Tugir misstu vinnuna í bið eftir svörum Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. júní 2018 06:00 86 starfsmönnum var sagt upp hjá Odda í upphafi árs. Vísir/ANton „Þetta er að mínu mati mjög ógegnsætt ferli,“ segir Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri Odda, um vinnubrögð samkeppnisyfirvalda. Í byrjun árs keypti Oddi fyrirtækið Plastprent. Samkeppniseftirlitið samþykkti kaupin með þeim fyrirvara að Oddi gengist undir sátt. Hún fól í sér ýmis skilyrði sem stjórnendur fyrirtækisins töldu vera mjög íþyngjandi. Í lok árs 2016 sendi Oddi Samkeppniseftirlitinu bréf þar sem óskað var eftir því að fyrirtækið losnaði undan sáttinni og á það var fallist í síðasta mánuði. Í millitíðinni, eða í janúar síðastliðnum, tilkynnti Oddi að starfsemi Kassagerðarinnar og Plastprents yrði lögð niður með þeim afleiðingum að 86 manns var sagt upp.Sjá einnig: 86 manns sagt upp hjá OddaKristjáni Geir þykir Samkeppniseftirlitið hafa brugðist seint við. „Það er mjög erfitt að fá svör frá Samkeppniseftirlitinu. Þetta er venjulega þannig að málið sé í vinnslu. Svo var gefið út að það væri mikið álag á Samkeppniseftirlitinu vegna samruna annarra félaga. Til dæmis Haga og Olís og annarra mála í þeim dúr. En alltaf biðum við bara,“ segir hann. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að samrunamál verði að vera í forgang hjá Samkeppniseftirlitinu. Fréttablaðið/AntonSáttin hafi verið mjög íþyngjandi fyrir fyrirtækið, þó að hún hafi ekki verið eina ástæða þess að loka þurfti verksmiðjunum í byrjun árs. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að breytingarnar á rekstri Odda sem tilkynntar voru í janúar síðastliðnum hafi verið forsendan fyrir þeirri ákvörðun að fella niður skilyrðin í sáttinni. Um leið og ósk hafi borist í árslok 2016 um að þau yrðu felld niður hafi Samkeppniseftirlitið óskað umsagna á markaðnum og keppinautar gefið sig fram sem töldu að staða Odda hefði ekki breyst með þeim hætti sem Oddi hélt fram. Þess vegna væri enn þá mikilvægt að þessi skilyrði giltu. „Þá blasti við að við þyrftum að fara í ítarlegri rannsókn sem kallaði á að við öfluðum upplýsinga um veltu og tækjum til skoðunar að nýju þær skilgreiningar á mörkuðum sem þarna eru undir,“ segir hann. Páll Gunnar segir að ekki hafi verið mögulegt að fara beint í þá athugun. „Vegna þess að það var og er mikið álag á stofnuninni og við þurfum að setja samrunamál, það er að segja þau mál sem eru á lögbundnum frestum, fram fyrir. Síðan verða þessar breytingar á högum Odda sem leiða til þess að skilyrðin eiga ekki lengur við og þá eru þau felld úr gildi í framhaldi af því,“ segir Páll. Birtist í Fréttablaðinu Vistaskipti Tengdar fréttir 86 manns sagt upp hjá Odda 86 manns munu missa starfið hjá Odda vegna ákvörðunar um að leggja af innlenda framleiðslu á plast- og bylgjuumbúðum. 30. janúar 2018 13:40 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum Sjá meira
„Þetta er að mínu mati mjög ógegnsætt ferli,“ segir Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri Odda, um vinnubrögð samkeppnisyfirvalda. Í byrjun árs keypti Oddi fyrirtækið Plastprent. Samkeppniseftirlitið samþykkti kaupin með þeim fyrirvara að Oddi gengist undir sátt. Hún fól í sér ýmis skilyrði sem stjórnendur fyrirtækisins töldu vera mjög íþyngjandi. Í lok árs 2016 sendi Oddi Samkeppniseftirlitinu bréf þar sem óskað var eftir því að fyrirtækið losnaði undan sáttinni og á það var fallist í síðasta mánuði. Í millitíðinni, eða í janúar síðastliðnum, tilkynnti Oddi að starfsemi Kassagerðarinnar og Plastprents yrði lögð niður með þeim afleiðingum að 86 manns var sagt upp.Sjá einnig: 86 manns sagt upp hjá OddaKristjáni Geir þykir Samkeppniseftirlitið hafa brugðist seint við. „Það er mjög erfitt að fá svör frá Samkeppniseftirlitinu. Þetta er venjulega þannig að málið sé í vinnslu. Svo var gefið út að það væri mikið álag á Samkeppniseftirlitinu vegna samruna annarra félaga. Til dæmis Haga og Olís og annarra mála í þeim dúr. En alltaf biðum við bara,“ segir hann. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að samrunamál verði að vera í forgang hjá Samkeppniseftirlitinu. Fréttablaðið/AntonSáttin hafi verið mjög íþyngjandi fyrir fyrirtækið, þó að hún hafi ekki verið eina ástæða þess að loka þurfti verksmiðjunum í byrjun árs. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að breytingarnar á rekstri Odda sem tilkynntar voru í janúar síðastliðnum hafi verið forsendan fyrir þeirri ákvörðun að fella niður skilyrðin í sáttinni. Um leið og ósk hafi borist í árslok 2016 um að þau yrðu felld niður hafi Samkeppniseftirlitið óskað umsagna á markaðnum og keppinautar gefið sig fram sem töldu að staða Odda hefði ekki breyst með þeim hætti sem Oddi hélt fram. Þess vegna væri enn þá mikilvægt að þessi skilyrði giltu. „Þá blasti við að við þyrftum að fara í ítarlegri rannsókn sem kallaði á að við öfluðum upplýsinga um veltu og tækjum til skoðunar að nýju þær skilgreiningar á mörkuðum sem þarna eru undir,“ segir hann. Páll Gunnar segir að ekki hafi verið mögulegt að fara beint í þá athugun. „Vegna þess að það var og er mikið álag á stofnuninni og við þurfum að setja samrunamál, það er að segja þau mál sem eru á lögbundnum frestum, fram fyrir. Síðan verða þessar breytingar á högum Odda sem leiða til þess að skilyrðin eiga ekki lengur við og þá eru þau felld úr gildi í framhaldi af því,“ segir Páll.
Birtist í Fréttablaðinu Vistaskipti Tengdar fréttir 86 manns sagt upp hjá Odda 86 manns munu missa starfið hjá Odda vegna ákvörðunar um að leggja af innlenda framleiðslu á plast- og bylgjuumbúðum. 30. janúar 2018 13:40 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum Sjá meira
86 manns sagt upp hjá Odda 86 manns munu missa starfið hjá Odda vegna ákvörðunar um að leggja af innlenda framleiðslu á plast- og bylgjuumbúðum. 30. janúar 2018 13:40