RIFF byrjar í næstu viku Þórarinn Þórarinsson skrifar 19. september 2019 07:15 Hann var vaskur og glaðbeittur, RIFF-hópurinn, sem kynnti herlegheitin sem framundan eru á blaðamannafundi. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík, RIFF, hefst eftir slétta viku, fimmtudaginn 26. september, með frumsýningu á End of Sentence eftir Elvar Aðalsteins. Hátíðinni lýkur svo 6. október með frumsýningu á Parasite, eftir Bong Joon-ho, en sú mynd vann aðalverðlaunin í Cannes í vor. RIFF er nú haldin í sextánda sinn og er dagskráin sérlega glæsileg af því tilefni. Myndirnar á hátíðinni eiga það flestar sammerkt að vera splunkunýjar, margar hverjar heimsfrumsýndar nýlega í Cannes, Feneyjum og Toronto, og endurspegla það besta sem alþjóðleg kvikmyndagerð hefur upp á að bjóða. Um er að ræða gæðamyndir af ýmsu tagi eftir virta leikstjóra og með heimsfrægum leikurum á borð við John Hawkes, Willem DaFoe, Tilda Swinton, Robert Pattison og Bill Murray. Myndirnar fjalla um allt milli himins og jarðar, allt frá framhjáhaldi, fantaskap og földum gröfum til póetískrar myndar um bóndahjón að bregða búi á Krossnesi á Ströndum. RIFF er fjölbreytt, sólrík en jafnframt skuggaleg, og þar verður hægt að finna allt litróf mannlegra tilfinninga. Meðal mynda sem sýndar verða eru The Lighthouse sem sló í gegn á Cannes-hátíðinni í vor, en þær þrjár myndir sem vöktu mesta athygli á þeirri hátíð verða allar sýndar á RIFF, hinar tvær voru Parasite og The Dead don’t die eftir Jim Jarmusch. Sérstök athygli verður veitt myndum frá Austurríki í ár. Myndir eins og Earth, sem fjallar ekki um loftslagsbreytingar heldur landslagsbreytingar af mannavöldum. Chaos eftir Söruh Fattahl sem er sýrlenskur flóttamaður í Vín og er orðin ein af efnilegustu leikstjórum Austurríkis. Nobadi eftir Karl Markovics sem var heimsfrumsýnd í Toronto í síðustu viku, Movements of a nearby mountain eftir Nahen Bergs, The Children of the Dead eftir Kelly Copper og Pavol Liska, Space Dogs eftir Elsu Kremser og Levin Peter að ógleymdri Little Joe eftir Jessicu Hausner, en hún vakti mikla athygli á Cannes-hátíðinni í vor og vann aðalleikkona myndarinnar, Emily Beecham, aðal leikaraverðlaunin á hátíðinni í vor. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík RIFF Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Sjá meira
Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík, RIFF, hefst eftir slétta viku, fimmtudaginn 26. september, með frumsýningu á End of Sentence eftir Elvar Aðalsteins. Hátíðinni lýkur svo 6. október með frumsýningu á Parasite, eftir Bong Joon-ho, en sú mynd vann aðalverðlaunin í Cannes í vor. RIFF er nú haldin í sextánda sinn og er dagskráin sérlega glæsileg af því tilefni. Myndirnar á hátíðinni eiga það flestar sammerkt að vera splunkunýjar, margar hverjar heimsfrumsýndar nýlega í Cannes, Feneyjum og Toronto, og endurspegla það besta sem alþjóðleg kvikmyndagerð hefur upp á að bjóða. Um er að ræða gæðamyndir af ýmsu tagi eftir virta leikstjóra og með heimsfrægum leikurum á borð við John Hawkes, Willem DaFoe, Tilda Swinton, Robert Pattison og Bill Murray. Myndirnar fjalla um allt milli himins og jarðar, allt frá framhjáhaldi, fantaskap og földum gröfum til póetískrar myndar um bóndahjón að bregða búi á Krossnesi á Ströndum. RIFF er fjölbreytt, sólrík en jafnframt skuggaleg, og þar verður hægt að finna allt litróf mannlegra tilfinninga. Meðal mynda sem sýndar verða eru The Lighthouse sem sló í gegn á Cannes-hátíðinni í vor, en þær þrjár myndir sem vöktu mesta athygli á þeirri hátíð verða allar sýndar á RIFF, hinar tvær voru Parasite og The Dead don’t die eftir Jim Jarmusch. Sérstök athygli verður veitt myndum frá Austurríki í ár. Myndir eins og Earth, sem fjallar ekki um loftslagsbreytingar heldur landslagsbreytingar af mannavöldum. Chaos eftir Söruh Fattahl sem er sýrlenskur flóttamaður í Vín og er orðin ein af efnilegustu leikstjórum Austurríkis. Nobadi eftir Karl Markovics sem var heimsfrumsýnd í Toronto í síðustu viku, Movements of a nearby mountain eftir Nahen Bergs, The Children of the Dead eftir Kelly Copper og Pavol Liska, Space Dogs eftir Elsu Kremser og Levin Peter að ógleymdri Little Joe eftir Jessicu Hausner, en hún vakti mikla athygli á Cannes-hátíðinni í vor og vann aðalleikkona myndarinnar, Emily Beecham, aðal leikaraverðlaunin á hátíðinni í vor.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík RIFF Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Sjá meira