Stjórn FKA lýsir yfir vanþóknun á meðhöndlun máls Áslaugar Andri Eysteinsson skrifar 17. september 2018 17:44 Stjórn FKA fundaði um uppsögn Áslaugar Thelmu Einarsdóttur í dag. fréttablaðið/GVA/ERNIR Stjórn Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) fundaði í dag um uppsögn Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fráfarandi forstöðumanns einstaklingsmarkaðar hjá Orku Náttúrunnar (ON). Í tilkynningu frá FKA lýsir stjórn félagsins vanþóknun á því hvernig staðið hefur verið að málinu innan móðurfyrirtækis ON, Orkuveitu Reykjavíkur. Í yfirlýsingu stjórnar segir „Það er algjörlega óviðunandi eftir alla þá umræðu sem orðið hefur í kjölfar #MeToo byltingarinnar að ekki sé staðið faglega að málum vegna kynbundins ofbeldis og áreitni.“ „Í ljósi þeirra atburða sem átt hafa sér stað síðustu daga skorar stjórn FKA á stjórn Orkuveitu Reykjavíkur að rannsaka aðkomu forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur að máli Áslaugar Thelmu Einarsdóttur og fyrrverandi forstjóra ON til hlítar. Einnig er mikilvægt að kanna stöðu félagslegra- og andlegra þátta meðal starfsfólks beggja fyrirtækjanna til að unnt sé að grípa til nauðsynlegra aðgerða innan fyrirtækjanna“ Stjórn FKA segist vilja með yfirlýsingunni standa upp fyrir þeim kjarki sem Áslaug sýndi með því að samþykkja ekki að málið sé þaggað niður. Málinu sé hvergi nærri lokið og ekki verður gefið eftir kröfunni um breytingar á viðhorfum í atvinnulífinu. Hulda Ragnheiður Árnadóttir stjórnarkona í FKA segir stjórnina ætla að standa með Áslaugu Thelmu í þessu máli, ekki síst til að sýna öllum konum sem eru í sömu sporum að þær séu ekki einar. Að lokum vill Stjórn FKA hvetja alla þá sem telja vinnuumhverfi vera óheilbrigt vegna kynbundinnar- eða kynferðislegar áreitni að láta í sér heyra. Ef viðkomandi treystir sér ekki til þess innan vinnustaðarins getur hann komið nafnlausri ábendingu til Vinnueftirlitsins sem metur tilefni til rannsóknar á vinnustaðnum. Tengdar fréttir Segir forstjóra OR meðvitað styðja ruddalega framkomu gagnvart konum Áslaug Thelma lýsir yfir miklum vonbrigðum með Bjarna Bjarnason forstjóra OR. 17. september 2018 11:21 Bjarni ætlar ekki að tjá sig Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitur Reykjavíkur, ætlar að svo stöddu ekki að tjá sig opinberlega um starfslok starfsfólks hjá Orkuveitunni eða dótturfélaginu, Orku náttúrunnar. 17. september 2018 12:23 Rekinn með skömm en fær laun í sex mánuði Framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar rekinn fyrir óviðeigandi hegðun gagnvart samstarfsfólki. 14. september 2018 07:00 Segir uppsögnina hjá ON algerlega tilhæfulausa Áslaug Thelma fer ítarlega yfir uppsögnina hjá ON. 17. september 2018 09:51 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Fleiri fréttir „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Sjá meira
Stjórn Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) fundaði í dag um uppsögn Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fráfarandi forstöðumanns einstaklingsmarkaðar hjá Orku Náttúrunnar (ON). Í tilkynningu frá FKA lýsir stjórn félagsins vanþóknun á því hvernig staðið hefur verið að málinu innan móðurfyrirtækis ON, Orkuveitu Reykjavíkur. Í yfirlýsingu stjórnar segir „Það er algjörlega óviðunandi eftir alla þá umræðu sem orðið hefur í kjölfar #MeToo byltingarinnar að ekki sé staðið faglega að málum vegna kynbundins ofbeldis og áreitni.“ „Í ljósi þeirra atburða sem átt hafa sér stað síðustu daga skorar stjórn FKA á stjórn Orkuveitu Reykjavíkur að rannsaka aðkomu forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur að máli Áslaugar Thelmu Einarsdóttur og fyrrverandi forstjóra ON til hlítar. Einnig er mikilvægt að kanna stöðu félagslegra- og andlegra þátta meðal starfsfólks beggja fyrirtækjanna til að unnt sé að grípa til nauðsynlegra aðgerða innan fyrirtækjanna“ Stjórn FKA segist vilja með yfirlýsingunni standa upp fyrir þeim kjarki sem Áslaug sýndi með því að samþykkja ekki að málið sé þaggað niður. Málinu sé hvergi nærri lokið og ekki verður gefið eftir kröfunni um breytingar á viðhorfum í atvinnulífinu. Hulda Ragnheiður Árnadóttir stjórnarkona í FKA segir stjórnina ætla að standa með Áslaugu Thelmu í þessu máli, ekki síst til að sýna öllum konum sem eru í sömu sporum að þær séu ekki einar. Að lokum vill Stjórn FKA hvetja alla þá sem telja vinnuumhverfi vera óheilbrigt vegna kynbundinnar- eða kynferðislegar áreitni að láta í sér heyra. Ef viðkomandi treystir sér ekki til þess innan vinnustaðarins getur hann komið nafnlausri ábendingu til Vinnueftirlitsins sem metur tilefni til rannsóknar á vinnustaðnum.
Tengdar fréttir Segir forstjóra OR meðvitað styðja ruddalega framkomu gagnvart konum Áslaug Thelma lýsir yfir miklum vonbrigðum með Bjarna Bjarnason forstjóra OR. 17. september 2018 11:21 Bjarni ætlar ekki að tjá sig Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitur Reykjavíkur, ætlar að svo stöddu ekki að tjá sig opinberlega um starfslok starfsfólks hjá Orkuveitunni eða dótturfélaginu, Orku náttúrunnar. 17. september 2018 12:23 Rekinn með skömm en fær laun í sex mánuði Framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar rekinn fyrir óviðeigandi hegðun gagnvart samstarfsfólki. 14. september 2018 07:00 Segir uppsögnina hjá ON algerlega tilhæfulausa Áslaug Thelma fer ítarlega yfir uppsögnina hjá ON. 17. september 2018 09:51 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Fleiri fréttir „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Sjá meira
Segir forstjóra OR meðvitað styðja ruddalega framkomu gagnvart konum Áslaug Thelma lýsir yfir miklum vonbrigðum með Bjarna Bjarnason forstjóra OR. 17. september 2018 11:21
Bjarni ætlar ekki að tjá sig Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitur Reykjavíkur, ætlar að svo stöddu ekki að tjá sig opinberlega um starfslok starfsfólks hjá Orkuveitunni eða dótturfélaginu, Orku náttúrunnar. 17. september 2018 12:23
Rekinn með skömm en fær laun í sex mánuði Framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar rekinn fyrir óviðeigandi hegðun gagnvart samstarfsfólki. 14. september 2018 07:00
Segir uppsögnina hjá ON algerlega tilhæfulausa Áslaug Thelma fer ítarlega yfir uppsögnina hjá ON. 17. september 2018 09:51