Ekki láta klámáhorf afskiptalaust Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 26. október 2018 20:15 Tæpur helmingur drengja í 8. til 10. bekk segist horfa á klám einu sinni í viku eða oftar en þeir eru að meðaltali ellefu ára þegar þeir horfa á klám í fyrsta skipti. Steinunn Gyðu og Guðjónsdóttir, starfsmaður Stígamóta, segir foreldra þurfa að taka ákvörðun um að láta ekki klámáhorf afskiptalaust enda sé tenging milli klámáhorfs og kynferðisofbeldis. Tölfræði Stígamóta sýnir að gerendur kynferðisofbeldis eru fyrst og fremst ungir menn. Jafnframt eru 70% þolendur undir 18 ára aldri þegar þau verða fyrst fyrir kynferðisofbeldi. Fyrr á árinu fór Stígamót af stað með herferðina #sjúkást og í framhaldi af henni hrintu þau úr vör nýrri herferð sem heitir #allirkrakkar, með það markmið að höfða til foreldra um að taka þátt í baráttunni gegn kynferðisofeldi. „Allir krakkar geta orðið gerendur kynferðisofbeldis og allir krakkar geta orðið þolendur kynferðisofbeldis. Það er okkar sem samfélags að fræða þau og koma í veg fyrir kynferðisofbeldi áður en það er framið," segir hún.Enginn á rétt á kynlífi Hún segir margt hægt að gera til að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi og mikilvægt sé að fræða unglinga. Taka þurfi ákvörðun að láta ekki klám áhorf afskiptalaust. Kynferðisofbeldi sé ekki náttúrulögmál heldur lærð hegðun og að rannsóknir sýna að þar geti klámáhorf spilað stórt hlutverk. Enginn eigi rétt á kynlífi - sá sem heldur það sé líklegur til að fara yfir mörk.Hvað geta foreldrar gert til að fylgjast með því hvað barnið er að gera í símanum, eða koma í veg fyrir að það sé að horfa á klám?„Tala við börnin sín. Ég held að það sé eina svarið. Spurja hvað þau eru að skoða. Gefa þeim tækifæri til að vera gagnrýnin. Vegna þess að við erum sennilega aldrei að fara að stoppa það sem þau eru nákvæmlega að fara að sjá. Ef við gefum þeim tækin og tólin til þess að skilja og vera gagnrýnin og ekki taka þessu algjörlega gagnrýnislaust, þá er til mikils að vinna," segir hún.Myndband sem Stígamót lét framleiða undir merkjum #allirkrakkar má sjá hér að neðan. Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Tæpur helmingur drengja í 8. til 10. bekk segist horfa á klám einu sinni í viku eða oftar en þeir eru að meðaltali ellefu ára þegar þeir horfa á klám í fyrsta skipti. Steinunn Gyðu og Guðjónsdóttir, starfsmaður Stígamóta, segir foreldra þurfa að taka ákvörðun um að láta ekki klámáhorf afskiptalaust enda sé tenging milli klámáhorfs og kynferðisofbeldis. Tölfræði Stígamóta sýnir að gerendur kynferðisofbeldis eru fyrst og fremst ungir menn. Jafnframt eru 70% þolendur undir 18 ára aldri þegar þau verða fyrst fyrir kynferðisofbeldi. Fyrr á árinu fór Stígamót af stað með herferðina #sjúkást og í framhaldi af henni hrintu þau úr vör nýrri herferð sem heitir #allirkrakkar, með það markmið að höfða til foreldra um að taka þátt í baráttunni gegn kynferðisofeldi. „Allir krakkar geta orðið gerendur kynferðisofbeldis og allir krakkar geta orðið þolendur kynferðisofbeldis. Það er okkar sem samfélags að fræða þau og koma í veg fyrir kynferðisofbeldi áður en það er framið," segir hún.Enginn á rétt á kynlífi Hún segir margt hægt að gera til að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi og mikilvægt sé að fræða unglinga. Taka þurfi ákvörðun að láta ekki klám áhorf afskiptalaust. Kynferðisofbeldi sé ekki náttúrulögmál heldur lærð hegðun og að rannsóknir sýna að þar geti klámáhorf spilað stórt hlutverk. Enginn eigi rétt á kynlífi - sá sem heldur það sé líklegur til að fara yfir mörk.Hvað geta foreldrar gert til að fylgjast með því hvað barnið er að gera í símanum, eða koma í veg fyrir að það sé að horfa á klám?„Tala við börnin sín. Ég held að það sé eina svarið. Spurja hvað þau eru að skoða. Gefa þeim tækifæri til að vera gagnrýnin. Vegna þess að við erum sennilega aldrei að fara að stoppa það sem þau eru nákvæmlega að fara að sjá. Ef við gefum þeim tækin og tólin til þess að skilja og vera gagnrýnin og ekki taka þessu algjörlega gagnrýnislaust, þá er til mikils að vinna," segir hún.Myndband sem Stígamót lét framleiða undir merkjum #allirkrakkar má sjá hér að neðan.
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira