Bók Hallgríms kemur tvisvar fyrir á metsölulista Andri Eysteinsson skrifar 10. febrúar 2019 23:00 Bók Hallgríms er vinsæl með eindæmum Vísir/Valli/ Penninn Verðlaunabók Hallgríms Helgasonar, Sextíu kíló af sólskini sem skilaði höfundinum Íslensku bókmenntaverðlaununum fyrr í ár, er í áhugaverðri stöðu á metsölulista Pennans Eymundsson. Svo vill til að bókin er ekki bara í þriðja sæti yfir mest seldu bækur verslunarinnar heldur einnig í því fjórða. Ástæðan fyrir þessari einstöku stöðu er sú að í þriðja sæti situr innbundin útgáfa bókarinnar en í því fjórða er Sextíu kíló af sólskini í kilju. Penninn vakti athygli á þessu á Twitter í dag og sagði stöðu sem þessa vera sjaldgæfa. Bókin sjálf kom út rétt fyrir jólabókaflóðið og hefur væntanlega verið vinsæl jólagjöf til bókaorma og lestrarhesta landsins. Sjá má metsölulista Pennanns í færslunni hér að neðan. Einu bækurnar sem slá Hallgrími við eru Eldraunin eftir Horst og bók Jónínu Leósdóttur, Barnið sem hrópaði í hljóði.The same book is number 3 and 4 in Iceland... (hardcover and paperback versions) https://t.co/v66FzhvnGx — Hallgrímur Helgason (@HalgrimHelgason) February 9, 2019 Bókmenntir Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Verðlaunabók Hallgríms Helgasonar, Sextíu kíló af sólskini sem skilaði höfundinum Íslensku bókmenntaverðlaununum fyrr í ár, er í áhugaverðri stöðu á metsölulista Pennans Eymundsson. Svo vill til að bókin er ekki bara í þriðja sæti yfir mest seldu bækur verslunarinnar heldur einnig í því fjórða. Ástæðan fyrir þessari einstöku stöðu er sú að í þriðja sæti situr innbundin útgáfa bókarinnar en í því fjórða er Sextíu kíló af sólskini í kilju. Penninn vakti athygli á þessu á Twitter í dag og sagði stöðu sem þessa vera sjaldgæfa. Bókin sjálf kom út rétt fyrir jólabókaflóðið og hefur væntanlega verið vinsæl jólagjöf til bókaorma og lestrarhesta landsins. Sjá má metsölulista Pennanns í færslunni hér að neðan. Einu bækurnar sem slá Hallgrími við eru Eldraunin eftir Horst og bók Jónínu Leósdóttur, Barnið sem hrópaði í hljóði.The same book is number 3 and 4 in Iceland... (hardcover and paperback versions) https://t.co/v66FzhvnGx — Hallgrímur Helgason (@HalgrimHelgason) February 9, 2019
Bókmenntir Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira