Stjórn FKA lýsir yfir vanþóknun á meðhöndlun máls Áslaugar Andri Eysteinsson skrifar 17. september 2018 17:44 Stjórn FKA fundaði um uppsögn Áslaugar Thelmu Einarsdóttur í dag. fréttablaðið/GVA/ERNIR Stjórn Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) fundaði í dag um uppsögn Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fráfarandi forstöðumanns einstaklingsmarkaðar hjá Orku Náttúrunnar (ON). Í tilkynningu frá FKA lýsir stjórn félagsins vanþóknun á því hvernig staðið hefur verið að málinu innan móðurfyrirtækis ON, Orkuveitu Reykjavíkur. Í yfirlýsingu stjórnar segir „Það er algjörlega óviðunandi eftir alla þá umræðu sem orðið hefur í kjölfar #MeToo byltingarinnar að ekki sé staðið faglega að málum vegna kynbundins ofbeldis og áreitni.“ „Í ljósi þeirra atburða sem átt hafa sér stað síðustu daga skorar stjórn FKA á stjórn Orkuveitu Reykjavíkur að rannsaka aðkomu forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur að máli Áslaugar Thelmu Einarsdóttur og fyrrverandi forstjóra ON til hlítar. Einnig er mikilvægt að kanna stöðu félagslegra- og andlegra þátta meðal starfsfólks beggja fyrirtækjanna til að unnt sé að grípa til nauðsynlegra aðgerða innan fyrirtækjanna“ Stjórn FKA segist vilja með yfirlýsingunni standa upp fyrir þeim kjarki sem Áslaug sýndi með því að samþykkja ekki að málið sé þaggað niður. Málinu sé hvergi nærri lokið og ekki verður gefið eftir kröfunni um breytingar á viðhorfum í atvinnulífinu. Hulda Ragnheiður Árnadóttir stjórnarkona í FKA segir stjórnina ætla að standa með Áslaugu Thelmu í þessu máli, ekki síst til að sýna öllum konum sem eru í sömu sporum að þær séu ekki einar. Að lokum vill Stjórn FKA hvetja alla þá sem telja vinnuumhverfi vera óheilbrigt vegna kynbundinnar- eða kynferðislegar áreitni að láta í sér heyra. Ef viðkomandi treystir sér ekki til þess innan vinnustaðarins getur hann komið nafnlausri ábendingu til Vinnueftirlitsins sem metur tilefni til rannsóknar á vinnustaðnum. Tengdar fréttir Segir forstjóra OR meðvitað styðja ruddalega framkomu gagnvart konum Áslaug Thelma lýsir yfir miklum vonbrigðum með Bjarna Bjarnason forstjóra OR. 17. september 2018 11:21 Bjarni ætlar ekki að tjá sig Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitur Reykjavíkur, ætlar að svo stöddu ekki að tjá sig opinberlega um starfslok starfsfólks hjá Orkuveitunni eða dótturfélaginu, Orku náttúrunnar. 17. september 2018 12:23 Rekinn með skömm en fær laun í sex mánuði Framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar rekinn fyrir óviðeigandi hegðun gagnvart samstarfsfólki. 14. september 2018 07:00 Segir uppsögnina hjá ON algerlega tilhæfulausa Áslaug Thelma fer ítarlega yfir uppsögnina hjá ON. 17. september 2018 09:51 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Fleiri fréttir Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Sjá meira
Stjórn Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) fundaði í dag um uppsögn Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fráfarandi forstöðumanns einstaklingsmarkaðar hjá Orku Náttúrunnar (ON). Í tilkynningu frá FKA lýsir stjórn félagsins vanþóknun á því hvernig staðið hefur verið að málinu innan móðurfyrirtækis ON, Orkuveitu Reykjavíkur. Í yfirlýsingu stjórnar segir „Það er algjörlega óviðunandi eftir alla þá umræðu sem orðið hefur í kjölfar #MeToo byltingarinnar að ekki sé staðið faglega að málum vegna kynbundins ofbeldis og áreitni.“ „Í ljósi þeirra atburða sem átt hafa sér stað síðustu daga skorar stjórn FKA á stjórn Orkuveitu Reykjavíkur að rannsaka aðkomu forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur að máli Áslaugar Thelmu Einarsdóttur og fyrrverandi forstjóra ON til hlítar. Einnig er mikilvægt að kanna stöðu félagslegra- og andlegra þátta meðal starfsfólks beggja fyrirtækjanna til að unnt sé að grípa til nauðsynlegra aðgerða innan fyrirtækjanna“ Stjórn FKA segist vilja með yfirlýsingunni standa upp fyrir þeim kjarki sem Áslaug sýndi með því að samþykkja ekki að málið sé þaggað niður. Málinu sé hvergi nærri lokið og ekki verður gefið eftir kröfunni um breytingar á viðhorfum í atvinnulífinu. Hulda Ragnheiður Árnadóttir stjórnarkona í FKA segir stjórnina ætla að standa með Áslaugu Thelmu í þessu máli, ekki síst til að sýna öllum konum sem eru í sömu sporum að þær séu ekki einar. Að lokum vill Stjórn FKA hvetja alla þá sem telja vinnuumhverfi vera óheilbrigt vegna kynbundinnar- eða kynferðislegar áreitni að láta í sér heyra. Ef viðkomandi treystir sér ekki til þess innan vinnustaðarins getur hann komið nafnlausri ábendingu til Vinnueftirlitsins sem metur tilefni til rannsóknar á vinnustaðnum.
Tengdar fréttir Segir forstjóra OR meðvitað styðja ruddalega framkomu gagnvart konum Áslaug Thelma lýsir yfir miklum vonbrigðum með Bjarna Bjarnason forstjóra OR. 17. september 2018 11:21 Bjarni ætlar ekki að tjá sig Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitur Reykjavíkur, ætlar að svo stöddu ekki að tjá sig opinberlega um starfslok starfsfólks hjá Orkuveitunni eða dótturfélaginu, Orku náttúrunnar. 17. september 2018 12:23 Rekinn með skömm en fær laun í sex mánuði Framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar rekinn fyrir óviðeigandi hegðun gagnvart samstarfsfólki. 14. september 2018 07:00 Segir uppsögnina hjá ON algerlega tilhæfulausa Áslaug Thelma fer ítarlega yfir uppsögnina hjá ON. 17. september 2018 09:51 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Fleiri fréttir Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Sjá meira
Segir forstjóra OR meðvitað styðja ruddalega framkomu gagnvart konum Áslaug Thelma lýsir yfir miklum vonbrigðum með Bjarna Bjarnason forstjóra OR. 17. september 2018 11:21
Bjarni ætlar ekki að tjá sig Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitur Reykjavíkur, ætlar að svo stöddu ekki að tjá sig opinberlega um starfslok starfsfólks hjá Orkuveitunni eða dótturfélaginu, Orku náttúrunnar. 17. september 2018 12:23
Rekinn með skömm en fær laun í sex mánuði Framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar rekinn fyrir óviðeigandi hegðun gagnvart samstarfsfólki. 14. september 2018 07:00
Segir uppsögnina hjá ON algerlega tilhæfulausa Áslaug Thelma fer ítarlega yfir uppsögnina hjá ON. 17. september 2018 09:51