Leggja til helmings lækkun erfðafjárskatts í þrepum Heimir Már Pétursson skrifar 19. september 2018 13:30 Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. vísir/ernir Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokksins leggja til að erfðafjárskattur verði lækkaður um helming vegna arfs upp að 75 milljónum króna. Enda hafi skatturinn verið hækkaður á sínum tíma eftir efnahagshrunið vegna tekjuvanda ríkissjóðs. Mælt verður fyrir fjórum þingmannafrumvörpum að loknum umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag. Þorsteinn Víglundsson mælir fyrir breytingum á lögum um mannanöfn, Ólafur Þór Gunnarsson mælir fyrir frumvarpi um að ríkið kaupi ekki heilbrigðisþjónustu af fyrirtækjum sem rekin eru í hagnaðarskyni, Silja Dögg Gunnarsdóttir fyrir frumvarpi um barnalífeyri og Óli Björn Kárason mælir fyrir frumvarpi ellefu þingmanna Sjálfstæðisflokks um erfðafjárskatt. „Í fyrsta lagi var erfðafjárskatturinn 5% fram til 2010 þegar hann var hækkaður í 10 prósent. Við félagar mínir í Sjálfstæðisflokknum erum að leggja til að við tökum núna það skref að færa erfðafjárskattinn aftur niður í áföngum, í þrepum,“ segir Óli Björn. Þannig verði skatturinn fimm prósent vegna arfs upp að 75 milljónum króna en tíu prósent á verðmæti arfs umfram þá upphæð. „Sem er svona á verðmæti einnrar hæðar í Reykjavík. Menn meiga ekki gleyma því að það er verið að tala um eignir sem hafa verið margskattaðar í gegnum árin og áratugina,” segir Óli Björn. Í dag er erfðafjárskattur ekki lagður á arf sem er í kringum eina og hálfa milljón að verðmæti og þar undir, en almennt eru maki og sambúðarmaki undanþegin erfðaskatti. „Mér finnst það vissulega koma til greina að hækka það frítekjumark töluvert mikið. En við erum auðvitað að gera þetta í þessum skrefum vegna þess að við teljum að það geti myndast um þetta ágæt samstaða um þetta á þingi að stíga þetta skref,“ segir þingmaðurinn. Nái frumvarpið fram að ganga muni það leiða til einhverrar lækkunar á tekjum ríkissjóðs. „Við eigum eftir að leggja betur mat á það í samvinnu við fjármálaráðuneytið þegar þetta kemur fyrir efnahags- og viðskiptanefnd eftir að búið er að mæla fyrir málinu sem verður gert í dag. En heildartekjur ríkisins af erfðafjárskatti eru í kringum 4,5 milljarðar króna,“ segir Óli Björn Kárason. Alþingi Tengdar fréttir Leggja til þrepaskiptan erfðafjárskatt Breytingar verða gerðar á lögum um erfðafjárskatt ef frumvarp Óla Björns Kárasonar og fleiri þingmanna Sjálfstæðisflokks verður að lögum. 17. september 2018 06:00 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Ríkissjóður leggur 80 milljónir árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Sjá meira
Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokksins leggja til að erfðafjárskattur verði lækkaður um helming vegna arfs upp að 75 milljónum króna. Enda hafi skatturinn verið hækkaður á sínum tíma eftir efnahagshrunið vegna tekjuvanda ríkissjóðs. Mælt verður fyrir fjórum þingmannafrumvörpum að loknum umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag. Þorsteinn Víglundsson mælir fyrir breytingum á lögum um mannanöfn, Ólafur Þór Gunnarsson mælir fyrir frumvarpi um að ríkið kaupi ekki heilbrigðisþjónustu af fyrirtækjum sem rekin eru í hagnaðarskyni, Silja Dögg Gunnarsdóttir fyrir frumvarpi um barnalífeyri og Óli Björn Kárason mælir fyrir frumvarpi ellefu þingmanna Sjálfstæðisflokks um erfðafjárskatt. „Í fyrsta lagi var erfðafjárskatturinn 5% fram til 2010 þegar hann var hækkaður í 10 prósent. Við félagar mínir í Sjálfstæðisflokknum erum að leggja til að við tökum núna það skref að færa erfðafjárskattinn aftur niður í áföngum, í þrepum,“ segir Óli Björn. Þannig verði skatturinn fimm prósent vegna arfs upp að 75 milljónum króna en tíu prósent á verðmæti arfs umfram þá upphæð. „Sem er svona á verðmæti einnrar hæðar í Reykjavík. Menn meiga ekki gleyma því að það er verið að tala um eignir sem hafa verið margskattaðar í gegnum árin og áratugina,” segir Óli Björn. Í dag er erfðafjárskattur ekki lagður á arf sem er í kringum eina og hálfa milljón að verðmæti og þar undir, en almennt eru maki og sambúðarmaki undanþegin erfðaskatti. „Mér finnst það vissulega koma til greina að hækka það frítekjumark töluvert mikið. En við erum auðvitað að gera þetta í þessum skrefum vegna þess að við teljum að það geti myndast um þetta ágæt samstaða um þetta á þingi að stíga þetta skref,“ segir þingmaðurinn. Nái frumvarpið fram að ganga muni það leiða til einhverrar lækkunar á tekjum ríkissjóðs. „Við eigum eftir að leggja betur mat á það í samvinnu við fjármálaráðuneytið þegar þetta kemur fyrir efnahags- og viðskiptanefnd eftir að búið er að mæla fyrir málinu sem verður gert í dag. En heildartekjur ríkisins af erfðafjárskatti eru í kringum 4,5 milljarðar króna,“ segir Óli Björn Kárason.
Alþingi Tengdar fréttir Leggja til þrepaskiptan erfðafjárskatt Breytingar verða gerðar á lögum um erfðafjárskatt ef frumvarp Óla Björns Kárasonar og fleiri þingmanna Sjálfstæðisflokks verður að lögum. 17. september 2018 06:00 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Ríkissjóður leggur 80 milljónir árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Sjá meira
Leggja til þrepaskiptan erfðafjárskatt Breytingar verða gerðar á lögum um erfðafjárskatt ef frumvarp Óla Björns Kárasonar og fleiri þingmanna Sjálfstæðisflokks verður að lögum. 17. september 2018 06:00