Leggja til helmings lækkun erfðafjárskatts í þrepum Heimir Már Pétursson skrifar 19. september 2018 13:30 Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. vísir/ernir Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokksins leggja til að erfðafjárskattur verði lækkaður um helming vegna arfs upp að 75 milljónum króna. Enda hafi skatturinn verið hækkaður á sínum tíma eftir efnahagshrunið vegna tekjuvanda ríkissjóðs. Mælt verður fyrir fjórum þingmannafrumvörpum að loknum umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag. Þorsteinn Víglundsson mælir fyrir breytingum á lögum um mannanöfn, Ólafur Þór Gunnarsson mælir fyrir frumvarpi um að ríkið kaupi ekki heilbrigðisþjónustu af fyrirtækjum sem rekin eru í hagnaðarskyni, Silja Dögg Gunnarsdóttir fyrir frumvarpi um barnalífeyri og Óli Björn Kárason mælir fyrir frumvarpi ellefu þingmanna Sjálfstæðisflokks um erfðafjárskatt. „Í fyrsta lagi var erfðafjárskatturinn 5% fram til 2010 þegar hann var hækkaður í 10 prósent. Við félagar mínir í Sjálfstæðisflokknum erum að leggja til að við tökum núna það skref að færa erfðafjárskattinn aftur niður í áföngum, í þrepum,“ segir Óli Björn. Þannig verði skatturinn fimm prósent vegna arfs upp að 75 milljónum króna en tíu prósent á verðmæti arfs umfram þá upphæð. „Sem er svona á verðmæti einnrar hæðar í Reykjavík. Menn meiga ekki gleyma því að það er verið að tala um eignir sem hafa verið margskattaðar í gegnum árin og áratugina,” segir Óli Björn. Í dag er erfðafjárskattur ekki lagður á arf sem er í kringum eina og hálfa milljón að verðmæti og þar undir, en almennt eru maki og sambúðarmaki undanþegin erfðaskatti. „Mér finnst það vissulega koma til greina að hækka það frítekjumark töluvert mikið. En við erum auðvitað að gera þetta í þessum skrefum vegna þess að við teljum að það geti myndast um þetta ágæt samstaða um þetta á þingi að stíga þetta skref,“ segir þingmaðurinn. Nái frumvarpið fram að ganga muni það leiða til einhverrar lækkunar á tekjum ríkissjóðs. „Við eigum eftir að leggja betur mat á það í samvinnu við fjármálaráðuneytið þegar þetta kemur fyrir efnahags- og viðskiptanefnd eftir að búið er að mæla fyrir málinu sem verður gert í dag. En heildartekjur ríkisins af erfðafjárskatti eru í kringum 4,5 milljarðar króna,“ segir Óli Björn Kárason. Alþingi Tengdar fréttir Leggja til þrepaskiptan erfðafjárskatt Breytingar verða gerðar á lögum um erfðafjárskatt ef frumvarp Óla Björns Kárasonar og fleiri þingmanna Sjálfstæðisflokks verður að lögum. 17. september 2018 06:00 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sjá meira
Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokksins leggja til að erfðafjárskattur verði lækkaður um helming vegna arfs upp að 75 milljónum króna. Enda hafi skatturinn verið hækkaður á sínum tíma eftir efnahagshrunið vegna tekjuvanda ríkissjóðs. Mælt verður fyrir fjórum þingmannafrumvörpum að loknum umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag. Þorsteinn Víglundsson mælir fyrir breytingum á lögum um mannanöfn, Ólafur Þór Gunnarsson mælir fyrir frumvarpi um að ríkið kaupi ekki heilbrigðisþjónustu af fyrirtækjum sem rekin eru í hagnaðarskyni, Silja Dögg Gunnarsdóttir fyrir frumvarpi um barnalífeyri og Óli Björn Kárason mælir fyrir frumvarpi ellefu þingmanna Sjálfstæðisflokks um erfðafjárskatt. „Í fyrsta lagi var erfðafjárskatturinn 5% fram til 2010 þegar hann var hækkaður í 10 prósent. Við félagar mínir í Sjálfstæðisflokknum erum að leggja til að við tökum núna það skref að færa erfðafjárskattinn aftur niður í áföngum, í þrepum,“ segir Óli Björn. Þannig verði skatturinn fimm prósent vegna arfs upp að 75 milljónum króna en tíu prósent á verðmæti arfs umfram þá upphæð. „Sem er svona á verðmæti einnrar hæðar í Reykjavík. Menn meiga ekki gleyma því að það er verið að tala um eignir sem hafa verið margskattaðar í gegnum árin og áratugina,” segir Óli Björn. Í dag er erfðafjárskattur ekki lagður á arf sem er í kringum eina og hálfa milljón að verðmæti og þar undir, en almennt eru maki og sambúðarmaki undanþegin erfðaskatti. „Mér finnst það vissulega koma til greina að hækka það frítekjumark töluvert mikið. En við erum auðvitað að gera þetta í þessum skrefum vegna þess að við teljum að það geti myndast um þetta ágæt samstaða um þetta á þingi að stíga þetta skref,“ segir þingmaðurinn. Nái frumvarpið fram að ganga muni það leiða til einhverrar lækkunar á tekjum ríkissjóðs. „Við eigum eftir að leggja betur mat á það í samvinnu við fjármálaráðuneytið þegar þetta kemur fyrir efnahags- og viðskiptanefnd eftir að búið er að mæla fyrir málinu sem verður gert í dag. En heildartekjur ríkisins af erfðafjárskatti eru í kringum 4,5 milljarðar króna,“ segir Óli Björn Kárason.
Alþingi Tengdar fréttir Leggja til þrepaskiptan erfðafjárskatt Breytingar verða gerðar á lögum um erfðafjárskatt ef frumvarp Óla Björns Kárasonar og fleiri þingmanna Sjálfstæðisflokks verður að lögum. 17. september 2018 06:00 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sjá meira
Leggja til þrepaskiptan erfðafjárskatt Breytingar verða gerðar á lögum um erfðafjárskatt ef frumvarp Óla Björns Kárasonar og fleiri þingmanna Sjálfstæðisflokks verður að lögum. 17. september 2018 06:00