Starfsmenn Hallgrímskirkju fá loksins kaffistofu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. apríl 2019 20:00 Starfsmenn Hallgrímskirkju fá loksins kaffistofu, organistar skrifstofu og ný lyfta sem leysa mun þá gömlu af hólmi verður bæði hraðskreiðari og öruggari. Miklar framkvæmdir standa nú yfir í kirkjunni sem að miklu leiti eru fjármagnaðar með aðgangseyri sem gestir greiða til að fara upp í turninn. Í 50 ár hefur sama lyftan komið fólki upp og niður Hallgrímskirkjuturn en nú á að breyta og koma upp nýrri og betri lyftu líkt og greint var frá fyrir páska. En það eru ekki aðeins framkvæmdir við nýja lyftu sem standa yfir, en síðan kirkjan var tekin í notkun hefur önnur hæð hennar aldrei verið kláruð og hefur að mestu verið notuð sem geymsla. „Við erum að innrétta hérna skrifstofurými annars vegar fyrir organistana og hins vegar starfsmannaaðstöðu. Löngu tímabært,“ segir Sigríður Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju. „Framkvæmdir eru bara að hefjast og það verður unnið allan sólarhringinn núna þangað til 27. maí, þá reiknum við með að framkvæmdum ljúki og vonandi gengur það allt eftir,“ segir Sigríður og vísar þar til framkvæmda vegna nýju lyftunnar en lokað er upp í turninn á meðan þær standa yfir. „Við erum að gera breytingar á öllum hæðum, við erum að gera sem sagt brunahólf á öllum hæðum á milli lyftu og björgunarstigans,“ bætir hún við, en aðspurð segir hún að undirbúningur að bættum brunavörnum hafi staðið yfir síðan nokkru áður en Notre Dame-dómkirkjan í París brann á dögunum. Nýja lyftan verður bæði hraðskreiðari og öryggari. „Gamla lyftan var þannig að þú gast fests upp á hæðunum. Við höfum eiginlega ekki getað notað hæðirnar almennilega undanfarin ár á meðan það er svona mikill fólksfjöldi vegna þess að þú kemst ekki niður, hún er alltaf full. Þannig að nýja lyftan verður með svona VIP-takka, þannig að hún kemur ekki full þannig að þú kemst aftur niður ef að þú ert kominn upp á hæð.“ Áætlaður kostnaður við nýju lyftuna er um 40 milljónir en þeir um það bil 300 þúsund gestir sem heimsækja kirkjuna árlega greiða hver og einn þúsund krónur til að fara upp í turninn. Þessar tekjur nýtast vel til að standa straum af kostnaði við framkvæmdirnar að sögn Sigríðar. „Það eru þær sem gera okkur þetta kleift, og kannski líka kalla eftir þörfinni.“ Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Þjóðkirkjan Hallgrímskirkja Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira
Starfsmenn Hallgrímskirkju fá loksins kaffistofu, organistar skrifstofu og ný lyfta sem leysa mun þá gömlu af hólmi verður bæði hraðskreiðari og öruggari. Miklar framkvæmdir standa nú yfir í kirkjunni sem að miklu leiti eru fjármagnaðar með aðgangseyri sem gestir greiða til að fara upp í turninn. Í 50 ár hefur sama lyftan komið fólki upp og niður Hallgrímskirkjuturn en nú á að breyta og koma upp nýrri og betri lyftu líkt og greint var frá fyrir páska. En það eru ekki aðeins framkvæmdir við nýja lyftu sem standa yfir, en síðan kirkjan var tekin í notkun hefur önnur hæð hennar aldrei verið kláruð og hefur að mestu verið notuð sem geymsla. „Við erum að innrétta hérna skrifstofurými annars vegar fyrir organistana og hins vegar starfsmannaaðstöðu. Löngu tímabært,“ segir Sigríður Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju. „Framkvæmdir eru bara að hefjast og það verður unnið allan sólarhringinn núna þangað til 27. maí, þá reiknum við með að framkvæmdum ljúki og vonandi gengur það allt eftir,“ segir Sigríður og vísar þar til framkvæmda vegna nýju lyftunnar en lokað er upp í turninn á meðan þær standa yfir. „Við erum að gera breytingar á öllum hæðum, við erum að gera sem sagt brunahólf á öllum hæðum á milli lyftu og björgunarstigans,“ bætir hún við, en aðspurð segir hún að undirbúningur að bættum brunavörnum hafi staðið yfir síðan nokkru áður en Notre Dame-dómkirkjan í París brann á dögunum. Nýja lyftan verður bæði hraðskreiðari og öryggari. „Gamla lyftan var þannig að þú gast fests upp á hæðunum. Við höfum eiginlega ekki getað notað hæðirnar almennilega undanfarin ár á meðan það er svona mikill fólksfjöldi vegna þess að þú kemst ekki niður, hún er alltaf full. Þannig að nýja lyftan verður með svona VIP-takka, þannig að hún kemur ekki full þannig að þú kemst aftur niður ef að þú ert kominn upp á hæð.“ Áætlaður kostnaður við nýju lyftuna er um 40 milljónir en þeir um það bil 300 þúsund gestir sem heimsækja kirkjuna árlega greiða hver og einn þúsund krónur til að fara upp í turninn. Þessar tekjur nýtast vel til að standa straum af kostnaði við framkvæmdirnar að sögn Sigríðar. „Það eru þær sem gera okkur þetta kleift, og kannski líka kalla eftir þörfinni.“
Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Þjóðkirkjan Hallgrímskirkja Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira