„Þetta er bein afleiðing af þessum miklu rigningum“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. júlí 2018 18:45 Líkt og sjá má er skriðan afar umfangsmikil Mynd/Sumarliði Ásgeirsson Stór skriða féll úr Fagraskógafjalli í Hítardal snemma í morgun. Enn hrynur úr fjallinu og er lögregla búin að loka fyrir umferð í kringum skriðunna vegna hættu á flóði. Jarðfræðingur segir fall skriðunnar vera afleiðing mikils rigningarsumars. Lögregla, ásamt björgunarsveitum og þyrlu Landhelgisgæslunnar hefur verið að störfum við skriðuna í dag en en lögregla hefur lokað svæðið af af öryggisástæðum. Skriðan féll þvert yfir Hítará með þeim afleiðingum að áin stíflaðist. „Ástæðan er væntanlega sú að í rigningum undanfarnar vikur og mánuði hefur vatn safnast upp í væntanlega gamlar jarðskjálftasprungur og hugsanlega berggangar sem fyllast af vatni. Vatnssöfnunin veldur þá hækkandi vatnsþrýstingi og það endar þannig að vatnið fer inn í veikleika á milli hraunlaga og stór spilda fellur fram, skautar niður á þessum veikleika. Þetta er bein afleiðing af þessum miklu rigninum,“ segir Finnbogi Rögnvaldsson jarðfræðingur sem verið hefur að störfum við skriðuna í dag.Hér að neðan má sjá drónamyndband af skriðunni sem Sumarliði Ásgeirsson tók.Erla Dögg Ármannsdóttir, íbúi í Hítardal, kom auga á stífluna sem skriðan hafði myndað þvert yfir ánna í morgun. Hún segir að um stöðu mála ríki mikil óvissa meðal íbúa en stórt lón hefur myndast fyrir ofan stífluna sem hækkar með hverjum klukkutímanum. Ekki er enn vitað hvaða farveg áin mun finna sér þegar hún brýst framhjá skriðunni, en það gefur augaleið að stíflan hafi áhrif á starfsemi Hítará, sem er mikil veiðiá. „Það sem gerist hér í morgun er að það fer nú bara ansi stórt stykki úr hlíðinni. Þetta er ansi stór skriða sem lokar ánni þannig að vatnið er að safnast upp hér að ofan. Það sem við erum að reyna að gera núna er að leggja mat á aðstæður. Sjá hvar er líklegt að áin muni rjúfa sér leið, hvar séu hættusvæði og að reyna að stjórna umferð þannig að við tæmum ákveðin hættusvæði þannig að við séum ekki að leggja fólki í hættu,“ segir Þór Þorsteinsson, vettvangsstjóri björgunarsveita á staðnum.Töluvert lón hefur myndast við skriðuna.Mynd/Sumarliði ÁsgeirssonFréttastofa ræddi við nokkra heimamenn í dag sem ekki eru bjartsýnir á að reynt verði að hreyfa við skriðunni, eða grafa í hana, þannig áin mun að lokum finna sér nýjan farveg, því er ljóst að skriðan muni gjörbreyta árfarvegi Hítarár.Stórt lón hefur myndast fyrir ofan skriðuna sem hækkar með hverjum klukkutímanum, en óvissa ríkir með framhald mála, en talið er að skriðan sé sú stærsta sem fallið hefur hér á landi frá landnámi.Hér að neðan má sjá kvöldfrétt Stöðvar 2 um skriðuna. Skriðufall í Hítardal Veður Tengdar fréttir Mikil grjótskriða úr Fagraskógarfjalli: „Stórt fjall í ánni“ Skriðan er sögð gríðarstór en hún féll snemma í morgun. Hítardalsá stíflaðist og hefur stórt lón myndast fyrir aftan skriðuna. 7. júlí 2018 11:32 Almannavarnir meta ástandið í Hítardal Almannavarnir eru að meta ástandið í Hítardal eftir skriðufall. 7. júlí 2018 14:37 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjá meira
Stór skriða féll úr Fagraskógafjalli í Hítardal snemma í morgun. Enn hrynur úr fjallinu og er lögregla búin að loka fyrir umferð í kringum skriðunna vegna hættu á flóði. Jarðfræðingur segir fall skriðunnar vera afleiðing mikils rigningarsumars. Lögregla, ásamt björgunarsveitum og þyrlu Landhelgisgæslunnar hefur verið að störfum við skriðuna í dag en en lögregla hefur lokað svæðið af af öryggisástæðum. Skriðan féll þvert yfir Hítará með þeim afleiðingum að áin stíflaðist. „Ástæðan er væntanlega sú að í rigningum undanfarnar vikur og mánuði hefur vatn safnast upp í væntanlega gamlar jarðskjálftasprungur og hugsanlega berggangar sem fyllast af vatni. Vatnssöfnunin veldur þá hækkandi vatnsþrýstingi og það endar þannig að vatnið fer inn í veikleika á milli hraunlaga og stór spilda fellur fram, skautar niður á þessum veikleika. Þetta er bein afleiðing af þessum miklu rigninum,“ segir Finnbogi Rögnvaldsson jarðfræðingur sem verið hefur að störfum við skriðuna í dag.Hér að neðan má sjá drónamyndband af skriðunni sem Sumarliði Ásgeirsson tók.Erla Dögg Ármannsdóttir, íbúi í Hítardal, kom auga á stífluna sem skriðan hafði myndað þvert yfir ánna í morgun. Hún segir að um stöðu mála ríki mikil óvissa meðal íbúa en stórt lón hefur myndast fyrir ofan stífluna sem hækkar með hverjum klukkutímanum. Ekki er enn vitað hvaða farveg áin mun finna sér þegar hún brýst framhjá skriðunni, en það gefur augaleið að stíflan hafi áhrif á starfsemi Hítará, sem er mikil veiðiá. „Það sem gerist hér í morgun er að það fer nú bara ansi stórt stykki úr hlíðinni. Þetta er ansi stór skriða sem lokar ánni þannig að vatnið er að safnast upp hér að ofan. Það sem við erum að reyna að gera núna er að leggja mat á aðstæður. Sjá hvar er líklegt að áin muni rjúfa sér leið, hvar séu hættusvæði og að reyna að stjórna umferð þannig að við tæmum ákveðin hættusvæði þannig að við séum ekki að leggja fólki í hættu,“ segir Þór Þorsteinsson, vettvangsstjóri björgunarsveita á staðnum.Töluvert lón hefur myndast við skriðuna.Mynd/Sumarliði ÁsgeirssonFréttastofa ræddi við nokkra heimamenn í dag sem ekki eru bjartsýnir á að reynt verði að hreyfa við skriðunni, eða grafa í hana, þannig áin mun að lokum finna sér nýjan farveg, því er ljóst að skriðan muni gjörbreyta árfarvegi Hítarár.Stórt lón hefur myndast fyrir ofan skriðuna sem hækkar með hverjum klukkutímanum, en óvissa ríkir með framhald mála, en talið er að skriðan sé sú stærsta sem fallið hefur hér á landi frá landnámi.Hér að neðan má sjá kvöldfrétt Stöðvar 2 um skriðuna.
Skriðufall í Hítardal Veður Tengdar fréttir Mikil grjótskriða úr Fagraskógarfjalli: „Stórt fjall í ánni“ Skriðan er sögð gríðarstór en hún féll snemma í morgun. Hítardalsá stíflaðist og hefur stórt lón myndast fyrir aftan skriðuna. 7. júlí 2018 11:32 Almannavarnir meta ástandið í Hítardal Almannavarnir eru að meta ástandið í Hítardal eftir skriðufall. 7. júlí 2018 14:37 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjá meira
Mikil grjótskriða úr Fagraskógarfjalli: „Stórt fjall í ánni“ Skriðan er sögð gríðarstór en hún féll snemma í morgun. Hítardalsá stíflaðist og hefur stórt lón myndast fyrir aftan skriðuna. 7. júlí 2018 11:32
Almannavarnir meta ástandið í Hítardal Almannavarnir eru að meta ástandið í Hítardal eftir skriðufall. 7. júlí 2018 14:37