Verkalýðsforystan minnir á uppsagnarákvæði kjarasamninga Heimir Már Pétursson skrifar 24. apríl 2019 19:15 Kjarasamningar alls þorra launafólks á almenna vinnumarkaðnum voru samþykktir með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Verkalýðsforystan varar fyrirtæki við því að grafa undan samningunum með verðhækkunum sem verði mætt með hörku og jafnvel uppsögn samninga í september á næsta ári. Verkalýðsfélögin greindu frá niðurstöðum atkvæðagreiðslna um nýgerða kjarasamninga í dag. Þáttaka í þeim var fremur dræm en alls staðar voru kjarasamningarnir samþykktir. Þannig samþykktu um 88 prósent félagsmanna VR samninga við Samtök atvinnulífsins annars vegar og Félag atvinnurekenda hins vegar þar sem þátttaka var frá um 21 prósenti til rúmlega 26 prósenta. Rétt rúmlega 77 prósent þeirra sem greiddu atkvæði um samninga Eflingar samþykktu þá en þar var þáttakan rétt rúmlega tíu prósent. Þátttaka hjá öðrum félögum Starfsgreinasambandsins var að meðaltali 12,8% sem samþykktu samningana með yfir 70% atkvæða. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir margar ástæður geta legið fyrir dræmri þáttöku í atkvæðagreiðslum í sumum félögum. „Við erum þokkalega sátt við þátttöku okkar félagsmanna. Við erum yfir meðallagi, töluvert yfir meðallagi,“ segir Ragnar Þór. Þrátt fyrir mikla félagsblöndun bæði tekju- og menntunarlega innan VR samþykki mjög hátt hlutfall samningana.Stöð 2Ennáeftir að útfæra margtísamningum Þá segir formaður VR samningarnir einnig flókna og margt eigi eftir aðútfæra. „Það er líka margt sem kannski er pínulítið óljóst eins og varðandi skattkerfisbreytingarnar. Hvernig þær verða útfærðar og ýmislegt annað sem við eigum eftir að vinna. Vegna þess að nú hefst í rauninni aðalvinnan. Það er að fylgja þessum samningum eftir eins og í húsnæðismálum og fleiri málum sem snúa að ríkisstjórninni og Samtökum atvinnulífsins,“ segir Ragnar Þór. Verkalýðsforystan varar fyrirtæki við verðhækkunum vegna kjarasamninganna sem muni leiða til verðbólgu og hækkunar vaxta og þar með hækkunar skulda fyrirtækja ekki síður en heimila. Endurskoðunarákvæði séu í samningunum í september á næsta og þarnæsta ári. Ný forysta í verkalýðshreyfingunni hafi gefið mjög sterk skilaboð um að verðhækkanir vegna kjarasamninga verði ekki liðnar. „Eins og hefur verið gert samning eftir samning áratugum saman. Þannig að við munum svo sannarlega nýta okkur þetta uppsagnarákvæði og sækja, hvaðáég að segja, það sem upp á vantar af mikilli hörku komi til þess aðþurfa að segja þeim upp. En ég vona svo sannarlega að svo verði ekki og fyrirtækin haldi að sér höndum,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson. Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Kjarasamningar alls þorra launafólks á almenna vinnumarkaðnum voru samþykktir með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Verkalýðsforystan varar fyrirtæki við því að grafa undan samningunum með verðhækkunum sem verði mætt með hörku og jafnvel uppsögn samninga í september á næsta ári. Verkalýðsfélögin greindu frá niðurstöðum atkvæðagreiðslna um nýgerða kjarasamninga í dag. Þáttaka í þeim var fremur dræm en alls staðar voru kjarasamningarnir samþykktir. Þannig samþykktu um 88 prósent félagsmanna VR samninga við Samtök atvinnulífsins annars vegar og Félag atvinnurekenda hins vegar þar sem þátttaka var frá um 21 prósenti til rúmlega 26 prósenta. Rétt rúmlega 77 prósent þeirra sem greiddu atkvæði um samninga Eflingar samþykktu þá en þar var þáttakan rétt rúmlega tíu prósent. Þátttaka hjá öðrum félögum Starfsgreinasambandsins var að meðaltali 12,8% sem samþykktu samningana með yfir 70% atkvæða. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir margar ástæður geta legið fyrir dræmri þáttöku í atkvæðagreiðslum í sumum félögum. „Við erum þokkalega sátt við þátttöku okkar félagsmanna. Við erum yfir meðallagi, töluvert yfir meðallagi,“ segir Ragnar Þór. Þrátt fyrir mikla félagsblöndun bæði tekju- og menntunarlega innan VR samþykki mjög hátt hlutfall samningana.Stöð 2Ennáeftir að útfæra margtísamningum Þá segir formaður VR samningarnir einnig flókna og margt eigi eftir aðútfæra. „Það er líka margt sem kannski er pínulítið óljóst eins og varðandi skattkerfisbreytingarnar. Hvernig þær verða útfærðar og ýmislegt annað sem við eigum eftir að vinna. Vegna þess að nú hefst í rauninni aðalvinnan. Það er að fylgja þessum samningum eftir eins og í húsnæðismálum og fleiri málum sem snúa að ríkisstjórninni og Samtökum atvinnulífsins,“ segir Ragnar Þór. Verkalýðsforystan varar fyrirtæki við verðhækkunum vegna kjarasamninganna sem muni leiða til verðbólgu og hækkunar vaxta og þar með hækkunar skulda fyrirtækja ekki síður en heimila. Endurskoðunarákvæði séu í samningunum í september á næsta og þarnæsta ári. Ný forysta í verkalýðshreyfingunni hafi gefið mjög sterk skilaboð um að verðhækkanir vegna kjarasamninga verði ekki liðnar. „Eins og hefur verið gert samning eftir samning áratugum saman. Þannig að við munum svo sannarlega nýta okkur þetta uppsagnarákvæði og sækja, hvaðáég að segja, það sem upp á vantar af mikilli hörku komi til þess aðþurfa að segja þeim upp. En ég vona svo sannarlega að svo verði ekki og fyrirtækin haldi að sér höndum,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson.
Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira