýjun sem hafi orðið á forystu stéttarfélaga undanfarin misseri falli ekki alltaf í kramið hjá starfsfólki. „Þetta hefur verið endurnýjun sem að starfsmenn sumra stéttarfélaga hafa ekki verið alltof sáttir við. Það var viðbúið að það yrði óánægja með nýkjörna forystu Eflingar. Og aðlögunin þeirra hefur orðið erfiðari en maður hefði ætlað,“ segir Ragnar. Aðspurður um hvort að starfsmaðurinn sem hefur nú leitað til VR vegna máls síns við Eflingu sé einn af þeim óánægðu segir Ragnar. „Ég er einfaldlega að benda á það að það kom berlega í ljós í kosningabaráttu núverandi forystu Eflingar að ákveðnir starfsmenn beittu sér í kosningabaráttunni gegn öðrum frambjóðandanum,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson. Kjaramál Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Formaður VR segir að ákveðinn hópur starfsfólks stéttarfélaga hafi ekki verið sáttur við þá miklu endurnýjun sem hafi orðið á forystu félaganna síðustu misseri. Þannig hafi tiltekinn hópur starfsmanna Eflingar beitt sér gegn öðrum frambjóðandanum í kosningabaráttunni um formannsembættið í fyrra vor. Lögmaður VR hefur reynt að ná sáttum við Eflingu vegna starfsmanns stéttarfélagsins sem hefur verið í veikindafríi í tæpt ár. Tveir fyrrverandi starfsmenn Eflingar og tveir í veikindafríi hafa leitað til Láru V. Júlíusdóttur hæstaréttarlögmanns og telja að stéttarfélagið hafi brotið gegn réttindum sínum. Lára sagði í fréttum í gær að engin sáttavilji hefði komið fram hjá Eflingu að leysa málið. Þá væru þrír starfsmannanna félagsmenn í Eflingu en hafi ekki geta leitað eftir stuðningi þar. „Hvert á fólk að leita ef það getur ekki leitað til stéttarfélagsins síns? Þetta er vandi og spurning hvernig er hægt að bregðast við og aðstoða fólkið því það virðist ekki fá hjálp frá Eflingu sem ætti að aðstoða það, því miður,“ segir Lára.VR aðstoðar einn starfsmannanna í máli gegn Eflingu Einn starfsmannanna fjögurra er í VR stéttarfélagi og hefur leitað liðsinnis VR í deilunni við Eflingu. Ragnar Þór Ingólfsson segir að þegar slík mál komi upp fari þau í hefðbundið ferli innan félagsins og lögmaður fari yfir málið með viðkomandi. „Það er leitað sátta eins og gerist í flest öllum málum og sem betur fer þá ná stéttarfélögin í 95% tilvika sáttum þegar svona mál koma upp gagnvart vinnuveitendum. Ég get staðfest að lögmaður VR er með málið á sínu borði og er að vinna það fyrir okkur. Ég get ekki svarað því hvort málið endi fyrir dómstólum. Svona mál geta verið mjög viðkvæm og miklar tilfinningar í spilinu. Ég reikna að það fara að koma niðurstaða í þessu máli. Ástæðan fyrir því að þetta hefur tekið svona langan tíma er að svona mál geta almennt tekið langan tíma,“ segir Ragnar. Starfsmenn stéttarfélaga hafa ekki alltaf verið sáttir við endurnýjun forystunnar Ragnar segir afar sjaldgæft að starfsmaður stéttarfélags fari í mál við sitt eigið félag. „Það hefur komið til tals að Alþýðusambandið setji upp einhvers konar ferla þegar slík mál koma upp og fengnir séu utanaðkomandi lögmenn til að aðstoða viðkomandi starfsmanna“ segir Ragnar. Ragnar segir ennfremur að sú mikla endurnýjun sem hafi orðið á forystu stéttarfélaga undanfarin misseri falli ekki alltaf í kramið hjá starfsfólki. „Þetta hefur verið endurnýjun sem að starfsmenn sumra stéttarfélaga hafa ekki verið alltof sáttir við. Það var viðbúið að það yrði óánægja með nýkjörna forystu Eflingar. Og aðlögunin þeirra hefur orðið erfiðari en maður hefði ætlað,“ segir Ragnar. Aðspurður um hvort að starfsmaðurinn sem hefur nú leitað til VR vegna máls síns við Eflingu sé einn af þeim óánægðu segir Ragnar. „Ég er einfaldlega að benda á það að það kom berlega í ljós í kosningabaráttu núverandi forystu Eflingar að ákveðnir starfsmenn beittu sér í kosningabaráttunni gegn öðrum frambjóðandanum,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson.
Kjaramál Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira