Starfshópur leggur til að senda öll börn hælisleitenda í Vogaskóla Sylvía Hall skrifar 13. febrúar 2019 22:06 Stoðdeildin yrði fyrir börn í 3. til 10. bekk. Visir/Vilhelm Skýrsla starfshóps um móttöku og aðlögun barna innflytjenda, flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd leggur til að stofnuð verði stoðdeild í Vogaseli við Vogaskóla í Reykjavík og myndu því öll þau börn sækja þann skóla í að hámarki níu mánuði áður en þau myndu hefja nám í sínum hverfisskóla. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV í kvöld. Í tillögum starfshópsins segir að stoðdeildin yrði sett á laggirnar fyrir börn í 3. til 10. bekk sem þurfa sértækan stuðning við að hefja nám í íslenskum grunnskóla. Í þeim hópi séu börn flóttafólks, umsækjenda um alþjóðlega vernd og í einhverjum tilvikum börn innflytjenda sem ekki hafa skólagöngu að baki. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir þetta vera til þess að þessi hópur fái betri stuðning og aðgang að fagfólki. „Það er aðalatriði að við getum veitt þeim þessa næringu og skjól sem þessi hópur þarf á að halda og ef þeim er dreift í marga skóla getur verið að við höfum ekki það fagfólk og þá umgjörð sem þau þurfa á að halda. Ég tel að þeim sé enginn sérstakur greiði gerður með því að vera í almennum bekk með þennan veika og brotna bakgrunn,“ segir Helgi.116 börn fólks í leit að alþjóðlegri vernd skólagöngu í 12 grunnskólum í Reykjavík á árunum 2016 til 2018. Í dag er 21 slíkt barn í skólunum.Vísir/VilhelmLögbrot að sögn deildarstjóra Helga Helgadóttir, deildarstjóri sérkennslu í Vogaskóla, er ekki hrifin af tillögum starfshópsins. Hún segir þetta vera í andstöðu við starfið í Vogaskóla og hún geti ekki betur séð en að tillögurnar brjóti í bága við lög um grunnskóla og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Í lögum um grunnskóla segir að koma eigi í veg fyrir mismunun vegna uppruna við nám og kennslu. Í aðalnámskrá segir að á grunnskólastigi eiga allir nemendur rétt á að stunda skyldunám í almennum grunnskólum án aðgreiningar sem öll börn eiga rétt á að sækja. Aðspurður hvort tillögur starfshópsins aðgreini ekki umræddan hóp frá öðrum grunnskólabörnum segir Helgi að það séu börn sem þurfi á sérstökum aðstæðum að halda til þess að geta vaxið og blómstrað í skólastarfi en menntun án aðgreiningar sé verkefni sem sé tekið mjög alvarlega hjá Reykjavíkurborg. Það sé reynt að komast til móts við þarfir allra barna og telur starfshópurinn að það sé best gert með þessum hætti. Hælisleitendur Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Sjá meira
Skýrsla starfshóps um móttöku og aðlögun barna innflytjenda, flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd leggur til að stofnuð verði stoðdeild í Vogaseli við Vogaskóla í Reykjavík og myndu því öll þau börn sækja þann skóla í að hámarki níu mánuði áður en þau myndu hefja nám í sínum hverfisskóla. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV í kvöld. Í tillögum starfshópsins segir að stoðdeildin yrði sett á laggirnar fyrir börn í 3. til 10. bekk sem þurfa sértækan stuðning við að hefja nám í íslenskum grunnskóla. Í þeim hópi séu börn flóttafólks, umsækjenda um alþjóðlega vernd og í einhverjum tilvikum börn innflytjenda sem ekki hafa skólagöngu að baki. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir þetta vera til þess að þessi hópur fái betri stuðning og aðgang að fagfólki. „Það er aðalatriði að við getum veitt þeim þessa næringu og skjól sem þessi hópur þarf á að halda og ef þeim er dreift í marga skóla getur verið að við höfum ekki það fagfólk og þá umgjörð sem þau þurfa á að halda. Ég tel að þeim sé enginn sérstakur greiði gerður með því að vera í almennum bekk með þennan veika og brotna bakgrunn,“ segir Helgi.116 börn fólks í leit að alþjóðlegri vernd skólagöngu í 12 grunnskólum í Reykjavík á árunum 2016 til 2018. Í dag er 21 slíkt barn í skólunum.Vísir/VilhelmLögbrot að sögn deildarstjóra Helga Helgadóttir, deildarstjóri sérkennslu í Vogaskóla, er ekki hrifin af tillögum starfshópsins. Hún segir þetta vera í andstöðu við starfið í Vogaskóla og hún geti ekki betur séð en að tillögurnar brjóti í bága við lög um grunnskóla og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Í lögum um grunnskóla segir að koma eigi í veg fyrir mismunun vegna uppruna við nám og kennslu. Í aðalnámskrá segir að á grunnskólastigi eiga allir nemendur rétt á að stunda skyldunám í almennum grunnskólum án aðgreiningar sem öll börn eiga rétt á að sækja. Aðspurður hvort tillögur starfshópsins aðgreini ekki umræddan hóp frá öðrum grunnskólabörnum segir Helgi að það séu börn sem þurfi á sérstökum aðstæðum að halda til þess að geta vaxið og blómstrað í skólastarfi en menntun án aðgreiningar sé verkefni sem sé tekið mjög alvarlega hjá Reykjavíkurborg. Það sé reynt að komast til móts við þarfir allra barna og telur starfshópurinn að það sé best gert með þessum hætti.
Hælisleitendur Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Sjá meira