Rýnt í úrslit borgarstjórnarkosninga: Viðreisn í lykilstöðu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. maí 2018 08:46 Það eru ýmsar breytingar á borgarstjórn Reykjavíkur þegar úrslit kosninganna liggja fyrir. Vísir/Vilhelm Lokatölur úr borgarstjórnarkosningum, sem voru kynntar á sjöunda tímanum, sýna svo ekki sé um villst að meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar er fallinn. Það dregur heldur betur til tíðinda nú þegar öll atkvæði hafa verið talin í borginni; Sjálfstæðisflokkurinn vann mikinn kosningasigur og er stærsti flokkurinn, Samfylkingin missir 6% fylgi frá síðustu borgarstjórnarkosningum, Viðreisn hefur tryggt sér lykilstöðu, Vinstri græn biðu afhroð og Sósíalistaflokkur Íslands náði feikilega góðum árangri í fyrstu kosningum hins nýstofnaða flokks.Sjálfstæðisflokkurinn stærstur Sjálfstæðisflokkurinn vann mikinn kosningasigur og er stærsti flokkurinn í borginni með 30,8% atkvæða og átta borgarfulltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn hefur bætt sig um 5,1% frá því í síðustu borgarstjórnarkosningum árið 2014 en þá endaði flokkurinn með 25,7% atkvæða. Hann bætir því við sig fjórum borgarfulltrúum. Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Egill Þór Jónsson, Marta Guðjónsdóttir, Katrín Atladóttir, Örn Þórðarson og Björn Gíslason eru þeir frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins sem komust inn í borgarstjórn. Talsverð endurnýjun er á lista Sjálfstæðisflokksins.Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, og Hildur Björnsdóttir sem skipar 2. sætið á lista flokksins fallast hér í faðma á kosningavökunni á Grand Hotel í kvöld.vísir/vilhelmSamfylkingin með 7 fulltrúa Samfylkingin, sem framan af mældist stærsti flokkurinn í skoðanakönnunum, er næststærsti flokkurinn í borgarstjórn en tapar miklu frá því sem var. Samfylkingin fékk 25,9% atkvæða og 7 borgarfulltrúa. Árið 2014 var flokkurinn með 31,9% atkvæða, því er ljóst að hann hefur misst heil 6% frá síðustu sveitarstjórnarkosningum. Dagur B. Eggertsson, núverandi borgarstjóri, Heiða Björg Hilmisdóttir, Skúli Helgason, Kristín Soffía Jónsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Sabine Leskopf og Guðrún Ögmundsdóttir eru þeir frambjóðendur Samfylkingarinnar sem komumst inn í borgarstjórn.Viðreisn í lykilstöðu til að mynda meirihluta Viðreisn er stærst nýju flokkanna sem buðu fram til borgarstjórnarkosninganna og er jafnframt þriðji stærsti flokkurinn. Viðreisn fékk 8,2% atkvæða og tvo borgarfulltrúa, Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur og Pawel Bartoszek. Flokkurinn er í lykilstöðu að aflokunum kosningum því hann getur myndað meirihluta bæði til hægri og vinstri.Píratar bæta við sig Píratar sækja í sig veðrið eru með 7,7% atkvæða og 2 borgarfulltrúa, eins og Viðreisn, þegar atkvæði hafa verið talin. Í borgarstjórnarkosningunum 2014 endaði flokkurinn með 5,9% atkvæði og bætir sig því um 1,8%. Dóra Björt Guðjónsdóttir og Sigurborg Ósk Haraldsdóttir eru þeir borgarfulltrúar Pírata sem komust inn í borgarstjórn.Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavík, hefur tryggt sér sæti í borgarstjórn.Vísir/VilhelmSósíalistar vinna stórt Sósíalistaflokkur sem bauð í fyrsta skiptið fram í kosningum hlaut 6,4% atkvæða sem má teljast kosningasigur hjá svona ungum flokki. Sósíalistaflokkurinn, með Sönnu Magdalenu Mörtudóttur í broddi fylkingar, hefur tryggt sér sæti í borgarstjórn þegar lokatölur liggja fyrir.Miðflokkur er inni en Framsókn úti Miðflokkurinn virðist hafa tekið svakalega mikið fylgi af Framsóknarflokknum sem fékk ekki einn einasta borgarfulltrúa. Miðflokkurinn með Vigdísi Hauksdóttur í broddi fylkingar, endaði með 6,1% atkvæða í þessum fyrstu borgarstjórnarkosningum sem flokkurinn býður fram í og nær einum manni inn.Líf Magneudóttir er fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í borgarstjórn Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm GunnarssonSlæm úrslit fyrir VGVinstri hreyfingin – grænt framboð beið afhroð í borgarstjórnarkosningunum og endaði með verstu niðurstöðu sem VG hefur fengið í borginni en flokkurinn hefur boðið fjórum sinnum fram til borgarstjórnar. VG endaði með 4,6% atkvæða og oddviti flokksins, Líf Magneudóttir, kemst ein frambjóðenda inn í borgarstjórn. Í síðustu kosningum fékk flokkurinn 8,3% atkvæða og tapar því 3,7 prósentustigum.Flokkur fólksins með fulltrúa í borgarstjórn Flokkur fólksins, sem býður fram í fyrsta sinn til borgarstjórnarkosninga, náði feikilega góðum árangri með 4,3% atkvæða og nær því einum borgarfulltrúa inn. Kolbrún Baldursdóttir, oddviti flokksins, er sá fulltrúi Flokks fólksins í borgstjórn.Náðu ekki inn Aðrir flokkar náðu ekki inn í borgarstjórn og er Framsóknarflokkurinn á meðal þeirra með 3,2% atkvæða og tapar 7,5 prósentustigum frá því í síðustu borgarstjórnarkosningum. Kvennahreyfingin var næststærst af þeim flokkum sem ekki náðu borgarfulltrúa og endaði með 0,9% atkvæða. Höfuðborgarlistinn fékk 0,6%, Borgin okkar – Reykjavík fékk 0,4%, Alþýðufylkingin fékk 0,3%, Karlalistinn fékk 0,3% og Frelsisflokkur og Íslenska þjóðfylkingin voru minnst með 0,2% atkvæða hvor um sig. Kosningar 2018 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Innlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Fleiri fréttir Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri Sjá meira
Lokatölur úr borgarstjórnarkosningum, sem voru kynntar á sjöunda tímanum, sýna svo ekki sé um villst að meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar er fallinn. Það dregur heldur betur til tíðinda nú þegar öll atkvæði hafa verið talin í borginni; Sjálfstæðisflokkurinn vann mikinn kosningasigur og er stærsti flokkurinn, Samfylkingin missir 6% fylgi frá síðustu borgarstjórnarkosningum, Viðreisn hefur tryggt sér lykilstöðu, Vinstri græn biðu afhroð og Sósíalistaflokkur Íslands náði feikilega góðum árangri í fyrstu kosningum hins nýstofnaða flokks.Sjálfstæðisflokkurinn stærstur Sjálfstæðisflokkurinn vann mikinn kosningasigur og er stærsti flokkurinn í borginni með 30,8% atkvæða og átta borgarfulltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn hefur bætt sig um 5,1% frá því í síðustu borgarstjórnarkosningum árið 2014 en þá endaði flokkurinn með 25,7% atkvæða. Hann bætir því við sig fjórum borgarfulltrúum. Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Egill Þór Jónsson, Marta Guðjónsdóttir, Katrín Atladóttir, Örn Þórðarson og Björn Gíslason eru þeir frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins sem komust inn í borgarstjórn. Talsverð endurnýjun er á lista Sjálfstæðisflokksins.Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, og Hildur Björnsdóttir sem skipar 2. sætið á lista flokksins fallast hér í faðma á kosningavökunni á Grand Hotel í kvöld.vísir/vilhelmSamfylkingin með 7 fulltrúa Samfylkingin, sem framan af mældist stærsti flokkurinn í skoðanakönnunum, er næststærsti flokkurinn í borgarstjórn en tapar miklu frá því sem var. Samfylkingin fékk 25,9% atkvæða og 7 borgarfulltrúa. Árið 2014 var flokkurinn með 31,9% atkvæða, því er ljóst að hann hefur misst heil 6% frá síðustu sveitarstjórnarkosningum. Dagur B. Eggertsson, núverandi borgarstjóri, Heiða Björg Hilmisdóttir, Skúli Helgason, Kristín Soffía Jónsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Sabine Leskopf og Guðrún Ögmundsdóttir eru þeir frambjóðendur Samfylkingarinnar sem komumst inn í borgarstjórn.Viðreisn í lykilstöðu til að mynda meirihluta Viðreisn er stærst nýju flokkanna sem buðu fram til borgarstjórnarkosninganna og er jafnframt þriðji stærsti flokkurinn. Viðreisn fékk 8,2% atkvæða og tvo borgarfulltrúa, Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur og Pawel Bartoszek. Flokkurinn er í lykilstöðu að aflokunum kosningum því hann getur myndað meirihluta bæði til hægri og vinstri.Píratar bæta við sig Píratar sækja í sig veðrið eru með 7,7% atkvæða og 2 borgarfulltrúa, eins og Viðreisn, þegar atkvæði hafa verið talin. Í borgarstjórnarkosningunum 2014 endaði flokkurinn með 5,9% atkvæði og bætir sig því um 1,8%. Dóra Björt Guðjónsdóttir og Sigurborg Ósk Haraldsdóttir eru þeir borgarfulltrúar Pírata sem komust inn í borgarstjórn.Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavík, hefur tryggt sér sæti í borgarstjórn.Vísir/VilhelmSósíalistar vinna stórt Sósíalistaflokkur sem bauð í fyrsta skiptið fram í kosningum hlaut 6,4% atkvæða sem má teljast kosningasigur hjá svona ungum flokki. Sósíalistaflokkurinn, með Sönnu Magdalenu Mörtudóttur í broddi fylkingar, hefur tryggt sér sæti í borgarstjórn þegar lokatölur liggja fyrir.Miðflokkur er inni en Framsókn úti Miðflokkurinn virðist hafa tekið svakalega mikið fylgi af Framsóknarflokknum sem fékk ekki einn einasta borgarfulltrúa. Miðflokkurinn með Vigdísi Hauksdóttur í broddi fylkingar, endaði með 6,1% atkvæða í þessum fyrstu borgarstjórnarkosningum sem flokkurinn býður fram í og nær einum manni inn.Líf Magneudóttir er fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í borgarstjórn Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm GunnarssonSlæm úrslit fyrir VGVinstri hreyfingin – grænt framboð beið afhroð í borgarstjórnarkosningunum og endaði með verstu niðurstöðu sem VG hefur fengið í borginni en flokkurinn hefur boðið fjórum sinnum fram til borgarstjórnar. VG endaði með 4,6% atkvæða og oddviti flokksins, Líf Magneudóttir, kemst ein frambjóðenda inn í borgarstjórn. Í síðustu kosningum fékk flokkurinn 8,3% atkvæða og tapar því 3,7 prósentustigum.Flokkur fólksins með fulltrúa í borgarstjórn Flokkur fólksins, sem býður fram í fyrsta sinn til borgarstjórnarkosninga, náði feikilega góðum árangri með 4,3% atkvæða og nær því einum borgarfulltrúa inn. Kolbrún Baldursdóttir, oddviti flokksins, er sá fulltrúi Flokks fólksins í borgstjórn.Náðu ekki inn Aðrir flokkar náðu ekki inn í borgarstjórn og er Framsóknarflokkurinn á meðal þeirra með 3,2% atkvæða og tapar 7,5 prósentustigum frá því í síðustu borgarstjórnarkosningum. Kvennahreyfingin var næststærst af þeim flokkum sem ekki náðu borgarfulltrúa og endaði með 0,9% atkvæða. Höfuðborgarlistinn fékk 0,6%, Borgin okkar – Reykjavík fékk 0,4%, Alþýðufylkingin fékk 0,3%, Karlalistinn fékk 0,3% og Frelsisflokkur og Íslenska þjóðfylkingin voru minnst með 0,2% atkvæða hvor um sig.
Kosningar 2018 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Innlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Fleiri fréttir Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri Sjá meira